Sport

Hrafnkell og Svava fyrst Íslendinga í mark í heila maraþoninu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra.
Frá Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra. vísir/getty
Bartosz Olszewski frá Póllandi og Kaisa Kukk frá Eistlandi komu fyrst í mark í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2015, en heilmaraþoninu lauk nú fyrir skömmu.

Bartosz Olszewsk hljóp á tæpum tveimur og hálfum tíma, en Kaisa á 2:53,09. Hrafnkell Hjörleifsson varð fyrstur Íslendinga í mark eða á 02:54,33 klukkustundum, en í kvennaflokki hljóp Svava Rán Guðmundsdóttir fyrst í mark á 03:17,04. Hrafnkell er sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrum borgarstjóra og ráðherra, sem var einmitt einn hvatamanna Menningarnætur.

Hlynur Andrésson hljóp fyrstur í mark í hálfmaraþoni á 01:09,35, en í kvennaflokki var það Rannveig Oddsdóttir á 01:25,37.

Í tíu kílómetra hlaupi karla voru þau John Wadelin frá Bretlandi og Sarah Lannom frá Bandaríkjunum hlutskörpust.

Karlar í maraþoni:

1. Bartosz Olszewski,POL, 02:29:30

2. Thorkild Sundstrup, DEN, 02:33:27

3. Richard Williams, USA, 02:34:05

Konur í maraþoni:

1. Kaisa Kukk, EST, 2:53:09

2. Inez-Anne Haagen, HOL, 3:04:47

3. Hilde Solland Plassen, NOR, 3:05:10

Fyrstu þrír karlar í hálfmaraþoni:

1. Hlynur Andrésson, ISL, 01:09:35

2. Tom Fairbrother, GBR, 01:12:02

3. Harold Wyber, GBR, 01:12:21

Fyrstu þrjár konur í hálfmaraþoni:

1. Kara Waters, USA, 01:22:39

2. Ella Joanne Brown, GBR, 01:25:14

3. Sarah Brown, GBR, 01:25:20

 

Karlar í tíu kílómetra hlaupi:

1. John Wadelin, GBR, 33:54

2. Gary Hynes, IRL, 34:14

3. Sæmundur Ólafsson, ISL, 34:20

Konur í tíu kílómetra hlaupi:

1. Sarah Lannom, USA, 39:06

2. Andrea Kolbeinsdóttir, ISL, 39:17

3. María Birkisdóttir, ISL, 39:36




Fleiri fréttir

Sjá meira


×