Zlatan bókaði heilt torg í Malmö Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2015 14:30 Zlatan Ibrahimovic. Vísir/Getty Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic ætlar að sjá til þess að allir í Malmö eigi möguleika á því að sjá seinni leik sænska liðsins Malmö og franska liðsins Paris Saint Germain í Meistaradeildinni. Zlatan Ibrahimovic og félagar í PSG drógust á móti æskufélagi Zlatans í Meistaradeildinni í ár og það er gríðarlegur áhugi fyrir leik liðanna í Malmö. Paris Saint-Germain vann 2-0 sigur á Malmö í fyrstu umferð riðlakeppninnar þar sem Zlatan skoraði reyndar ekki sjálfur en lagði upp seinna markið. Liðin mætast ekki aftur fyrr en í 5. umferð í lok nóvember. Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason hefur talað um það í viðtölum að í Malmö sé Zlatan Ibrahimovic eins og guð. Það vill því enginn alvöru knattspyrnuáhugamaður í borginni missa af þessum leik. Seinni leikurinn fer hinsvegar fram á Swedbank Stadion 25. nóvember næstkomandi en völlurinn tekur hinsvegar "bara" 21 þúsund manns í sæti. Zlatan Ibrahimovic spilaði með Malmö-liðinu frá 1999 til 2001 eða áður en hann fór suður til Evrópu til að spila með mörgum af frægustu fótboltafélögum heims. Zlatan er afar vinsæll í Malmö og það var löngu ljóst að félagið hefði getað selt miklu fleiri miða á umræddan leik. Zlatan Ibrahimovic ætlar að gera sitt til þess að sem flestir geti horft á leikinn. Zlatan tilkynnti á Instagram-síðu sinni að hann hafi bókað aðaltorg Malmö-borgar þar sem leikurinn verður sýndur á risastórum skjá. Zlatan lofaði líka fleiri óvæntum viðburðum í Malmö-borg þennan sama dag. I previously said that the game will be heard all over Malmö. Now I've also made sure that all of Malmö will be able to watch the game. I've booked the Main Square where the game on Nov. 25 will be broadcast live. All are welcome! More surprises await that day. I'm on my way ... A photo posted by IAmZlatan (@iamzlatanibrahimovic) on Sep 18, 2015 at 2:26am PDT Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic ætlar að sjá til þess að allir í Malmö eigi möguleika á því að sjá seinni leik sænska liðsins Malmö og franska liðsins Paris Saint Germain í Meistaradeildinni. Zlatan Ibrahimovic og félagar í PSG drógust á móti æskufélagi Zlatans í Meistaradeildinni í ár og það er gríðarlegur áhugi fyrir leik liðanna í Malmö. Paris Saint-Germain vann 2-0 sigur á Malmö í fyrstu umferð riðlakeppninnar þar sem Zlatan skoraði reyndar ekki sjálfur en lagði upp seinna markið. Liðin mætast ekki aftur fyrr en í 5. umferð í lok nóvember. Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason hefur talað um það í viðtölum að í Malmö sé Zlatan Ibrahimovic eins og guð. Það vill því enginn alvöru knattspyrnuáhugamaður í borginni missa af þessum leik. Seinni leikurinn fer hinsvegar fram á Swedbank Stadion 25. nóvember næstkomandi en völlurinn tekur hinsvegar "bara" 21 þúsund manns í sæti. Zlatan Ibrahimovic spilaði með Malmö-liðinu frá 1999 til 2001 eða áður en hann fór suður til Evrópu til að spila með mörgum af frægustu fótboltafélögum heims. Zlatan er afar vinsæll í Malmö og það var löngu ljóst að félagið hefði getað selt miklu fleiri miða á umræddan leik. Zlatan Ibrahimovic ætlar að gera sitt til þess að sem flestir geti horft á leikinn. Zlatan tilkynnti á Instagram-síðu sinni að hann hafi bókað aðaltorg Malmö-borgar þar sem leikurinn verður sýndur á risastórum skjá. Zlatan lofaði líka fleiri óvæntum viðburðum í Malmö-borg þennan sama dag. I previously said that the game will be heard all over Malmö. Now I've also made sure that all of Malmö will be able to watch the game. I've booked the Main Square where the game on Nov. 25 will be broadcast live. All are welcome! More surprises await that day. I'm on my way ... A photo posted by IAmZlatan (@iamzlatanibrahimovic) on Sep 18, 2015 at 2:26am PDT
Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira