Tíu milljónir króna í sektir: „Þetta eru vonbrigði“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2015 15:38 Um þúsund manns fengu sektir um helgina. Myndin er úr safni. Vísir/Pjetur Um tíu starfsmenn Bílastæðasjóðs höfðu nóg að gera við að skrifa sektir vegna stöðubrota í tengslum við Menningarnótt. Sektirnar urðu á endanum rúmlega þúsund sem er á pari við síðastliðin ár. „Þetta eru vonbrigði,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Brotin séu að vísu um fimmtíu færri en í fyrra en það megi þess vegna rekja til rigningarinnar. Munstrið sé nákvæmlega það sama og í fyrra.Vísir ræddi við tvo starfsmenn sjóðsins í Laugardal á föstudaginn. Þeir áttu von á annasamri helgi og spáðu um þúsund sektum. Sú varð raunin. Áberandi margir lögðu ólöglega á grasbalanum hjá BSÍ og vestur að Háskóla Íslands. Sömuleiðis í vesturbænum og austan lokana við Snorrabraut.Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs.Tíu milljónir í kassann Sekt fyrir stöðubrot var nýlega hækkuð í tíu þúsund krónur. Sektargreiðslurnar nema því í heild sinni í kringum tíu milljónum króna en sektin lækkar í 8900 krónur sé greitt innan þriggja virkra daga. Kolbrún segir um vonbrigði að ræða í ljósi þess hve lokanir í bænum voru vel kynntar. Lögreglan kynnti lokanir og sömuleiðis var þeim gerð góð skil í fjölmiðlum. Engu að síður eru sektirnar á pari við það sem er í fyrra. „Markmiðið okkar var að daga úr þessu,“ segir Kolbrún. Sami fjöldi hafi staðið vaktina fyrir hönd Bílastæðasjóðs og því megi ekki rekja sektirnar til aukins fjölda starfsmanna hjá sjóðnum.Ökumaður þessa bíls fékk sekt í Laugardalnum á föstudaginn.Vísir/KTD„Maður getur lengi vonað“ Sektirnar hafi verið skrifaðar allt frá morgni þegar hlauparar byrjuðu að tínast í miðbæ Reykjavíkur í tengslum við maraþonið. Stríður straumur fólks var í bæinn langt fram eftir kvöldi en hátíðin náði hámarki klukkan 23 með flugeldasýningu. Þrátt fyrir mikinn fjölda sekta segir Kolbrún ekki hafa heyrt af ósáttum ökumönnum vegna sektanna. Í einu tilfelli hafi farþegi í bíl hraunað yfir starfsmann sem var við störf. Í ljósi þess að stöðubrotum virðist ekki fækka á milli ára virðist ætla að taka borgarbúa og nærsveitunga tíma að átta sig á því hvar má leggja í Reykjavík á Menningarnótt. Kolbrún segist aðeins geta sagt eins og Árni Friðleifsson, kollegi hennar hjá lögreglunni: „Maður getur lengi vonað.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Um tíu starfsmenn Bílastæðasjóðs höfðu nóg að gera við að skrifa sektir vegna stöðubrota í tengslum við Menningarnótt. Sektirnar urðu á endanum rúmlega þúsund sem er á pari við síðastliðin ár. „Þetta eru vonbrigði,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Brotin séu að vísu um fimmtíu færri en í fyrra en það megi þess vegna rekja til rigningarinnar. Munstrið sé nákvæmlega það sama og í fyrra.Vísir ræddi við tvo starfsmenn sjóðsins í Laugardal á föstudaginn. Þeir áttu von á annasamri helgi og spáðu um þúsund sektum. Sú varð raunin. Áberandi margir lögðu ólöglega á grasbalanum hjá BSÍ og vestur að Háskóla Íslands. Sömuleiðis í vesturbænum og austan lokana við Snorrabraut.Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs.Tíu milljónir í kassann Sekt fyrir stöðubrot var nýlega hækkuð í tíu þúsund krónur. Sektargreiðslurnar nema því í heild sinni í kringum tíu milljónum króna en sektin lækkar í 8900 krónur sé greitt innan þriggja virkra daga. Kolbrún segir um vonbrigði að ræða í ljósi þess hve lokanir í bænum voru vel kynntar. Lögreglan kynnti lokanir og sömuleiðis var þeim gerð góð skil í fjölmiðlum. Engu að síður eru sektirnar á pari við það sem er í fyrra. „Markmiðið okkar var að daga úr þessu,“ segir Kolbrún. Sami fjöldi hafi staðið vaktina fyrir hönd Bílastæðasjóðs og því megi ekki rekja sektirnar til aukins fjölda starfsmanna hjá sjóðnum.Ökumaður þessa bíls fékk sekt í Laugardalnum á föstudaginn.Vísir/KTD„Maður getur lengi vonað“ Sektirnar hafi verið skrifaðar allt frá morgni þegar hlauparar byrjuðu að tínast í miðbæ Reykjavíkur í tengslum við maraþonið. Stríður straumur fólks var í bæinn langt fram eftir kvöldi en hátíðin náði hámarki klukkan 23 með flugeldasýningu. Þrátt fyrir mikinn fjölda sekta segir Kolbrún ekki hafa heyrt af ósáttum ökumönnum vegna sektanna. Í einu tilfelli hafi farþegi í bíl hraunað yfir starfsmann sem var við störf. Í ljósi þess að stöðubrotum virðist ekki fækka á milli ára virðist ætla að taka borgarbúa og nærsveitunga tíma að átta sig á því hvar má leggja í Reykjavík á Menningarnótt. Kolbrún segist aðeins geta sagt eins og Árni Friðleifsson, kollegi hennar hjá lögreglunni: „Maður getur lengi vonað.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira