Erlent

Obama kallar aftur eftir hertri vopnalöggjöf

Samúel Karl Ólason skrifar
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA

Talsmaður Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, kallaði í gær eftir því að þing Bandaríkjanna herði vopnalöggjöfina þar í landi. Það gerði Josh Earnest í kjölfar skotárásarinnar í dag þar sem fréttakona og myndatökumaður voru skotin til bana í beinni útsendingu.



„Þetta er enn eitt dæmið um byssuglæpi sem eru allt of algengir í jafnt stórum sem smáum samfélögum víðs vegar um Bandaríkin,“ er haft eftir Earnest á vef Huffington Post.



„Þrátt fyrir að ekki sé hægt að stöðva allt ofbeldi í landinu með löggjöf, eru nokkrir skynsamir hlutir sem aðeins þingið getur gert og við vitum að myndi draga slíku ofbeldi í landinu. Þingið gæti tekið þau skref án þess að brjóta gegn stjórnarskráarbundnum rétti löghlýðinna Bandaríkjamanna.“



Þetta er ekki í fyrsta sinn sem álíka kall heyrist úr Hvíta húsinu. Obama kallaði einnig eftir aðgerðum frá þinginu árið 2012, eftir að 26 létu lífið í skotárás í barnaskóla í Sandy Hook. Nokkrum mánuðum síðar var frumvarp um hertar bakgrunnsskoðanir vegna vopnakaupa, fellt í öldungaþingi Bandaríkjanna.



Obama hefur áður sagt að hans mestu vonbrigði á þeim tíma sem hann hefur verið í Hvíta húsinu, séu að ekki hafi tekist að herða vopnalöggjöfina í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Árásarmaðurinn er látinn

Vester Flanagan sem einnig gekk undir nafninu Bryce Williams, skaut tvær manneskjur til bana og særði eina konu í beinni útsendingu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×