Innlent

„Jæja, þar fór ferðin mín til Íslands á næsta ári“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
„Ég hafði ákveðið að fara aftur, en ég mun aldrei nokkurn tímann gera það, þökk sé borgarráði.“
„Ég hafði ákveðið að fara aftur, en ég mun aldrei nokkurn tímann gera það, þökk sé borgarráði.“ vísir/stefán
Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að sniðganga vörur frá Ísrael hefur vakið mikla athygli víða um heim. Athugasemdakerfi við enska útgáfu fréttar Iceland Magazine um málið logar, þar sem fólk er misreitt, en jafnframt spyrjandi. Fjölmargir segjast hafa hætt við ferðir sínar til landsins vegna ákvörðunarinnar.

Forvitnilegt fyrsta val

„Þetta hryggir mig. Ég heimsótti Ísland nýlega og elskaði það, sérstaklega Reykjavík. En líkt og aðrir hafa bent á hér; ef þú ætlar að sniðganga land á grundvelli meintra mannréttindabrota, þá er Ísrael forvitnilegt fyrsta val. Á meðan það er hægt að gagnrýna þá fyrir ýmislegt, þá er einnig vel hægt að hrósa þeim,“ skrifar einn í athugasemdakerfið. Þá velta því margir fyrir sér hvers vegna Ísland hafi ekki ákveðið að sniðganga lönd á borð við Rússland, Sómalíu og Íran. Aðrir segja ákvörðunina einskæra heimsku.

Heimska í sinni skýrustu mynd

„Til hamingju, Ísland. Ég legg til að þið fjarlægið lyf úr spítölunum,. Tölvur af heimilum ykkar, fleygið farsímum ykkar í sjóinn.“

„Héðan í frá mun ég sniðganga allt frá heimsku landi eins og Íslandi.“

„Þetta er íslensk heimska og hræsni í sinni skýrustu mynd. En annars, hverjum er ekki sama um Ísland?“

Aldrei aftur Ísland

Sumir segjast aldrei ætla að heimsækja Ísland.

„Jæja, þar fór ferðin mín til Íslands á næsta ári. Hugmyndir um hvert annað ég ætti að fara?“

„Ég heimsótti Ísland árið 2008 með eiginkonu minni og við elskuðum það. Fólkið var indælt og landslagið frábært. Ég hafði ákveðið að fara aftur, en ég mun aldrei nokkurn tímann gera það, þökk sé borgarráði.“

„Þetta er í lagi því Palestínumenn sem vinna hjá ísraelskum fyrirtækjum munu missa vinnuna og eiga ekki eftir að geta brauðfætt fjölskyldur sínar, þökk sé „umhyggju- og hjálpsömum“ stjórnmálamönnum á Íslandi. Hvað með flóttamenn? Ég er ekki viss um að Ísland hafi samþykkt nokkurn.“

Björk Vilhelmsdóttir lagði tillöguna fram á fundi borgarstjórnar á þriðjudag, en hún snýr að því að hætta viðskiptum með ísraelskar vörur þar til hernámi ríkisins á landi Palestínumanna er hætt. Enska útgáfu fréttarinnar um málið, má sjá hér.


Tengdar fréttir

Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael

Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×