Víðsýnin við völd í Færeyjum Una Sighvatsdóttir skrifar 2. september 2015 19:30 Færeyingar eru víðsýnni og umburðarlyndari en margir halda. Þetta segir fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaðurinn í Færeyjum, eftir sögulegar þingkosningar í gær.Færeyska ríkisstjórnin er fallin og eru jafnaðarmenn nú stærsti flokkur landsins, með 8 þingmenn af 33. Einn þeirra er lesbían Sonja Jógvansdóttir, sem fer nú í sögubækurnar sem fyrsti opinberlegra samkynhneigði þingmaðurinn á Lögþinginu. Meðal helstu baráttumála hennar er jafn hjúskaparréttur óháð kynhneigð. Sonja segir Færeyjar hafa breyst mikið á undanförnum árum og nefnir sem dæmi gleðigönguna í Þórshöfn, þar sem 5000-6000 manns taki nú jafnan þátt, en Færeyingar eru alls um 40.000 talsins. Skoðanakannanir hafa sýnt að meirihluti eyjaskeggja styður lögleiðingu samkynja hjónabanda. „Fólkið stendur við bakið á okkur, það eina sem vantar er að fá lögunum breytt og það er bara tímaspursmál, því Færeyjar eru miklu opnara og víðsýnna samfélag en umræður í þingsal gefa til kynna. Þingið er afturhaldssamt, en þjóðin er það ekki og ég tel að niðurstöður kosninganna í gær undirstriki það.“Þurfa ekki lengur að flýja landStundin er söguleg fyrir Færeyjar því skammt er liðið síðan lagaleg réttindi samkynhneigðra voru engin og algengt var að Færeyingar flúðu land eftir að hafa komið út úr skápnum. Aðspurð tekur Sonja undir að þróunin hafi verið hröð á stuttum tíma. „Það hefur gert það. En ég er 37 ára gömul, kærastan mín er 41 árs, og við erum næstum elsta opinberlega samkynhneigða fólkið í Færeyjum. Hinsegin Færeyingar á fimmtugsaldri, sextugsaldri og sjötugsaldri, þeir búa í Kaupmannahöfn, eða í Reykjavík. Eða þá að þeir eru enn inni í skápnum.“ Nú eru hinsvegar breyttir tímar að sögn Sonju. „Núna er það ekkert sérstakt vandamál að þú þurfir að flytja ef þú ert samkynhneigð, það hefur breyst. Bæði hommar og lesbíur velja að vera um kyrrt, því þeim líður vel hér. Þau vilja vera hér, þetta er heimaland okkar og þannig á það að vera.“ Um leið segist Sonja vilja skila kveðju til hinsegin samfélagsins á Íslandi sem alla tíð hafi veitt bræðrum sínum og systrum í Færeyjum góðan stuðning.Of mikið af fátæku fólki í FæreyjumKaj Leo Holm Johannesen, formaður Sambandsflokksins sem leiddi síðustu ríkisstjórn, baðst formlega lausnar sem lögmaður Færeyja síðdegis í dag. Samsteypustjórn hans sem setið hafði frá 2011 var mótfallin því að greidd yrðu atkvæði um breytt hjúskaparlög, en það er eitt af málunum sem Javnaðarflokkurinn setti á oddinn í kjarabaráttunni. „Þetta var eitt af stóru málunum, en aðalmálið er samt misrétti almennt," segir Sonja. „Færeyingar hafa tjáð hug sinn um að vilja nýja ríkisstjórn vegna þess að við horfum upp á aukna misskiptingu. Hér er ansi mikið af fátæku fólki. Ég tel að Færeyingar vilji breytt samfélag, þar sem allir hafa tækifæri til að lifa góðu lífi óháð því hver þau eru, hvar þau eru fædd eða inn í hvaða stétt.“ Javnaðarflokkurinn vill ekki mynda ríkisstjórn með fyrri stjórnarflokkunum og sagði Aksel V. Johannesen, formaður flokkins, að stjórnmyndunarviðræður myndu hefjast síðdegis í dag. Hinsegin Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Færeyingar eru víðsýnni og umburðarlyndari en margir halda. Þetta segir fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaðurinn í Færeyjum, eftir sögulegar þingkosningar í gær.Færeyska ríkisstjórnin er fallin og eru jafnaðarmenn nú stærsti flokkur landsins, með 8 þingmenn af 33. Einn þeirra er lesbían Sonja Jógvansdóttir, sem fer nú í sögubækurnar sem fyrsti opinberlegra samkynhneigði þingmaðurinn á Lögþinginu. Meðal helstu baráttumála hennar er jafn hjúskaparréttur óháð kynhneigð. Sonja segir Færeyjar hafa breyst mikið á undanförnum árum og nefnir sem dæmi gleðigönguna í Þórshöfn, þar sem 5000-6000 manns taki nú jafnan þátt, en Færeyingar eru alls um 40.000 talsins. Skoðanakannanir hafa sýnt að meirihluti eyjaskeggja styður lögleiðingu samkynja hjónabanda. „Fólkið stendur við bakið á okkur, það eina sem vantar er að fá lögunum breytt og það er bara tímaspursmál, því Færeyjar eru miklu opnara og víðsýnna samfélag en umræður í þingsal gefa til kynna. Þingið er afturhaldssamt, en þjóðin er það ekki og ég tel að niðurstöður kosninganna í gær undirstriki það.“Þurfa ekki lengur að flýja landStundin er söguleg fyrir Færeyjar því skammt er liðið síðan lagaleg réttindi samkynhneigðra voru engin og algengt var að Færeyingar flúðu land eftir að hafa komið út úr skápnum. Aðspurð tekur Sonja undir að þróunin hafi verið hröð á stuttum tíma. „Það hefur gert það. En ég er 37 ára gömul, kærastan mín er 41 árs, og við erum næstum elsta opinberlega samkynhneigða fólkið í Færeyjum. Hinsegin Færeyingar á fimmtugsaldri, sextugsaldri og sjötugsaldri, þeir búa í Kaupmannahöfn, eða í Reykjavík. Eða þá að þeir eru enn inni í skápnum.“ Nú eru hinsvegar breyttir tímar að sögn Sonju. „Núna er það ekkert sérstakt vandamál að þú þurfir að flytja ef þú ert samkynhneigð, það hefur breyst. Bæði hommar og lesbíur velja að vera um kyrrt, því þeim líður vel hér. Þau vilja vera hér, þetta er heimaland okkar og þannig á það að vera.“ Um leið segist Sonja vilja skila kveðju til hinsegin samfélagsins á Íslandi sem alla tíð hafi veitt bræðrum sínum og systrum í Færeyjum góðan stuðning.Of mikið af fátæku fólki í FæreyjumKaj Leo Holm Johannesen, formaður Sambandsflokksins sem leiddi síðustu ríkisstjórn, baðst formlega lausnar sem lögmaður Færeyja síðdegis í dag. Samsteypustjórn hans sem setið hafði frá 2011 var mótfallin því að greidd yrðu atkvæði um breytt hjúskaparlög, en það er eitt af málunum sem Javnaðarflokkurinn setti á oddinn í kjarabaráttunni. „Þetta var eitt af stóru málunum, en aðalmálið er samt misrétti almennt," segir Sonja. „Færeyingar hafa tjáð hug sinn um að vilja nýja ríkisstjórn vegna þess að við horfum upp á aukna misskiptingu. Hér er ansi mikið af fátæku fólki. Ég tel að Færeyingar vilji breytt samfélag, þar sem allir hafa tækifæri til að lifa góðu lífi óháð því hver þau eru, hvar þau eru fædd eða inn í hvaða stétt.“ Javnaðarflokkurinn vill ekki mynda ríkisstjórn með fyrri stjórnarflokkunum og sagði Aksel V. Johannesen, formaður flokkins, að stjórnmyndunarviðræður myndu hefjast síðdegis í dag.
Hinsegin Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira