Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Kristján Már Unnarsson skrifar 3. september 2015 22:45 Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. Framkvæmdastjórinn vonast til að gróskumikið atvinnulíf byggist upp í kringum olíuleitina. Olíuleitarskip ásamt aðstoðarskipi komu inn til Reyðarfjarðar í gær áður en þau héldu á Drekasvæðið í mánaðarlangan rannsóknarleiðangur. Ekki færri en fimm sveitarfélög hafa sóst eftir að þjónusta olíuleitina. Fjarðabyggð hefur augljóslega tekið forystuna og nú hefur verið stofnað þar sérstakt fyrirtæki um þjónustumiðstöð fyrir olíuleit. Það heitir Arctic Supply Base en að því standa ráðamenn olíuleitarfélagsins Eykons og aðilar á Austurlandi. Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri Arctic Supply Base, segir fyrirtækid ætla að veita þjónustu og hýsa önnur fyrirtæki sem vilja veita þjónustu í kringum olíuiðnað, sem vonandi sé að verða til með þessu fyrsta skrefi núna. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Olíuleitarskipið Oceanic Challenger í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Páll Björgvin Guðmundsson, mætti á bryggjuna til að taka á móti rannsóknarskipinu. Hann segir hafnir bæjarins þjónusta sjávarútveg og flutningaskip til og frá landinu. Þetta sé ein viðbótin við það að þjónusta skip sem hér séu á ferðinni. Hann segir svæðið vel í stakk búið að þjónusta olíuleit. „Hér eru ákveðnir innviðir sem eru mjög sterkir. Það eru hafnirnar hér og það er alþjóðlegur flugvöllur á Egilsstöðum. Það er náttúrlega búin að vera gríðarleg uppbygging í kringum álverið þannig að það nýtist núna til frekari þjónustu til annarra verkefna,“ segir bæjarstjórinn. En hvernig umsvif gætu menn séð í kringum olíuleitina? „Þetta er bara svipað og við höfum séð annarsstaðar í heiminum. Eins og við höfum séð í Noregi, Skotlandi eða í St. Johns, og í Færeyjum, þegar það gekk þar. Þannig að ég held að við munum vonandi sjá hérna gróskumikið atvinnulíf í kringum þetta,“ svarar Haukur Óskarsson. Olíuleit á Drekasvæði Byggðamál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Færeyingar fríska upp á olíuborpall Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. 21. september 2014 13:30 Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30 Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. Framkvæmdastjórinn vonast til að gróskumikið atvinnulíf byggist upp í kringum olíuleitina. Olíuleitarskip ásamt aðstoðarskipi komu inn til Reyðarfjarðar í gær áður en þau héldu á Drekasvæðið í mánaðarlangan rannsóknarleiðangur. Ekki færri en fimm sveitarfélög hafa sóst eftir að þjónusta olíuleitina. Fjarðabyggð hefur augljóslega tekið forystuna og nú hefur verið stofnað þar sérstakt fyrirtæki um þjónustumiðstöð fyrir olíuleit. Það heitir Arctic Supply Base en að því standa ráðamenn olíuleitarfélagsins Eykons og aðilar á Austurlandi. Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri Arctic Supply Base, segir fyrirtækid ætla að veita þjónustu og hýsa önnur fyrirtæki sem vilja veita þjónustu í kringum olíuiðnað, sem vonandi sé að verða til með þessu fyrsta skrefi núna. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Olíuleitarskipið Oceanic Challenger í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Páll Björgvin Guðmundsson, mætti á bryggjuna til að taka á móti rannsóknarskipinu. Hann segir hafnir bæjarins þjónusta sjávarútveg og flutningaskip til og frá landinu. Þetta sé ein viðbótin við það að þjónusta skip sem hér séu á ferðinni. Hann segir svæðið vel í stakk búið að þjónusta olíuleit. „Hér eru ákveðnir innviðir sem eru mjög sterkir. Það eru hafnirnar hér og það er alþjóðlegur flugvöllur á Egilsstöðum. Það er náttúrlega búin að vera gríðarleg uppbygging í kringum álverið þannig að það nýtist núna til frekari þjónustu til annarra verkefna,“ segir bæjarstjórinn. En hvernig umsvif gætu menn séð í kringum olíuleitina? „Þetta er bara svipað og við höfum séð annarsstaðar í heiminum. Eins og við höfum séð í Noregi, Skotlandi eða í St. Johns, og í Færeyjum, þegar það gekk þar. Þannig að ég held að við munum vonandi sjá hérna gróskumikið atvinnulíf í kringum þetta,“ svarar Haukur Óskarsson.
Olíuleit á Drekasvæði Byggðamál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Færeyingar fríska upp á olíuborpall Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. 21. september 2014 13:30 Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30 Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Færeyingar fríska upp á olíuborpall Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. 21. september 2014 13:30
Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30
Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34
Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45