Árni Páll Árnason Samfylkingu: Fjárlagafrumvarp þeirra betur settu Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2015 15:06 Árni Páll: Mikilvægast nú er að leysa úr húsnæðismálunum. Ríkisstjórnin er þar enn sem fyrr á hraða snigilsins. „Fjárlögin eru athyglisverð,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar um ný fjárlög: „Gríðarlegt svigrúm til að bæta úr eftir aðhald undanfarinna ára er ekki nýtt til uppbyggingar. Áberandi er að barnafjölskyldur, meðaltekjufólk, lífeyrisþegar og lágtekjufólk eru skilin eftir. Hækkuð laun valda því að meðaltekjufólk hrynur út úr öllum stuðningskerfum, barnabótum, vaxtabótum og fæðingarorlofi. Engin viðmiðunarmörk eru hækkuð svo nokkru nemi. Skattbreytingar nýtast bara þeim betur settu og lífeyrisþegar fá ekki að njóta þeirra lágmarkslauna sem almennt var samið um í vor. Ekkert nýtt í vegi eða aðra inniviði og ekki fjárfest í heilbrigði eða húsnæðismálum. Landspítalinn fær ekki fullnægjandi úrlausn. Margauglýst framlög til húsnæðismála eru svo lítil að þau munu hvergi duga fyrir 2.300 íbúðum. 1.600 milljónir í nýjar íbúðir er nær því að duga fyrir einum stigagangi. En það er gott að sjá að viðsnúningur er að eiga sér stað. Forgangsröðunin er bara skökk,“ segir Árni Páll. Og hann bætir við: „Mikilvægast nú er að leysa úr húsnæðismálunum. Ríkisstjórnin er þar enn sem fyrr á hraða snigilsins. Lífskjör barnafjölskyldna á lágum og meðaltekjum halda áfram að dragast aftur úr nágrannalöndunum. Barna- og vaxtabætur eru orðnar láglaunabætur og vaxtabætur stefna nú í að verða fjórðungur, segi og skrifa fjórðungur, af því sem þær voru 2011. Lítil hreyfing á uppbyggingu hjúkrunarrýma og aldraðir og öryrkjar munu sitja eftir þegar lágmarkslaun fara upp í 300.000. Svigrúmið hefur allt verið nýtt með millifærslum til þeirra sem meira hafa.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
„Fjárlögin eru athyglisverð,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar um ný fjárlög: „Gríðarlegt svigrúm til að bæta úr eftir aðhald undanfarinna ára er ekki nýtt til uppbyggingar. Áberandi er að barnafjölskyldur, meðaltekjufólk, lífeyrisþegar og lágtekjufólk eru skilin eftir. Hækkuð laun valda því að meðaltekjufólk hrynur út úr öllum stuðningskerfum, barnabótum, vaxtabótum og fæðingarorlofi. Engin viðmiðunarmörk eru hækkuð svo nokkru nemi. Skattbreytingar nýtast bara þeim betur settu og lífeyrisþegar fá ekki að njóta þeirra lágmarkslauna sem almennt var samið um í vor. Ekkert nýtt í vegi eða aðra inniviði og ekki fjárfest í heilbrigði eða húsnæðismálum. Landspítalinn fær ekki fullnægjandi úrlausn. Margauglýst framlög til húsnæðismála eru svo lítil að þau munu hvergi duga fyrir 2.300 íbúðum. 1.600 milljónir í nýjar íbúðir er nær því að duga fyrir einum stigagangi. En það er gott að sjá að viðsnúningur er að eiga sér stað. Forgangsröðunin er bara skökk,“ segir Árni Páll. Og hann bætir við: „Mikilvægast nú er að leysa úr húsnæðismálunum. Ríkisstjórnin er þar enn sem fyrr á hraða snigilsins. Lífskjör barnafjölskyldna á lágum og meðaltekjum halda áfram að dragast aftur úr nágrannalöndunum. Barna- og vaxtabætur eru orðnar láglaunabætur og vaxtabætur stefna nú í að verða fjórðungur, segi og skrifa fjórðungur, af því sem þær voru 2011. Lítil hreyfing á uppbyggingu hjúkrunarrýma og aldraðir og öryrkjar munu sitja eftir þegar lágmarkslaun fara upp í 300.000. Svigrúmið hefur allt verið nýtt með millifærslum til þeirra sem meira hafa.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01