Bjóða upp á hugvekju við setningu Alþingis í áttunda sinn Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2015 11:05 Þetta er í áttunda skiptið sem Siðmennt býður þingmönnum upp á valkost við messu í Dómkirkjunni fyrir setningu Alþingis ár hvert. Vísir/GVA Siðmennt býður þingmönnum að hlusta á hugvekju félagsins á Hótel Borg vegna setningar Alþingis á morgun. Í tilkynningu frá samtökunum segir að að venju verði flutt stutt hugvekja í tilefni dagsins, boðið upp á kaffi og með því og síðan spjallað um lífið og tilveruna. „Í ár mun Nanna Hlín Halldórsdóttir flytja hugvekjuna. Nanna Hlín er doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún lauk mastersgráðu í heimspeki og gagnrýnum fræðum frá Kingston-háskóla í London og B.A gráðu í heimspeki frá HÍ. Í doktorsverkefni sínu skoðar Nanna samband siðfræði og stjórnspeki út frá femínískum og Marxískum kenningum en hún hefur einnig skrifað greinar um gagnrýni, vald og jafnrétti. Hugvekju sína kallar hún „Að standa fyrir fólkið“. Þetta er í áttunda skiptið sem Siðmennt býður þingmönnum upp á valkost við messu í Dómkirkjunni fyrir setningu Alþingis ár hvert. Hugvekjurnar hafa vakið töluverða athygli og má finna þær á heimasíðu Siðmenntar. Í bréfi sem Siðmennt sendi forseta Alþingis í janúar 2011 með ósk um breytingu á setningu Alþingis segir m.a.: „Íslenskt samfélag er veraldlegt lýðræðissamfélag gagnstætt ríkjum sem byggja á trúræði og einræði. Eðli starfa þingsins er veraldlegt þ.e. þingmenn skulu hafa það að leiðarljósi við lagasetningu að hún gildi fyrir alla þjóðfélagsþegna án tillits til lífsskoðana. Hvergi í lögum er kveðið um að slík athöfn skuli eiga sér stað en í kynningarbæklingi Alþingis kemur fram að við endurreisn Alþingis árið 1845 hafi þessi siður verið tekinn upp. Því er einungis um hefð að ræða og hægt að rökstyðja slíka athöfn á þeim tíma að ekki hafi ríkt trúfrelsi á Íslandi. Hefðir eru ekki eilífar og einfaldar að breyta þó oft séu tilfinningarök sem liggja að baki því að viðhalda þeim. Í stjórnarskrá Íslands er ákvæði um ríkiskirkju en í henni er einnig ákvæði um að trúfrelsi skuli ríkja. Því er um ákveðna andstæðu að ræða en hitt er ljóst að íslenskt samfélag hefur breyst mjög hratt undanfarna áratugi. Samfélagið mótast af fjölbreytileika og veraldarhyggju“,“ segir í tilkynningunni. Alþingi Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Sjá meira
Siðmennt býður þingmönnum að hlusta á hugvekju félagsins á Hótel Borg vegna setningar Alþingis á morgun. Í tilkynningu frá samtökunum segir að að venju verði flutt stutt hugvekja í tilefni dagsins, boðið upp á kaffi og með því og síðan spjallað um lífið og tilveruna. „Í ár mun Nanna Hlín Halldórsdóttir flytja hugvekjuna. Nanna Hlín er doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún lauk mastersgráðu í heimspeki og gagnrýnum fræðum frá Kingston-háskóla í London og B.A gráðu í heimspeki frá HÍ. Í doktorsverkefni sínu skoðar Nanna samband siðfræði og stjórnspeki út frá femínískum og Marxískum kenningum en hún hefur einnig skrifað greinar um gagnrýni, vald og jafnrétti. Hugvekju sína kallar hún „Að standa fyrir fólkið“. Þetta er í áttunda skiptið sem Siðmennt býður þingmönnum upp á valkost við messu í Dómkirkjunni fyrir setningu Alþingis ár hvert. Hugvekjurnar hafa vakið töluverða athygli og má finna þær á heimasíðu Siðmenntar. Í bréfi sem Siðmennt sendi forseta Alþingis í janúar 2011 með ósk um breytingu á setningu Alþingis segir m.a.: „Íslenskt samfélag er veraldlegt lýðræðissamfélag gagnstætt ríkjum sem byggja á trúræði og einræði. Eðli starfa þingsins er veraldlegt þ.e. þingmenn skulu hafa það að leiðarljósi við lagasetningu að hún gildi fyrir alla þjóðfélagsþegna án tillits til lífsskoðana. Hvergi í lögum er kveðið um að slík athöfn skuli eiga sér stað en í kynningarbæklingi Alþingis kemur fram að við endurreisn Alþingis árið 1845 hafi þessi siður verið tekinn upp. Því er einungis um hefð að ræða og hægt að rökstyðja slíka athöfn á þeim tíma að ekki hafi ríkt trúfrelsi á Íslandi. Hefðir eru ekki eilífar og einfaldar að breyta þó oft séu tilfinningarök sem liggja að baki því að viðhalda þeim. Í stjórnarskrá Íslands er ákvæði um ríkiskirkju en í henni er einnig ákvæði um að trúfrelsi skuli ríkja. Því er um ákveðna andstæðu að ræða en hitt er ljóst að íslenskt samfélag hefur breyst mjög hratt undanfarna áratugi. Samfélagið mótast af fjölbreytileika og veraldarhyggju“,“ segir í tilkynningunni.
Alþingi Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Sjá meira