Forréttindaníska Hildur Björnsdóttir skrifar 4. september 2015 09:33 „Mamma, sjáðu“. Fimm ára og fordekraður leiddi hann mig að myndinni. Hefðbundnar áhyggjur hurfu um stund. Eitt augnablik hvarf hugur hans frá spjaldtölvum og rjómaís. „Af hverju eru börnin svona?“ Myndin sýndi þjökuð sýrlensk flóttabörn. Vannærð og vesæl. Vanmáttug reyndi ég að skýra það sem ég skil ekki sjálf. „En mamma, af hverju hjálpum við þeim ekki?“ Heimsbyggðin stendur frammi fyrir umfangsmiklum flóttamannavanda. Þeim stærsta frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Saklaust fólk flýr hörmungar og þúsundir drukkna á flóttanum. Siðmenntaðar þjóðir snúa baki við vandanum - finnst hann óþægilegur - vírgirðingar og vígamenn loka landamærum. Stjórnvöld ílengjast í skrifræði og diplómasíu. Biðin kostar mannslíf. Köldustu hjörtun sjá ekki lengra en nef sér. Svo sýkt af forréttindanísku að blæðir úr nösunum. Bera fyrir sig þjónustustig og stöðu annarra Íslendinga - bera fyrir sig íslensk skólabörn með notuð ritföng. Telja rétt að loka augum gagnvart þeim fólksfjölda sem flýr stríðsátök í heimalandinu. Þeim börnum sem lifa við hungursneyð fjarri foreldrum sínum. Þeim örvæntingarfullu sem lúta í lægra haldi fyrir Miðjarðarhafinu. Þykir rétt að fórna mannslífum - því ekki má fjölga börnum með notaðan blýant. Íslendingar eiga sumir um sárt að binda. Þeim reyna margir að hjálpa. Stöðu þeirra verður þó varla jafnað við stöðu flóttafólks. Lífi þeirra var ekki umbylt í stríði. Börn þeirra hvíla ekki undir þungri sæng hafsins. Íslensk móðir getur ekki haldið barni sínu fermingarveislu. Sýrlensk móðir getur ekki haldið barni sínu á floti í Miðjarðarhafi. Íslensk stúlka á ekki snjallsíma. Sýrlensk stúlka er fórnarlamb mansals. Íslenskur faðir getur ekki boðið fjölskyldu sinni á sólarströnd. Sýrlenskur faðir sér lífvana líkama sona sinna - hreyfingarlausa á sólarströnd. Gæðum er misskipt í heiminum. Úthlutunin handahófskennd landfræðileg heppni. Á mælikvarða misskiptingar erum við feitur bakaradrengur með glassúr út að eyrum. Svo blindfull af forréttindum að vellur úr munnvikunum. Hnallþóra í hverjum skáp og rjómabolla í vasanum. Við fótskör okkar öreigar sem sárbæna um mylsnu. Hinir kornungu Aylan og Galip Kurdi komu frá bænum Kobane í Sýrlandi. Fjölskylda þeirra flúði stríðsátök í heimalandinu og hugði á betra líf í Kanada. Hælisbeiðni þeirra var hafnað. Í ólgusjó hvolfdi bát þeirra undan ströndum Tyrklands. Faðirinn reyndi að bjarga fjölskyldunni en vonin var engin. Hafið sigraði þau hvert af öðru. Myndir af líki hins þriggja ára Aylan Kurdi, mara í hálfu kafi við sólarströnd, skilja engan eftir ósnortinn. Ferðalok hans eru víti til varnaðar. Þúsundir Íslendinga hafa opnað arma sína. Vilji landsmanna til aðgerða er skýr. Við skynjum misskiptinguna. Við sjáum hörmungarnar. Við skiljum neyðina. Stjórnvöld verða að bregðast við. Biðin kostar mannslíf. Opnið landamærin. Leyfið okkur að hjálpa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Hildur Björnsdóttir Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
„Mamma, sjáðu“. Fimm ára og fordekraður leiddi hann mig að myndinni. Hefðbundnar áhyggjur hurfu um stund. Eitt augnablik hvarf hugur hans frá spjaldtölvum og rjómaís. „Af hverju eru börnin svona?“ Myndin sýndi þjökuð sýrlensk flóttabörn. Vannærð og vesæl. Vanmáttug reyndi ég að skýra það sem ég skil ekki sjálf. „En mamma, af hverju hjálpum við þeim ekki?“ Heimsbyggðin stendur frammi fyrir umfangsmiklum flóttamannavanda. Þeim stærsta frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Saklaust fólk flýr hörmungar og þúsundir drukkna á flóttanum. Siðmenntaðar þjóðir snúa baki við vandanum - finnst hann óþægilegur - vírgirðingar og vígamenn loka landamærum. Stjórnvöld ílengjast í skrifræði og diplómasíu. Biðin kostar mannslíf. Köldustu hjörtun sjá ekki lengra en nef sér. Svo sýkt af forréttindanísku að blæðir úr nösunum. Bera fyrir sig þjónustustig og stöðu annarra Íslendinga - bera fyrir sig íslensk skólabörn með notuð ritföng. Telja rétt að loka augum gagnvart þeim fólksfjölda sem flýr stríðsátök í heimalandinu. Þeim börnum sem lifa við hungursneyð fjarri foreldrum sínum. Þeim örvæntingarfullu sem lúta í lægra haldi fyrir Miðjarðarhafinu. Þykir rétt að fórna mannslífum - því ekki má fjölga börnum með notaðan blýant. Íslendingar eiga sumir um sárt að binda. Þeim reyna margir að hjálpa. Stöðu þeirra verður þó varla jafnað við stöðu flóttafólks. Lífi þeirra var ekki umbylt í stríði. Börn þeirra hvíla ekki undir þungri sæng hafsins. Íslensk móðir getur ekki haldið barni sínu fermingarveislu. Sýrlensk móðir getur ekki haldið barni sínu á floti í Miðjarðarhafi. Íslensk stúlka á ekki snjallsíma. Sýrlensk stúlka er fórnarlamb mansals. Íslenskur faðir getur ekki boðið fjölskyldu sinni á sólarströnd. Sýrlenskur faðir sér lífvana líkama sona sinna - hreyfingarlausa á sólarströnd. Gæðum er misskipt í heiminum. Úthlutunin handahófskennd landfræðileg heppni. Á mælikvarða misskiptingar erum við feitur bakaradrengur með glassúr út að eyrum. Svo blindfull af forréttindum að vellur úr munnvikunum. Hnallþóra í hverjum skáp og rjómabolla í vasanum. Við fótskör okkar öreigar sem sárbæna um mylsnu. Hinir kornungu Aylan og Galip Kurdi komu frá bænum Kobane í Sýrlandi. Fjölskylda þeirra flúði stríðsátök í heimalandinu og hugði á betra líf í Kanada. Hælisbeiðni þeirra var hafnað. Í ólgusjó hvolfdi bát þeirra undan ströndum Tyrklands. Faðirinn reyndi að bjarga fjölskyldunni en vonin var engin. Hafið sigraði þau hvert af öðru. Myndir af líki hins þriggja ára Aylan Kurdi, mara í hálfu kafi við sólarströnd, skilja engan eftir ósnortinn. Ferðalok hans eru víti til varnaðar. Þúsundir Íslendinga hafa opnað arma sína. Vilji landsmanna til aðgerða er skýr. Við skynjum misskiptinguna. Við sjáum hörmungarnar. Við skiljum neyðina. Stjórnvöld verða að bregðast við. Biðin kostar mannslíf. Opnið landamærin. Leyfið okkur að hjálpa.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun