Sport

Ekkert til í því að keppnislaugarnar séu hættulegar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Forráðamaður bandaríska róðrasambandsins segir að það sé ekki hægt að sakast við hreinlæti vatnsins í Ríó en þrettán aðilar í róðraliði bandaríska liðsins á Heimsmeistaramóti unglinga veiktust í síðustu viku eftir að hafa keppt í laug sem keppt verður í næsta sumar.

Hreinlæti vatnsins í Ríó hefur verið töluvert til umræðu fyrir Ólympíuleikana sem fara fram í brasilísku borginni á næsta ári. Kolféll vatnið í borginni á hreinlætisprófi á dögunum og þá hafa keppendur kvartað undan sýkingahættunni. Hefur brasilískum stjórnvöldum ekki tekist að standa við gefin loforð um að hreinsa vatnið.

Alls voru fjórtán þátttakendur sem þurftu á læknisaðstoð en allir gátu tekið þátt en forráðamaður bandaríska róðrasambandsins sagði að þjálfarar hefðu einnig greinst með þessa sýkingu og því væri það auðveld en ekki rétt ásökun að kenna vatninu um. Eini keppandinn sem datt út í vatnið væri ekki meðal þeirra keppenda sem þurfti á læknishjálp að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×