Víðsýnin við völd í Færeyjum Una Sighvatsdóttir skrifar 2. september 2015 19:30 Færeyingar eru víðsýnni og umburðarlyndari en margir halda. Þetta segir fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaðurinn í Færeyjum, eftir sögulegar þingkosningar í gær.Færeyska ríkisstjórnin er fallin og eru jafnaðarmenn nú stærsti flokkur landsins, með 8 þingmenn af 33. Einn þeirra er lesbían Sonja Jógvansdóttir, sem fer nú í sögubækurnar sem fyrsti opinberlegra samkynhneigði þingmaðurinn á Lögþinginu. Meðal helstu baráttumála hennar er jafn hjúskaparréttur óháð kynhneigð. Sonja segir Færeyjar hafa breyst mikið á undanförnum árum og nefnir sem dæmi gleðigönguna í Þórshöfn, þar sem 5000-6000 manns taki nú jafnan þátt, en Færeyingar eru alls um 40.000 talsins. Skoðanakannanir hafa sýnt að meirihluti eyjaskeggja styður lögleiðingu samkynja hjónabanda. „Fólkið stendur við bakið á okkur, það eina sem vantar er að fá lögunum breytt og það er bara tímaspursmál, því Færeyjar eru miklu opnara og víðsýnna samfélag en umræður í þingsal gefa til kynna. Þingið er afturhaldssamt, en þjóðin er það ekki og ég tel að niðurstöður kosninganna í gær undirstriki það.“Þurfa ekki lengur að flýja landStundin er söguleg fyrir Færeyjar því skammt er liðið síðan lagaleg réttindi samkynhneigðra voru engin og algengt var að Færeyingar flúðu land eftir að hafa komið út úr skápnum. Aðspurð tekur Sonja undir að þróunin hafi verið hröð á stuttum tíma. „Það hefur gert það. En ég er 37 ára gömul, kærastan mín er 41 árs, og við erum næstum elsta opinberlega samkynhneigða fólkið í Færeyjum. Hinsegin Færeyingar á fimmtugsaldri, sextugsaldri og sjötugsaldri, þeir búa í Kaupmannahöfn, eða í Reykjavík. Eða þá að þeir eru enn inni í skápnum.“ Nú eru hinsvegar breyttir tímar að sögn Sonju. „Núna er það ekkert sérstakt vandamál að þú þurfir að flytja ef þú ert samkynhneigð, það hefur breyst. Bæði hommar og lesbíur velja að vera um kyrrt, því þeim líður vel hér. Þau vilja vera hér, þetta er heimaland okkar og þannig á það að vera.“ Um leið segist Sonja vilja skila kveðju til hinsegin samfélagsins á Íslandi sem alla tíð hafi veitt bræðrum sínum og systrum í Færeyjum góðan stuðning.Of mikið af fátæku fólki í FæreyjumKaj Leo Holm Johannesen, formaður Sambandsflokksins sem leiddi síðustu ríkisstjórn, baðst formlega lausnar sem lögmaður Færeyja síðdegis í dag. Samsteypustjórn hans sem setið hafði frá 2011 var mótfallin því að greidd yrðu atkvæði um breytt hjúskaparlög, en það er eitt af málunum sem Javnaðarflokkurinn setti á oddinn í kjarabaráttunni. „Þetta var eitt af stóru málunum, en aðalmálið er samt misrétti almennt," segir Sonja. „Færeyingar hafa tjáð hug sinn um að vilja nýja ríkisstjórn vegna þess að við horfum upp á aukna misskiptingu. Hér er ansi mikið af fátæku fólki. Ég tel að Færeyingar vilji breytt samfélag, þar sem allir hafa tækifæri til að lifa góðu lífi óháð því hver þau eru, hvar þau eru fædd eða inn í hvaða stétt.“ Javnaðarflokkurinn vill ekki mynda ríkisstjórn með fyrri stjórnarflokkunum og sagði Aksel V. Johannesen, formaður flokkins, að stjórnmyndunarviðræður myndu hefjast síðdegis í dag. Hinsegin Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Færeyingar eru víðsýnni og umburðarlyndari en margir halda. Þetta segir fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaðurinn í Færeyjum, eftir sögulegar þingkosningar í gær.Færeyska ríkisstjórnin er fallin og eru jafnaðarmenn nú stærsti flokkur landsins, með 8 þingmenn af 33. Einn þeirra er lesbían Sonja Jógvansdóttir, sem fer nú í sögubækurnar sem fyrsti opinberlegra samkynhneigði þingmaðurinn á Lögþinginu. Meðal helstu baráttumála hennar er jafn hjúskaparréttur óháð kynhneigð. Sonja segir Færeyjar hafa breyst mikið á undanförnum árum og nefnir sem dæmi gleðigönguna í Þórshöfn, þar sem 5000-6000 manns taki nú jafnan þátt, en Færeyingar eru alls um 40.000 talsins. Skoðanakannanir hafa sýnt að meirihluti eyjaskeggja styður lögleiðingu samkynja hjónabanda. „Fólkið stendur við bakið á okkur, það eina sem vantar er að fá lögunum breytt og það er bara tímaspursmál, því Færeyjar eru miklu opnara og víðsýnna samfélag en umræður í þingsal gefa til kynna. Þingið er afturhaldssamt, en þjóðin er það ekki og ég tel að niðurstöður kosninganna í gær undirstriki það.“Þurfa ekki lengur að flýja landStundin er söguleg fyrir Færeyjar því skammt er liðið síðan lagaleg réttindi samkynhneigðra voru engin og algengt var að Færeyingar flúðu land eftir að hafa komið út úr skápnum. Aðspurð tekur Sonja undir að þróunin hafi verið hröð á stuttum tíma. „Það hefur gert það. En ég er 37 ára gömul, kærastan mín er 41 árs, og við erum næstum elsta opinberlega samkynhneigða fólkið í Færeyjum. Hinsegin Færeyingar á fimmtugsaldri, sextugsaldri og sjötugsaldri, þeir búa í Kaupmannahöfn, eða í Reykjavík. Eða þá að þeir eru enn inni í skápnum.“ Nú eru hinsvegar breyttir tímar að sögn Sonju. „Núna er það ekkert sérstakt vandamál að þú þurfir að flytja ef þú ert samkynhneigð, það hefur breyst. Bæði hommar og lesbíur velja að vera um kyrrt, því þeim líður vel hér. Þau vilja vera hér, þetta er heimaland okkar og þannig á það að vera.“ Um leið segist Sonja vilja skila kveðju til hinsegin samfélagsins á Íslandi sem alla tíð hafi veitt bræðrum sínum og systrum í Færeyjum góðan stuðning.Of mikið af fátæku fólki í FæreyjumKaj Leo Holm Johannesen, formaður Sambandsflokksins sem leiddi síðustu ríkisstjórn, baðst formlega lausnar sem lögmaður Færeyja síðdegis í dag. Samsteypustjórn hans sem setið hafði frá 2011 var mótfallin því að greidd yrðu atkvæði um breytt hjúskaparlög, en það er eitt af málunum sem Javnaðarflokkurinn setti á oddinn í kjarabaráttunni. „Þetta var eitt af stóru málunum, en aðalmálið er samt misrétti almennt," segir Sonja. „Færeyingar hafa tjáð hug sinn um að vilja nýja ríkisstjórn vegna þess að við horfum upp á aukna misskiptingu. Hér er ansi mikið af fátæku fólki. Ég tel að Færeyingar vilji breytt samfélag, þar sem allir hafa tækifæri til að lifa góðu lífi óháð því hver þau eru, hvar þau eru fædd eða inn í hvaða stétt.“ Javnaðarflokkurinn vill ekki mynda ríkisstjórn með fyrri stjórnarflokkunum og sagði Aksel V. Johannesen, formaður flokkins, að stjórnmyndunarviðræður myndu hefjast síðdegis í dag.
Hinsegin Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira