Lesbíum mismunað hjá Þjóðskrá Snærós Sindradóttir skrifar 1. september 2015 07:00 Myndin er frá Gleðigöngu Hinsegindaga árið 2013 VÍSIR/Stefán Lesbískar mæður eiga að skila inn vottorði til Þjóðskrár og Hagstofunnar þess efnis að móðirin, sem ekki gekk með barnið, hafi verið fylgjandi tæknifrjóvgun. Þess er ekki krafist af gagnkynhneigðum foreldrum, þó gjafasæði hafi verið notað. Án vottunarinnar er móðirin ekki skráð sem slík og á ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum. „Ég tel þessa reglu vera mismunun og þetta eigi ekki að viðgangast,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaðurKatrín Oddsdóttir lögfræðingur„Það er tilgreind í barnalögunum svokölluð pater est regla, sem segir að ef þú ert skráður karl í hjónabandi [eða sambúð] með konu þá ertu skráður pabbi barnsins,“ segir Katrín. Katrín var ekki skráð sem móðir barns síns við fæðingu þess þrátt fyrir að vera gift eiginkonu sinni. Það gekk fyrst í gegn eftir að þær skiluðu inn yfirlýsingu um að þær hefðu báðar verið hlynntar tæknifrjóvguninni. Samt má ekki fara í tæknifrjóvgun án þess að hafa leyfi frá maka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mikill uggur yfir þessu hjá mæðrum í samböndum í dag. Katrín segir regluna fráleita. Hún segir foreldra í þessari stöðu hljóta að íhuga réttarstöðu sína og reyna að knýja fram breytingar. Í samtali við Guðmund Arason, lækni hjá Art Medica sem sér um tæknifrjóvganir, kemur fram að fyrirtækið geri ekki greinarmun á gagnkynhneigðum eða samkynhneigðum. Ekki náðist í Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Lesbískar mæður eiga að skila inn vottorði til Þjóðskrár og Hagstofunnar þess efnis að móðirin, sem ekki gekk með barnið, hafi verið fylgjandi tæknifrjóvgun. Þess er ekki krafist af gagnkynhneigðum foreldrum, þó gjafasæði hafi verið notað. Án vottunarinnar er móðirin ekki skráð sem slík og á ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum. „Ég tel þessa reglu vera mismunun og þetta eigi ekki að viðgangast,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaðurKatrín Oddsdóttir lögfræðingur„Það er tilgreind í barnalögunum svokölluð pater est regla, sem segir að ef þú ert skráður karl í hjónabandi [eða sambúð] með konu þá ertu skráður pabbi barnsins,“ segir Katrín. Katrín var ekki skráð sem móðir barns síns við fæðingu þess þrátt fyrir að vera gift eiginkonu sinni. Það gekk fyrst í gegn eftir að þær skiluðu inn yfirlýsingu um að þær hefðu báðar verið hlynntar tæknifrjóvguninni. Samt má ekki fara í tæknifrjóvgun án þess að hafa leyfi frá maka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mikill uggur yfir þessu hjá mæðrum í samböndum í dag. Katrín segir regluna fráleita. Hún segir foreldra í þessari stöðu hljóta að íhuga réttarstöðu sína og reyna að knýja fram breytingar. Í samtali við Guðmund Arason, lækni hjá Art Medica sem sér um tæknifrjóvganir, kemur fram að fyrirtækið geri ekki greinarmun á gagnkynhneigðum eða samkynhneigðum. Ekki náðist í Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira