Skyndibiti fyrir 650 milljónir í ágúst Snærós Sindradóttir skrifar 19. september 2015 07:00 Fjóla Sigurðardóttir, matráður í Lobster hut, veltir milljónum á viðskiptum við ferðamenn. VÍSIR/ANTON Erlendir ferðamenn keyptu skyndibita fyrir 649 milljónir, með greiðslukortum, í ágúst síðastliðnum. Það var fjórðungur þeirrar upphæðar sem þeir eyddu í veitingar, svo sem mat á fínum veitingastöðum og bjór á börum. Þetta kemur fram í tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar kemur jafnframt fram að úttektir á reiðufé hafi numið rúmlega tveimur milljörðum króna. Því má gera ráð fyrir að umtalsvert hærri fjárhæð hafi í raun verið varið í kaup á skyndibita í mánuðinum. Fjóla Sigurðardóttir, eigandi og matráður matarvagnsins Lobster hut, segir að um áttatíu prósent viðskiptavina hennar séu ferðamenn. „Fyrsta sumarið mitt var í fyrra. Hreinskilnislega sagt þá velti ég rosalega. Ég var með tugi milljóna samtals,“ segir hún. Fjóla bendir á að með milljónunum hafi hún þurft að borga laun og svo sé hún með dýrasta hráefnið í skyndibitaflórunni, humar. Tölurnar frá Rannsóknarsetri verslunarinnar sýna aukningu um 718 milljónir á milli ára í veitingaþjónustu í heild. Þrátt fyrir það finnur Fjóla frekar fyrir samdrætti sem hún kennir nýrri staðsetningu matarvagnsins um. „En ég var heppin og fékk nætursöluleyfi líka þannig að í sumar er ég búin að vera á Lækjartorgi öll kvöld vikunnar. Í nótt opnum við níu og erum með opið til sex í fyrramálið.“Geir Gunnar MarkússonAðspurð hvort humarsamlokur og humarsúpur séu rétti maturinn til að fæða ölvað fólk á leið heim af skemmtistöðunum segir hún: „Já, fólk er ofsalega ánægt. En svo vilja sumir annað. Á torgið eru komnir eftirréttir, fiskur og franskar og fleira. Þetta er orðin nokkuð góð flóra. Það er ekki bara hamborgari, pylsur og pitsa.“ Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur hjá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, segir að skyndibiti sé ekki rétti maturinn til að undirbúa ferðamenn undir langa daga í náttúru Íslands. „Ég vildi frekar að þetta væri alvöru íslenskur matur en við erum ótrúlega skyndibitavædd. Það eru skyndibitastaðir úti um allt.“ Hann segir ástæðu fyrir því vera að skyndibiti sé ódýrari en hollari kostur. „Þetta er ekki góð næring og ekki fyrir grey ferðamennina okkar heldur. “ Hann segir hollari skyndibitann ekki vera í boði á þjóðvegum landsins. „Prófaðu að keyra hringinn í kringum landið. Níutíu prósent af mat í vegasjoppum eru skyndibitamatur.“ Geir Gunnar segir vel hægt að ráðast í rekstur á hollum og ódýrum skyndibitastöðum. Það þurfi aðeins viljann til verksins. „Ekki fylla á sjálfan þig eins og þú fyllir á bílinn þinn, það er mjög góð næringarregla.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Erlendir ferðamenn keyptu skyndibita fyrir 649 milljónir, með greiðslukortum, í ágúst síðastliðnum. Það var fjórðungur þeirrar upphæðar sem þeir eyddu í veitingar, svo sem mat á fínum veitingastöðum og bjór á börum. Þetta kemur fram í tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar kemur jafnframt fram að úttektir á reiðufé hafi numið rúmlega tveimur milljörðum króna. Því má gera ráð fyrir að umtalsvert hærri fjárhæð hafi í raun verið varið í kaup á skyndibita í mánuðinum. Fjóla Sigurðardóttir, eigandi og matráður matarvagnsins Lobster hut, segir að um áttatíu prósent viðskiptavina hennar séu ferðamenn. „Fyrsta sumarið mitt var í fyrra. Hreinskilnislega sagt þá velti ég rosalega. Ég var með tugi milljóna samtals,“ segir hún. Fjóla bendir á að með milljónunum hafi hún þurft að borga laun og svo sé hún með dýrasta hráefnið í skyndibitaflórunni, humar. Tölurnar frá Rannsóknarsetri verslunarinnar sýna aukningu um 718 milljónir á milli ára í veitingaþjónustu í heild. Þrátt fyrir það finnur Fjóla frekar fyrir samdrætti sem hún kennir nýrri staðsetningu matarvagnsins um. „En ég var heppin og fékk nætursöluleyfi líka þannig að í sumar er ég búin að vera á Lækjartorgi öll kvöld vikunnar. Í nótt opnum við níu og erum með opið til sex í fyrramálið.“Geir Gunnar MarkússonAðspurð hvort humarsamlokur og humarsúpur séu rétti maturinn til að fæða ölvað fólk á leið heim af skemmtistöðunum segir hún: „Já, fólk er ofsalega ánægt. En svo vilja sumir annað. Á torgið eru komnir eftirréttir, fiskur og franskar og fleira. Þetta er orðin nokkuð góð flóra. Það er ekki bara hamborgari, pylsur og pitsa.“ Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur hjá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, segir að skyndibiti sé ekki rétti maturinn til að undirbúa ferðamenn undir langa daga í náttúru Íslands. „Ég vildi frekar að þetta væri alvöru íslenskur matur en við erum ótrúlega skyndibitavædd. Það eru skyndibitastaðir úti um allt.“ Hann segir ástæðu fyrir því vera að skyndibiti sé ódýrari en hollari kostur. „Þetta er ekki góð næring og ekki fyrir grey ferðamennina okkar heldur. “ Hann segir hollari skyndibitann ekki vera í boði á þjóðvegum landsins. „Prófaðu að keyra hringinn í kringum landið. Níutíu prósent af mat í vegasjoppum eru skyndibitamatur.“ Geir Gunnar segir vel hægt að ráðast í rekstur á hollum og ódýrum skyndibitastöðum. Það þurfi aðeins viljann til verksins. „Ekki fylla á sjálfan þig eins og þú fyllir á bílinn þinn, það er mjög góð næringarregla.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira