Umfjöllun og viðtöl Grindavík 2-7 Víkingur Ó. | Markasúpa þegar Víkingur Ó tryggði sér sæti í efstu deild Tryggvi Páll Tryggvason á Grindavíkurvelli skrifar 1. september 2015 21:45 Víkingar hafa unnið sjö leiki í röð í 1. deildinni. vísir/valli Víkingur Ólafsvík tryggði sér sigur í 1. deildinni og sæti í Pepsi-deildinni að ári þegar liðið vann stórsigur á lánlausu liði Grindavíkur. Lokatölur urðu 2-7, það var framherjinn Hrvoje Tokic sem hélt áfram upptekum hætti og sá um markaskorunina í kvöld. Skoraði Tokic fjögur mörk í leiknum í kvöld og er þar með kominn með 12 mörk í 7 leikjum. Geri aðrir betur. Það var í raun ekkert sem benti til þess að leikurinn yrði að níu marka veislu eftir fyrstu 10 mínútur leiksins, hvað þá að Víkingur Ó. myndi skora sjö af þessum 9 mörkum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og stjórnuðu ferðinni. Þeir uppskáru mark strax á 6. mínútu þegar varnarmenn Ólsara gerðu sjaldséð mistök sem hleypti Óla Baldri Bjarnasyn í gegn. Víkingar voru ekki að spila neinn glimrandi bolta framan af en sóknarnýting þeirra var með eindæmum góð og þeir máttu varla komast að vítateig heimamanna án þess að skora mark. Í fyrri hálfleik áttu þeir fimm skot og fóru fjögur af þeim inn í markið. Það var Hrvoje Tokic, framherjinn öflugi sem gerði gæfumuninn og skoraði tvö mörk í sitthvorum hálfleiknum. Annað markið hans í kvöld var rándýrt en hann vippaði yfir Majewski í markinu af 25 metra færi. Ansi laglega gert.Tokic lykillinn að sigurgöngu Ólsara Í hálfleik var staðan því 1-4 og leikurinn í raun búinn. Seinni hálfleikur spilaðist nánast alveg eins og sá síðari. Grindvíkingar héldu boltanum en gríðarlega þétt vörn Víkinga stöðvaði allt á meðan sóknar- og kantmenn þeirra hlupu hratt upp völlinn og keyrðu á vörn Grindvíkinga þegar boltinn vannst aftur. Tokic innsiglaði fernuna á 70. mínútu þegar hann skallaði inn góða fyrirgjöf frá William Dominguez da Silva og skoraði þar með sitt 12. mark í 7 leikjum fyrir Víkinga. Hefur hann gert gæfumuninn í ótrúlegri sigurgöngu Víkinga sem hefur tryggt þeim 1. deildartitilinn og sæti í Pepsi-deildinni að ári, liðið hefur ekki tapað stigi síðan 11. júlí. Síðan eru liðnir 8 leikir og liðið hefur nælt sér í 24 stig og skorað 28 mörk í leiðinni. Það voru því kampakátir Ólafsvíkingar sem fögnuðu sínum mönnum þegar Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins flautaði til leiksloka. Lokatölur urðu 2-7 í ótrúlegum leik. Ejub: Ég var með átta leikmenn í janúarEjub Purisevic var kamkakátur með sína menn sem trufluðu hann í miðju viðtali við blaðamann Vísis till þess að tollera hann. Hann segir að lykillinn að sigurgöngu sinna manna sé ekki endilega sóknarleikurinn, þrátt fyrir að liðið hafi skorað 28 mörk í undanförnum leikjum. Liðið hefur nefnilega bara fengið á sig 11 mörk í öllu mótinu. „Grunnurinn að því sem við erum að gera er vörnin. Við höfum lagt áherslu á hana og hún skiptir öllu máli. Vissulega er gott að vera með sóknarmann eins og Tokic sem færir okkur eitthvað sem okkur vantað framan af móti. Hann skorar ekki bara mörk heldur tekur menn í sig og er góður í spilinu. En vörnin er það sem hefur fært okkur sigur í þessu móti.“ Ejub segir að hópurinn sinn hafi verið ansi þunnur í vetur og þetta hafi ekki litið vel út á tímabili. Þeir hafi þó verið einstaklega heppnir með þá leikmenn sem þeir hafi fengið til liðs við sig. „Við vorum með átta leikmenn í futsal hérna í janúar. Við höfum verið mjög hepnir með þá leikmenn sem við fengum, bæði útlendingana sem og Íslendinga. Þeir smella allir inn í liðið og eru ekki bara góðir leikmenn heldur líka miklir karakterar utan vallar. Alllir útlendingar koma til Ólafsvíkur og eru að vinna ásamt því að spila með okkur. Það er ekkert vesen á neinum og allir gera sitt.“ Víkingar Ó. stóð sig hetjulega árið 2013 í Pepsi-deildinni en þurftu þó að sætta sig við fall. Ejub telur að þeir séu reynslunni ríkari og vonast til þess að halda í þann kjarna sem er til staðar núna. „Við vitum hvað við þurfum í Pepsi-deildinni. Við munum læra af veru okkar 2013 og vonandi getum við haldið í þessa leikmenn sem við höfum. Þetta er frábær hópur sem við erum með.“Tommy Nielsen: Stöngin út leikurÞað var niðurlútur þjálfari Grindavíkur sem mátti sætta sig við stórt tap gegn meisturum Víkinga Ó. Hann telur þó að 2-7 hafi ekki endilega verið sanngjörn niðurstaða. „Nei, mér fannst við að mörgu leyti spila vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir hinsvegar skora bara þegar þeir fara í sókn og það er kjaftshögg fyrir okkur. Þeir eru þéttir og það er erfitt að spila við þá. Í seinni hálfleik er leikurinn eiginlega búinn en hjá þeim er allt stöngin inn en hjá okkur stöngin út.“ Tommy segir að Víkingar séu verðskuldaðir meistarar en vildi ekki spá fyrir um hvort að Þróttarar eða KA-menn myndu fylgja þeim upp. Auðvitað eiga þeir þetta skilið. Mjög sterkt lið og þeir hafa verið mjög heppnir með þá leikmenn sem þeir fengu til liðs við sig. Það er mjög erfitt að spila við þá, þéttir í vörn og öflugir í sókn. KA-menn eiga erfiðari leiki eftir en Þróttarar en stundum er betra að eiga erfiða leiki eftir þegar mótið er að klárast. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Sjá meira
Víkingur Ólafsvík tryggði sér sigur í 1. deildinni og sæti í Pepsi-deildinni að ári þegar liðið vann stórsigur á lánlausu liði Grindavíkur. Lokatölur urðu 2-7, það var framherjinn Hrvoje Tokic sem hélt áfram upptekum hætti og sá um markaskorunina í kvöld. Skoraði Tokic fjögur mörk í leiknum í kvöld og er þar með kominn með 12 mörk í 7 leikjum. Geri aðrir betur. Það var í raun ekkert sem benti til þess að leikurinn yrði að níu marka veislu eftir fyrstu 10 mínútur leiksins, hvað þá að Víkingur Ó. myndi skora sjö af þessum 9 mörkum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og stjórnuðu ferðinni. Þeir uppskáru mark strax á 6. mínútu þegar varnarmenn Ólsara gerðu sjaldséð mistök sem hleypti Óla Baldri Bjarnasyn í gegn. Víkingar voru ekki að spila neinn glimrandi bolta framan af en sóknarnýting þeirra var með eindæmum góð og þeir máttu varla komast að vítateig heimamanna án þess að skora mark. Í fyrri hálfleik áttu þeir fimm skot og fóru fjögur af þeim inn í markið. Það var Hrvoje Tokic, framherjinn öflugi sem gerði gæfumuninn og skoraði tvö mörk í sitthvorum hálfleiknum. Annað markið hans í kvöld var rándýrt en hann vippaði yfir Majewski í markinu af 25 metra færi. Ansi laglega gert.Tokic lykillinn að sigurgöngu Ólsara Í hálfleik var staðan því 1-4 og leikurinn í raun búinn. Seinni hálfleikur spilaðist nánast alveg eins og sá síðari. Grindvíkingar héldu boltanum en gríðarlega þétt vörn Víkinga stöðvaði allt á meðan sóknar- og kantmenn þeirra hlupu hratt upp völlinn og keyrðu á vörn Grindvíkinga þegar boltinn vannst aftur. Tokic innsiglaði fernuna á 70. mínútu þegar hann skallaði inn góða fyrirgjöf frá William Dominguez da Silva og skoraði þar með sitt 12. mark í 7 leikjum fyrir Víkinga. Hefur hann gert gæfumuninn í ótrúlegri sigurgöngu Víkinga sem hefur tryggt þeim 1. deildartitilinn og sæti í Pepsi-deildinni að ári, liðið hefur ekki tapað stigi síðan 11. júlí. Síðan eru liðnir 8 leikir og liðið hefur nælt sér í 24 stig og skorað 28 mörk í leiðinni. Það voru því kampakátir Ólafsvíkingar sem fögnuðu sínum mönnum þegar Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins flautaði til leiksloka. Lokatölur urðu 2-7 í ótrúlegum leik. Ejub: Ég var með átta leikmenn í janúarEjub Purisevic var kamkakátur með sína menn sem trufluðu hann í miðju viðtali við blaðamann Vísis till þess að tollera hann. Hann segir að lykillinn að sigurgöngu sinna manna sé ekki endilega sóknarleikurinn, þrátt fyrir að liðið hafi skorað 28 mörk í undanförnum leikjum. Liðið hefur nefnilega bara fengið á sig 11 mörk í öllu mótinu. „Grunnurinn að því sem við erum að gera er vörnin. Við höfum lagt áherslu á hana og hún skiptir öllu máli. Vissulega er gott að vera með sóknarmann eins og Tokic sem færir okkur eitthvað sem okkur vantað framan af móti. Hann skorar ekki bara mörk heldur tekur menn í sig og er góður í spilinu. En vörnin er það sem hefur fært okkur sigur í þessu móti.“ Ejub segir að hópurinn sinn hafi verið ansi þunnur í vetur og þetta hafi ekki litið vel út á tímabili. Þeir hafi þó verið einstaklega heppnir með þá leikmenn sem þeir hafi fengið til liðs við sig. „Við vorum með átta leikmenn í futsal hérna í janúar. Við höfum verið mjög hepnir með þá leikmenn sem við fengum, bæði útlendingana sem og Íslendinga. Þeir smella allir inn í liðið og eru ekki bara góðir leikmenn heldur líka miklir karakterar utan vallar. Alllir útlendingar koma til Ólafsvíkur og eru að vinna ásamt því að spila með okkur. Það er ekkert vesen á neinum og allir gera sitt.“ Víkingar Ó. stóð sig hetjulega árið 2013 í Pepsi-deildinni en þurftu þó að sætta sig við fall. Ejub telur að þeir séu reynslunni ríkari og vonast til þess að halda í þann kjarna sem er til staðar núna. „Við vitum hvað við þurfum í Pepsi-deildinni. Við munum læra af veru okkar 2013 og vonandi getum við haldið í þessa leikmenn sem við höfum. Þetta er frábær hópur sem við erum með.“Tommy Nielsen: Stöngin út leikurÞað var niðurlútur þjálfari Grindavíkur sem mátti sætta sig við stórt tap gegn meisturum Víkinga Ó. Hann telur þó að 2-7 hafi ekki endilega verið sanngjörn niðurstaða. „Nei, mér fannst við að mörgu leyti spila vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir hinsvegar skora bara þegar þeir fara í sókn og það er kjaftshögg fyrir okkur. Þeir eru þéttir og það er erfitt að spila við þá. Í seinni hálfleik er leikurinn eiginlega búinn en hjá þeim er allt stöngin inn en hjá okkur stöngin út.“ Tommy segir að Víkingar séu verðskuldaðir meistarar en vildi ekki spá fyrir um hvort að Þróttarar eða KA-menn myndu fylgja þeim upp. Auðvitað eiga þeir þetta skilið. Mjög sterkt lið og þeir hafa verið mjög heppnir með þá leikmenn sem þeir fengu til liðs við sig. Það er mjög erfitt að spila við þá, þéttir í vörn og öflugir í sókn. KA-menn eiga erfiðari leiki eftir en Þróttarar en stundum er betra að eiga erfiða leiki eftir þegar mótið er að klárast.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Sjá meira