Of miklar upplýsingar sköpuðu rugling Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2015 18:27 Farþegar Primera Air á flugvellinum í gær. vísir „Við munum passa upp á að flugáhafnir okkar segi ekki frá möguleikum heldur eingöngu því sem er fast í hendi,“ segir Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air. Tafirnar sem orðið hafi á flugi frá Tenerife hafi komið til vegna reglna um flugöryggi og klúðri hjá flugþjónustuaðila Primera Air á Shannon-flugvelli. Ásgeir segir að reglur um varaflugvelli hafi orðið til þess að vélinni hafi í upphafi seinkað frá Tenerife. Finna þurfti nýja varaflugvelli sem olli töf á því að vélin færi af stað. „Þegar fara á heim til Íslands er veður á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilstöðum mjög slæmt. Þá þarf að finna neyðarflugvelli, Það verður að hafa tvo varaflugvelli til taks samkvæmt flugöryggisreglum. Því þarf að breyta flugáætluninni og þess vegna varð töf á því að vélin færi frá Tenerife. Þessi töf verður til þess að það fer að bíta á þennan hámarkstíma sem flugáhöfnin má vera á vakt.“Flugþjónustuaðilinn klikkaðiVélin hefur sig á loft en ákveðið er að millilenda á Shannon-flugvelli á Írlandi til að fylla vélina af bensíni. Segir Ásgeir að þar hafi flugþjónustuaðili flugfélagsins klikkað og það hafi ollið því að áhöfnin hafi runnið út á tíma. „Það er fyllt á vélina og allt virðist vera að ganga að óskum en þá hverfa þeir skyndilega, af ástæðum sem við höfum enn ekki fengið skýringar á, sem þjónusta flugvélina til annarra starfa. Við það erum við strand og þurfum að bíða í rúman klukkutíma eftir að þeir komi aftur. “ Þessi tveggja tíma töf á Shannon-flugvelli varð svo til þess að að flugáhöfnin mátti ekki halda áfram vegna reglna um hámarksvaktatíma. Ásgeir segir að sú óvissa sem skapaðist á Shannon-flugvelli og hefur valdið pirringi hjá farþegum vélarinnar megi að hluta til rekja til þess að flugstjóri vélarinnar hafi rætt þá möguleika sem væru í stöðunni við farþega vélarinnar. „Við skoðuðum hvort að hægt væri að fljúga til Billund en það kom svo í ljós að það var ekki hægt. Í millitíðinni segir flugstjóri vélarinnar farþegum frá þeim möguleikum sem verið er að skoða og það hefur kannski valdið ruglingi. “Sjá einnig: „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air.Misskilningur olli því að farið var með farþega of snemma upp á völl Um leið og ljóst er að áhöfn og farþegar þurfi að gista í Limerick er ljóst að flugáhöfnin má ekki fara aftur af stað fyrr en klukkan 15.45 næsta dag. Ragna Lóa Stefánsdóttir, farþegi vélarinnar, sagði í samtali við Vísi í gær að óánægja væri ríkjandi með það að farþegarnir hafi verið drifnir út á flugvöll snemma um morguninn þegar ljóst var að ekki væri hægt að leggja af stað til Íslands fyrr en síðdegis. Ásgeir segir að misskilningur á milli flugþjónustuaðila Primera Air og flugvallarins í Shannon hafi orðið til þess að farþegum var keyrt upp á flugvöll snemma um morguninn. „Við erum að skoða það mál af hverju það gerist. Við höfum óskað eftir skýringu á þessu og erum að bíða eftir að fá þær. “Harma málið mjög Ásgeir segir að verkferlum þegar svona mál komi upp hafi verið fylgt en ef til vill hafi áhöfn vélarinnar gefið of miklar upplýsingar til farþega vélarinnar sem hafi orsakað misskilning. „ Það sem gerist er að áhöfnin virðist gefa of miklar upplýsingar. Við munum væntanlega fara yfir þetta mál og ef til vill brýna fyrir áhöfnum okkar að greina einungis frá því sem fast er í hendi, frekar en möguleikum svo að ekki skapist ruglingur.“ Ásgeir harmar að þetta atvik skuli hafa komið upp en ítrekar að það hafi komið til vegna flugöryggis. Hvetur hann farþega flugvélarinnar til þess að setja sig í samband við Primera Air í framhaldinu. „Við hörmum þetta náttúrulega gríðarlega. Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt en númer 1, 2 og 3 er þetta flugöryggismál. Farþegar geta haft samband við okkur og við munum vera í sambandi við þá. Þetta getur verið flókið mál og það þarf að skoða þetta mjög vel.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
„Við munum passa upp á að flugáhafnir okkar segi ekki frá möguleikum heldur eingöngu því sem er fast í hendi,“ segir Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air. Tafirnar sem orðið hafi á flugi frá Tenerife hafi komið til vegna reglna um flugöryggi og klúðri hjá flugþjónustuaðila Primera Air á Shannon-flugvelli. Ásgeir segir að reglur um varaflugvelli hafi orðið til þess að vélinni hafi í upphafi seinkað frá Tenerife. Finna þurfti nýja varaflugvelli sem olli töf á því að vélin færi af stað. „Þegar fara á heim til Íslands er veður á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilstöðum mjög slæmt. Þá þarf að finna neyðarflugvelli, Það verður að hafa tvo varaflugvelli til taks samkvæmt flugöryggisreglum. Því þarf að breyta flugáætluninni og þess vegna varð töf á því að vélin færi frá Tenerife. Þessi töf verður til þess að það fer að bíta á þennan hámarkstíma sem flugáhöfnin má vera á vakt.“Flugþjónustuaðilinn klikkaðiVélin hefur sig á loft en ákveðið er að millilenda á Shannon-flugvelli á Írlandi til að fylla vélina af bensíni. Segir Ásgeir að þar hafi flugþjónustuaðili flugfélagsins klikkað og það hafi ollið því að áhöfnin hafi runnið út á tíma. „Það er fyllt á vélina og allt virðist vera að ganga að óskum en þá hverfa þeir skyndilega, af ástæðum sem við höfum enn ekki fengið skýringar á, sem þjónusta flugvélina til annarra starfa. Við það erum við strand og þurfum að bíða í rúman klukkutíma eftir að þeir komi aftur. “ Þessi tveggja tíma töf á Shannon-flugvelli varð svo til þess að að flugáhöfnin mátti ekki halda áfram vegna reglna um hámarksvaktatíma. Ásgeir segir að sú óvissa sem skapaðist á Shannon-flugvelli og hefur valdið pirringi hjá farþegum vélarinnar megi að hluta til rekja til þess að flugstjóri vélarinnar hafi rætt þá möguleika sem væru í stöðunni við farþega vélarinnar. „Við skoðuðum hvort að hægt væri að fljúga til Billund en það kom svo í ljós að það var ekki hægt. Í millitíðinni segir flugstjóri vélarinnar farþegum frá þeim möguleikum sem verið er að skoða og það hefur kannski valdið ruglingi. “Sjá einnig: „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air.Misskilningur olli því að farið var með farþega of snemma upp á völl Um leið og ljóst er að áhöfn og farþegar þurfi að gista í Limerick er ljóst að flugáhöfnin má ekki fara aftur af stað fyrr en klukkan 15.45 næsta dag. Ragna Lóa Stefánsdóttir, farþegi vélarinnar, sagði í samtali við Vísi í gær að óánægja væri ríkjandi með það að farþegarnir hafi verið drifnir út á flugvöll snemma um morguninn þegar ljóst var að ekki væri hægt að leggja af stað til Íslands fyrr en síðdegis. Ásgeir segir að misskilningur á milli flugþjónustuaðila Primera Air og flugvallarins í Shannon hafi orðið til þess að farþegum var keyrt upp á flugvöll snemma um morguninn. „Við erum að skoða það mál af hverju það gerist. Við höfum óskað eftir skýringu á þessu og erum að bíða eftir að fá þær. “Harma málið mjög Ásgeir segir að verkferlum þegar svona mál komi upp hafi verið fylgt en ef til vill hafi áhöfn vélarinnar gefið of miklar upplýsingar til farþega vélarinnar sem hafi orsakað misskilning. „ Það sem gerist er að áhöfnin virðist gefa of miklar upplýsingar. Við munum væntanlega fara yfir þetta mál og ef til vill brýna fyrir áhöfnum okkar að greina einungis frá því sem fast er í hendi, frekar en möguleikum svo að ekki skapist ruglingur.“ Ásgeir harmar að þetta atvik skuli hafa komið upp en ítrekar að það hafi komið til vegna flugöryggis. Hvetur hann farþega flugvélarinnar til þess að setja sig í samband við Primera Air í framhaldinu. „Við hörmum þetta náttúrulega gríðarlega. Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt en númer 1, 2 og 3 er þetta flugöryggismál. Farþegar geta haft samband við okkur og við munum vera í sambandi við þá. Þetta getur verið flókið mál og það þarf að skoða þetta mjög vel.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
„Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52
„Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46