Sport

Mo Farah með sitt fjórða heimsmeistaragull

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mo fagnar gullinu.
Mo fagnar gullinu. vísir/getty
Mo Farah, breski hlauparinn, tryggði sér sigurinn í tíu kílómetra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hófst í Peking í dag.

Þetta er fjórða gullið sem Farah tryggir sér á ferlinum, en hann kom í mark á 27:01,13 mínútum. Keníumaðurinn, Geoffrey Kipsang, kom í mark nokkrum sekúndubrotum á eftir Farah eða á 27:01,76 mínútm.

Annar Keníumaður Paul Tanui lenti í þriðja sæti, en hann hljóp á 27:02,83 mínútum. Mo sagði í samtali við Phil Jones, spekúlant BBC, að þetta hafi alls ekki verið auðveld og hitinn hafi gert mönnum erfitt fyrir.

Farah er talinn líklegur til þess að verða fyrsti maðurinn til þess að vinna bæði fimm og tíu kílómetra hlaup karla á sama heimsmeistaramótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×