„Þetta var ævintýri lífs míns“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. september 2015 10:34 Jón, eða Brói eins og hann er yfirleitt kallaður, í hlutverki sínu í auglýsingunni. mynd/skjáskot úr auglýsingunni „Þetta var ævintýri lífs míns að fá að fara þarna út og taka þátt í þessu,“ segir Jón F. Benónýsson en hann er í aðalhlutverki í nýrri auglýsingu Icelandair. Auglýsingin var frumsýnd fyrir leik Hollands og Íslands í gær og vakti talsverða lukku. Auglýsingin hefst á erlendri grund þar sem Jón kveður konu sína og leggur í ferðalag. Undir ómar sigurlag Ítalíu úr Eurovision keppninni árið 1964 en þá söng hin sextán ára Gigliola Cinquetti lagið Non ho l'etá eftir Mario Panzeri. Ári síðar snaraði Ólafur Gaukur Þórhallsson textanum yfir á íslensku og Ellý Vilhjálmsdóttir söng það inn á samnefnda plötu. Íslenska útgáfa lagsins tekur við um miðbik auglýsingarinnar er flugvél Icelandair snertir flugbraut Keflavíkurflugvallar. Mikil keyrsla í miklum hita „Það var haft samband við mig og ég var spurður hvort ég hefði áhuga á að leika í þessari auglýsingu. Það vantaði mann sem gæti leikið en væri ekki þjóðþekktur. Í upphafi vildu þeir fá mig suður í prufur en ég hafði engan tíma fyrir slíkt,“ segir Jón. Hann, ásamt syni sínum, brá á það ráð taka prufuna upp og senda suður. Tveimur dögum síðar var hann ráðinn. „Þetta var hellings keyrsla. Fjörutíu stiga hiti og mikil keyrsla allan daginn.“ Jón er ekki ókunnur myndavélum eða leiksviði. Hann leikur til að mynda í verðlaunamyndinni Hrútum eftir Grím Hákonarson og hefur leikið talsvert í áhugaleikhúsum norðan heiða. Hann lék einnig í Leikfélagi Akureyrar, til að mynda í Útlaganum, í fáein ár fyrir hátt í fjörutíu árum síðan. „Þá ætlaði ég að slá í gegn,“ segir Jón kíminn. „Það tók mig um fjörutíu ár að komast á kortið sem sýnir einfaldlega að maður á aldrei að gefast upp. Þetta skilar sér alltaf á endanum.“ Auglýsinguna má sjá hér að neðan auk fáeinna viðbragða við henni. @Icelandair fékk gæsahúð við að horfa á þetta, frábær auglýsing!— Finnbogi Finnbogason (@Finnbo_13) September 3, 2015 Alltaf græt ég yfir Icelandair auglýsingum— Runa Sigurdardottir (@runasig) September 3, 2015 Mikið var þetta fín #icelandair auglýsing! Ég er svo impóneruð að ég ætla til útlanda í næstu viku.— Sunna V. (@sunnaval) September 3, 2015 Fréttir af flugi Icelandair Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Hugljúf auglýsing Icelandair vekur athygli Ný auglýsing Icelandair hefur vakið mikla athygli á internetinu og þykir hún mjög hugljúf. 30. nóvember 2014 11:37 Hugljúfa auglýsingin tekin upp á flugvelli sem Icelandair flýgur ekki til Auglýsingin er tekin upp í Berlín og sést meðal annars í flugvél Icelandair á Tegel-flugvellinum þar í borg. Athygli vekur að Icelandair flýgur ekki til Berlínar og flugvélar flugfélagsins því sjaldgæf sjón á flugvellinum. 2. desember 2014 11:51 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
„Þetta var ævintýri lífs míns að fá að fara þarna út og taka þátt í þessu,“ segir Jón F. Benónýsson en hann er í aðalhlutverki í nýrri auglýsingu Icelandair. Auglýsingin var frumsýnd fyrir leik Hollands og Íslands í gær og vakti talsverða lukku. Auglýsingin hefst á erlendri grund þar sem Jón kveður konu sína og leggur í ferðalag. Undir ómar sigurlag Ítalíu úr Eurovision keppninni árið 1964 en þá söng hin sextán ára Gigliola Cinquetti lagið Non ho l'etá eftir Mario Panzeri. Ári síðar snaraði Ólafur Gaukur Þórhallsson textanum yfir á íslensku og Ellý Vilhjálmsdóttir söng það inn á samnefnda plötu. Íslenska útgáfa lagsins tekur við um miðbik auglýsingarinnar er flugvél Icelandair snertir flugbraut Keflavíkurflugvallar. Mikil keyrsla í miklum hita „Það var haft samband við mig og ég var spurður hvort ég hefði áhuga á að leika í þessari auglýsingu. Það vantaði mann sem gæti leikið en væri ekki þjóðþekktur. Í upphafi vildu þeir fá mig suður í prufur en ég hafði engan tíma fyrir slíkt,“ segir Jón. Hann, ásamt syni sínum, brá á það ráð taka prufuna upp og senda suður. Tveimur dögum síðar var hann ráðinn. „Þetta var hellings keyrsla. Fjörutíu stiga hiti og mikil keyrsla allan daginn.“ Jón er ekki ókunnur myndavélum eða leiksviði. Hann leikur til að mynda í verðlaunamyndinni Hrútum eftir Grím Hákonarson og hefur leikið talsvert í áhugaleikhúsum norðan heiða. Hann lék einnig í Leikfélagi Akureyrar, til að mynda í Útlaganum, í fáein ár fyrir hátt í fjörutíu árum síðan. „Þá ætlaði ég að slá í gegn,“ segir Jón kíminn. „Það tók mig um fjörutíu ár að komast á kortið sem sýnir einfaldlega að maður á aldrei að gefast upp. Þetta skilar sér alltaf á endanum.“ Auglýsinguna má sjá hér að neðan auk fáeinna viðbragða við henni. @Icelandair fékk gæsahúð við að horfa á þetta, frábær auglýsing!— Finnbogi Finnbogason (@Finnbo_13) September 3, 2015 Alltaf græt ég yfir Icelandair auglýsingum— Runa Sigurdardottir (@runasig) September 3, 2015 Mikið var þetta fín #icelandair auglýsing! Ég er svo impóneruð að ég ætla til útlanda í næstu viku.— Sunna V. (@sunnaval) September 3, 2015
Fréttir af flugi Icelandair Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Hugljúf auglýsing Icelandair vekur athygli Ný auglýsing Icelandair hefur vakið mikla athygli á internetinu og þykir hún mjög hugljúf. 30. nóvember 2014 11:37 Hugljúfa auglýsingin tekin upp á flugvelli sem Icelandair flýgur ekki til Auglýsingin er tekin upp í Berlín og sést meðal annars í flugvél Icelandair á Tegel-flugvellinum þar í borg. Athygli vekur að Icelandair flýgur ekki til Berlínar og flugvélar flugfélagsins því sjaldgæf sjón á flugvellinum. 2. desember 2014 11:51 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Hugljúf auglýsing Icelandair vekur athygli Ný auglýsing Icelandair hefur vakið mikla athygli á internetinu og þykir hún mjög hugljúf. 30. nóvember 2014 11:37
Hugljúfa auglýsingin tekin upp á flugvelli sem Icelandair flýgur ekki til Auglýsingin er tekin upp í Berlín og sést meðal annars í flugvél Icelandair á Tegel-flugvellinum þar í borg. Athygli vekur að Icelandair flýgur ekki til Berlínar og flugvélar flugfélagsins því sjaldgæf sjón á flugvellinum. 2. desember 2014 11:51