Á alþjóðadegi læsis Illugi Gunnarsson skrifar 8. september 2015 08:00 Í dag er alþjóðadagur læsis. Samfara auknu læsi aukast möguleikar barna um allan heim á því að mennta sig og þar með bæta lífskjör sín. Um leið og læsi er lykill að innihaldsríku lífi, þá veitir það börnum möguleika á því að virkja hæfileika sína og láta drauma rætast. Börn hinna ríku Vesturlandabúa sem og fátæk börn í þróunarlöndunum eiga það öll sammerkt að læsi er forsenda þess að þau geti spjarað sig. Það er því ekki að furða að UNESCO skuli hafa allt frá árinu 1965 tileinkað þennan dag læsi. Í yfirlýsingu UNESCO segir að læsi sé grunnlífsleikni, kjarni alls náms og varði því alla.Þjóðarsáttmáli um læsi Þessa dagana eru sveitafélögin, sem bera ábyrgð á rekstri grunnskólanna, og mennta- og menningamálaráðuneytið að undirrita samninga um 5 ára átak til að efla læsi. Markmiðið er að börnin okkar geti lesið sér til gagns við lok grunnskóla. Öllum má vera ljóst mikilvægi þessa. Um 99% af krökkunum sem luku grunnskóla í vor sem leið, skráðu sig til náms í framhaldsskóla. Enginn þarf því að efast um að börnin okkar skilji ekki mikilvægi náms. En möguleikar þeirra barna sem ekki geta lesið sér til gagns á því að ráða við námið eru mjög skertir. 30% drengja eru í slíkri stöðu við lok grunnskóla og 12% stúlkna. Líkurnar á því að þau börn heltist úr lestinni er því meiri en minni og tap þeirra og samfélagsins verður mikið.Jöfn tækifæri Undirtónn Þjóðarsáttmálans um læsi, sem verður undirritaður af ríki, sveitarfélögum og Heimili og skóla, er sá að börnin okkar eiga að búa að sömu tækifærum í lífinu við lok grunnskólagöngunnar, óháð efnahag eða félagslegri stöðu foreldra þeirra. Erlendar rannsóknir sýna þannig að ekki verður um villst að þeir einstaklingar sem ekki geta lesið sér til gagns standa mun verr að vígi en þeir sem það geta. Það er því okkar verkefni, foreldra, kennara, sveitarfélaga og ríkis, að gera allt sem í okkar valdi stendur til að börnin okkar verði læs, annað er ekki boðlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðadagur læsis. Samfara auknu læsi aukast möguleikar barna um allan heim á því að mennta sig og þar með bæta lífskjör sín. Um leið og læsi er lykill að innihaldsríku lífi, þá veitir það börnum möguleika á því að virkja hæfileika sína og láta drauma rætast. Börn hinna ríku Vesturlandabúa sem og fátæk börn í þróunarlöndunum eiga það öll sammerkt að læsi er forsenda þess að þau geti spjarað sig. Það er því ekki að furða að UNESCO skuli hafa allt frá árinu 1965 tileinkað þennan dag læsi. Í yfirlýsingu UNESCO segir að læsi sé grunnlífsleikni, kjarni alls náms og varði því alla.Þjóðarsáttmáli um læsi Þessa dagana eru sveitafélögin, sem bera ábyrgð á rekstri grunnskólanna, og mennta- og menningamálaráðuneytið að undirrita samninga um 5 ára átak til að efla læsi. Markmiðið er að börnin okkar geti lesið sér til gagns við lok grunnskóla. Öllum má vera ljóst mikilvægi þessa. Um 99% af krökkunum sem luku grunnskóla í vor sem leið, skráðu sig til náms í framhaldsskóla. Enginn þarf því að efast um að börnin okkar skilji ekki mikilvægi náms. En möguleikar þeirra barna sem ekki geta lesið sér til gagns á því að ráða við námið eru mjög skertir. 30% drengja eru í slíkri stöðu við lok grunnskóla og 12% stúlkna. Líkurnar á því að þau börn heltist úr lestinni er því meiri en minni og tap þeirra og samfélagsins verður mikið.Jöfn tækifæri Undirtónn Þjóðarsáttmálans um læsi, sem verður undirritaður af ríki, sveitarfélögum og Heimili og skóla, er sá að börnin okkar eiga að búa að sömu tækifærum í lífinu við lok grunnskólagöngunnar, óháð efnahag eða félagslegri stöðu foreldra þeirra. Erlendar rannsóknir sýna þannig að ekki verður um villst að þeir einstaklingar sem ekki geta lesið sér til gagns standa mun verr að vígi en þeir sem það geta. Það er því okkar verkefni, foreldra, kennara, sveitarfélaga og ríkis, að gera allt sem í okkar valdi stendur til að börnin okkar verði læs, annað er ekki boðlegt.
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun