Spyr hvort bann Reykjavíkurborgar nái einnig til lyfja fyrir MS-sjúklinga Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2015 08:30 Yair Lapid gegndi embætti fjármálaráðherra Ísraels á árinum 2013 til 2014. Vísir/EP Yair Lapid, fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels og leiðtogi stjórnmálaflokksins Yesh Atid, spyr borgarstjórn Reykjavíkurborgar fjölda spurninga um ákvörðun hennar að sniðganga ísraelskar vörur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í morgun. Ráðherrann spyr meðal annars hvort bannið nái til vara sem arabíski minnihlutinn í Ísrael framleiði, til arabískra þingmanna á Ísraelsþingi, til ísraelskra verksmiðja „þar sem tugir þúsunda Palestínumanna starfa“ og hvort einnig standi til að sniðganga lyfið Copaxone sem ætlað er MS-sjúklingum. „Ef svarið við öllum þessum spurningum er „já“, þá skal ég láta kyrrt liggja og óska ykkur ánægjulegs lífs þar til kemur að hinu óumflýjanlega hjartaáfalli (sem er leitt en gangráðurinn var líka fundinn upp í Ísrael). Hinn möguleikinn er að einhver í borgarstjórn Reykjavíkur hafi ekki hugsað þetta mál til enda,“ segir í greininni.Engin samsvörun milli stærðar deilunnar og umfjöllunar Lapid heldur svo áfram að fjalla um deilur Ísraela og Palestínumanna og segir þær eina minnstu deilu Miðausturlanda. „Í raun er engin samsvörun milli stærðar deilunnar og fjölmiðlaumfjöllunar um hana.“ Hann segir þó ekki geta hunsað þá staðreynd að „nokkur þúsund saklausra“ hafi látið lífið í átökum Ísraela og Palestínumanna. „Mér finnst það hræðilegt. Það heldur fyrir mér vöku og svo er um flesta Ísraelsmenn. Að auki má benda á þá staðreynd – sem sem auðvelt er að sannreyna – að á 67 árum voru færri saklausir Palestínumenn drepnir en á einum mánuði (!) í Sýrlandi. Á þessu sama tímabili létu um 12 milljónir manna lífið í Arabaheiminum. Einfaldur útreikningur sýnir að deila Ísraels og Palestínu olli dauða 0,01% af þeim sem féllu í átökum í heimi múslíma. Hver er þá afstaða borgarstjórnar Reykjavíkur gagnvart heimi múslíma? Hyggst borgarstjórnin sniðganga hann líka? Í heild?“ spyr Lapid.Lesa má grein Lapid í heild sinni hér. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00 Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03 Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46 Vissu ekki hvaða vörur þau voru að sniðganga Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum. 18. september 2015 19:45 Ísraelskur ríkisborgari biður stöðumælaverði um að sekta sig ekki Bíleigandi bað stöðumælaverði um að virða það að hann sé ísraelskur ríkisborgari, og því megi þeir ekki sekta hann fyrir stöðubrot. 18. september 2015 14:57 „Mátti auðvitað búast við viðbrögðum“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hörð viðbrögð við ákvörðun borgarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael ekki hafa komið sér á óvart. Unnið sé að því að útfæra ákvörðina eins vel og hægt sé. 18. september 2015 12:58 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Yair Lapid, fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels og leiðtogi stjórnmálaflokksins Yesh Atid, spyr borgarstjórn Reykjavíkurborgar fjölda spurninga um ákvörðun hennar að sniðganga ísraelskar vörur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í morgun. Ráðherrann spyr meðal annars hvort bannið nái til vara sem arabíski minnihlutinn í Ísrael framleiði, til arabískra þingmanna á Ísraelsþingi, til ísraelskra verksmiðja „þar sem tugir þúsunda Palestínumanna starfa“ og hvort einnig standi til að sniðganga lyfið Copaxone sem ætlað er MS-sjúklingum. „Ef svarið við öllum þessum spurningum er „já“, þá skal ég láta kyrrt liggja og óska ykkur ánægjulegs lífs þar til kemur að hinu óumflýjanlega hjartaáfalli (sem er leitt en gangráðurinn var líka fundinn upp í Ísrael). Hinn möguleikinn er að einhver í borgarstjórn Reykjavíkur hafi ekki hugsað þetta mál til enda,“ segir í greininni.Engin samsvörun milli stærðar deilunnar og umfjöllunar Lapid heldur svo áfram að fjalla um deilur Ísraela og Palestínumanna og segir þær eina minnstu deilu Miðausturlanda. „Í raun er engin samsvörun milli stærðar deilunnar og fjölmiðlaumfjöllunar um hana.“ Hann segir þó ekki geta hunsað þá staðreynd að „nokkur þúsund saklausra“ hafi látið lífið í átökum Ísraela og Palestínumanna. „Mér finnst það hræðilegt. Það heldur fyrir mér vöku og svo er um flesta Ísraelsmenn. Að auki má benda á þá staðreynd – sem sem auðvelt er að sannreyna – að á 67 árum voru færri saklausir Palestínumenn drepnir en á einum mánuði (!) í Sýrlandi. Á þessu sama tímabili létu um 12 milljónir manna lífið í Arabaheiminum. Einfaldur útreikningur sýnir að deila Ísraels og Palestínu olli dauða 0,01% af þeim sem féllu í átökum í heimi múslíma. Hver er þá afstaða borgarstjórnar Reykjavíkur gagnvart heimi múslíma? Hyggst borgarstjórnin sniðganga hann líka? Í heild?“ spyr Lapid.Lesa má grein Lapid í heild sinni hér.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00 Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03 Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46 Vissu ekki hvaða vörur þau voru að sniðganga Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum. 18. september 2015 19:45 Ísraelskur ríkisborgari biður stöðumælaverði um að sekta sig ekki Bíleigandi bað stöðumælaverði um að virða það að hann sé ísraelskur ríkisborgari, og því megi þeir ekki sekta hann fyrir stöðubrot. 18. september 2015 14:57 „Mátti auðvitað búast við viðbrögðum“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hörð viðbrögð við ákvörðun borgarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael ekki hafa komið sér á óvart. Unnið sé að því að útfæra ákvörðina eins vel og hægt sé. 18. september 2015 12:58 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00
Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03
Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46
Vissu ekki hvaða vörur þau voru að sniðganga Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum. 18. september 2015 19:45
Ísraelskur ríkisborgari biður stöðumælaverði um að sekta sig ekki Bíleigandi bað stöðumælaverði um að virða það að hann sé ísraelskur ríkisborgari, og því megi þeir ekki sekta hann fyrir stöðubrot. 18. september 2015 14:57
„Mátti auðvitað búast við viðbrögðum“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hörð viðbrögð við ákvörðun borgarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael ekki hafa komið sér á óvart. Unnið sé að því að útfæra ákvörðina eins vel og hægt sé. 18. september 2015 12:58