Þróun frá landnámi loksins snúið við Svavar Hávarðsson skrifar 17. september 2015 07:00 Íslenskir skógar stækka og segja má að stanslausri rýrnun skóglendis frá landnámi hafi loksins verið snúið við. vísir/gva Skógareyðing í heiminum nemur á aðeins aldarfjórðungi stærð Suður-Afríku, eða tólfföldu flatarmáli Íslands. Þó eru góðu fréttirnar þær að skógarnir tapast ekki eins ógnvænlega hratt og lengi var, þó miklu meira þurfi til að snúa þróuninni við. Hér heima á Íslandi stækka skógarnir þó jafnt og þétt og í krafti kortlagningar náttúrulegra birkiskóga treysta skógræktarmenn sér í fyrsta skipti til að segja að hnignun þeirra allt frá landnámi hafi verið snúið við.Arnór SnorrasonMilljón hektarar í Brasilíu Nýlega lauk World Forestry Congress í Suður-Afríku – heimsráðstefnu um skóga, sem haldin var í 14. sinn á vegum matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Á ráðstefnunni var kynnt ný skýrsla um ástand skóga heimsins, og kemur þar fram að skógareyðing síðustu fimm ára er langmest í Brasilíu og Indónesíu – tæplega milljón hektarar í Brasilíu og 684.000 hektarar í Indónesíu. Önnur lönd þar sem skógareyðing er mikil eru Mjanmar, Nígería, Tansanía, Paragvæ og Simbabve. Því er ljóst að það eru regnskógarnir sem hafa látið mest á sjá síðastliðin 25 ár. Samtökin World Wide Fund for Nature kalla eftir róttækum aðgerðum og ef ekki þá sé ljóst að með sama áframhaldi muni innan 20 ára tapast skógar af svæði sem að flatarmáli er á stærð við Þýskaland, Frakkland, Spán og Portúgal samanlagt. Á vef Skógræktar ríkisins er málið reifað og kemur þar fram að af heimsálfunum er skógareyðingin mest í Afríku, Suður-Ameríku og Sauðaustur-Asíu. En sé litið lengra aftur í tímann liggur fyrir að um og upp úr 1990 minnkaði skóglendi heimsins um 1,18% á hverju ári en sú tala er nú komin niður í 0,08%. Nú er ræktun nýrra skóga mun umfangsmeiri en löngum var og vegur að nokkru leyti upp á móti eyðingu villtu skóganna. WWF bendir á að grípa þurfi til margvíslegra aðgerða, stækka verndarsvæði, efla sjálfbæra nýtingu, sjálfbæran landbúnað og ekki síst að stuðla að sjálfbærara neyslumynstri jarðarbúa, enda aukist stöðugt þörf mannkyns fyrir mat, orku og ýmis hráefni. Viðarþörf mannkynsins getur nefnilega þrefaldast fram til ársins 2050 gangi spár um fólksfjölgun eftir. Bendir Skógræktin á að árið 2015 gæti verið eitthvert mikilvægasta ár í þessu samhengi; þjóðir heims ætla að innleiða sameiginleg markmið um sjálfbæra þróun og í desember hefst loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í París. Þar verður línan dregin í sandinn um hvert skal halda í loftslagsmálum heimsins og eyðing skóga er gríðarlega mikilvægt viðfangsefni í því samhengi. Ísland bætir við sigÞó að skógar og Ísland vegi ekki þungt á metunum í þessu samhengi, þá er þróunin hér heima fyrir athyglisverð í samhengi loftslagsmála og hlýnunar. Í febrúar síðastliðnum voru kynntar niðurstöður endurkortlagningar náttúrulegra birkiskóga og -kjarrs hér á landi. Með henni var í fyrsta skipti frá landnámi staðfest að birkiskógar landsins eru að stækka og þekja nú hálft annað prósent landsins – 1.506 ferkílómetra lands. Flatarmál þeirra hefur aukist um tæp 10% frá árinu 1989, alls um 130 ferkílómetra. Mestu munar um sókn skóga á Vestur- og Suðurlandi. Ef horft er til markmiða stjórnvalda um skógrækt, þá eru þau að tífalda þekju skóga fyrir aldamótin 2100; að sjá skóga Íslands vaxa í a.m.k. 12% af flatarmáli Íslands. Arnór Snorrason, skógfræðingur hjá Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá, sem stýrði verki við kortlagningu birkiskóganna, segir að þróunin á Íslandi sé með öðrum hætti en í heiminum almennt og sérstaklega í skógum hitabeltisins. Þróunin hér sé svipuð og í Evrópu og á norðlægari slóðum þar sem skógar stækka. Það skýrist af tvennu. Töluvert er gróðursett en birkiskógar landsins auka líka við sig, en 2/3 eru erlendar trjátegundir. Fleiri í svipaðri stöðu og viðHlýnun er ein ástæða þessa, þó aldrei sé hægt að draga upp svo einfalda mynd af þessari þróun. En skógarnir hafa tekið mjög vel við sér og eru að sá sér af miklum krafti allvíða. Þessi þróun getur snúist við á nokkrum stöðum á landinu ef vatnsbúskapurinn breytist mikið, t.d. í Vestur-Húnavatnssýslu og norðan Vatnajökuls, segir Arnór hins vegar. „Við getum verið ánægð með okkar árangur, skógrækt gengur vel og ljóst að hér er hægt að stunda nytjaskógrækt með hagnaði. Eftirspurn eftir viði í því samhengi er margföld miðað við framboðið, sérstaklega frá kísiliðnaðinum,“ bætir Arnór við. Þegar spurt er um Ísland og stöðu skóga og skógræktar í erlendum samanburði segir Arnór að í Vestur-Evrópu hafi staðan verið svipuð og hér á einhverjum stigum. Þar má nefna England og Írland sem voru að kalla skóglaus um tíma. Þau lönd sneru dæminu við mun fyrr en gert var hér á Íslandi og gengur betur en hér. Löndin eru auðvitað fjölmennari og náttúrulegar aðstæður hagstæðari. Sama má segja um Danmörku. „Öll þessi lönd voru að eiga við mikla gróðurrýrnun á tímabili og sneru síðar við blaðinu,“ segir Arnór og bætir við að viður skipti gríðarlega miklu máli og með hverju árinu sem líður aukist mikilvægi hans. „Með þessari miklu skógeyðingu sem hefur orðið verður viður alltaf verðmætari og verðmætari. Nánast frá iðnbyltingu hefur raunvirði viðar aukist jafnt og þétt, og tvöfaldað sig í verði á síðustu 100 árum. Aðgengið að viði verður sífellt minna og verðið hækkar stöðugt. Þetta hvetur okkur Íslendinga til að rækta meira í okkar skóglausa landi. Skógeyðingin á sér hins vegar eðlilegar skýringar; með mikilli fjölgun mannkyns verða menn að ryðja sér land til að hafa í sig og á. Þetta er að gerast í stórum stíl í Brasilíu og löndum Afríku, Indónesíu og fleiri stöðum. Það er erfitt að glíma við þennan vanda sem á sér slíkar skýringar,“ segir Arnór. Loftslagsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Skógareyðing í heiminum nemur á aðeins aldarfjórðungi stærð Suður-Afríku, eða tólfföldu flatarmáli Íslands. Þó eru góðu fréttirnar þær að skógarnir tapast ekki eins ógnvænlega hratt og lengi var, þó miklu meira þurfi til að snúa þróuninni við. Hér heima á Íslandi stækka skógarnir þó jafnt og þétt og í krafti kortlagningar náttúrulegra birkiskóga treysta skógræktarmenn sér í fyrsta skipti til að segja að hnignun þeirra allt frá landnámi hafi verið snúið við.Arnór SnorrasonMilljón hektarar í Brasilíu Nýlega lauk World Forestry Congress í Suður-Afríku – heimsráðstefnu um skóga, sem haldin var í 14. sinn á vegum matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Á ráðstefnunni var kynnt ný skýrsla um ástand skóga heimsins, og kemur þar fram að skógareyðing síðustu fimm ára er langmest í Brasilíu og Indónesíu – tæplega milljón hektarar í Brasilíu og 684.000 hektarar í Indónesíu. Önnur lönd þar sem skógareyðing er mikil eru Mjanmar, Nígería, Tansanía, Paragvæ og Simbabve. Því er ljóst að það eru regnskógarnir sem hafa látið mest á sjá síðastliðin 25 ár. Samtökin World Wide Fund for Nature kalla eftir róttækum aðgerðum og ef ekki þá sé ljóst að með sama áframhaldi muni innan 20 ára tapast skógar af svæði sem að flatarmáli er á stærð við Þýskaland, Frakkland, Spán og Portúgal samanlagt. Á vef Skógræktar ríkisins er málið reifað og kemur þar fram að af heimsálfunum er skógareyðingin mest í Afríku, Suður-Ameríku og Sauðaustur-Asíu. En sé litið lengra aftur í tímann liggur fyrir að um og upp úr 1990 minnkaði skóglendi heimsins um 1,18% á hverju ári en sú tala er nú komin niður í 0,08%. Nú er ræktun nýrra skóga mun umfangsmeiri en löngum var og vegur að nokkru leyti upp á móti eyðingu villtu skóganna. WWF bendir á að grípa þurfi til margvíslegra aðgerða, stækka verndarsvæði, efla sjálfbæra nýtingu, sjálfbæran landbúnað og ekki síst að stuðla að sjálfbærara neyslumynstri jarðarbúa, enda aukist stöðugt þörf mannkyns fyrir mat, orku og ýmis hráefni. Viðarþörf mannkynsins getur nefnilega þrefaldast fram til ársins 2050 gangi spár um fólksfjölgun eftir. Bendir Skógræktin á að árið 2015 gæti verið eitthvert mikilvægasta ár í þessu samhengi; þjóðir heims ætla að innleiða sameiginleg markmið um sjálfbæra þróun og í desember hefst loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í París. Þar verður línan dregin í sandinn um hvert skal halda í loftslagsmálum heimsins og eyðing skóga er gríðarlega mikilvægt viðfangsefni í því samhengi. Ísland bætir við sigÞó að skógar og Ísland vegi ekki þungt á metunum í þessu samhengi, þá er þróunin hér heima fyrir athyglisverð í samhengi loftslagsmála og hlýnunar. Í febrúar síðastliðnum voru kynntar niðurstöður endurkortlagningar náttúrulegra birkiskóga og -kjarrs hér á landi. Með henni var í fyrsta skipti frá landnámi staðfest að birkiskógar landsins eru að stækka og þekja nú hálft annað prósent landsins – 1.506 ferkílómetra lands. Flatarmál þeirra hefur aukist um tæp 10% frá árinu 1989, alls um 130 ferkílómetra. Mestu munar um sókn skóga á Vestur- og Suðurlandi. Ef horft er til markmiða stjórnvalda um skógrækt, þá eru þau að tífalda þekju skóga fyrir aldamótin 2100; að sjá skóga Íslands vaxa í a.m.k. 12% af flatarmáli Íslands. Arnór Snorrason, skógfræðingur hjá Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá, sem stýrði verki við kortlagningu birkiskóganna, segir að þróunin á Íslandi sé með öðrum hætti en í heiminum almennt og sérstaklega í skógum hitabeltisins. Þróunin hér sé svipuð og í Evrópu og á norðlægari slóðum þar sem skógar stækka. Það skýrist af tvennu. Töluvert er gróðursett en birkiskógar landsins auka líka við sig, en 2/3 eru erlendar trjátegundir. Fleiri í svipaðri stöðu og viðHlýnun er ein ástæða þessa, þó aldrei sé hægt að draga upp svo einfalda mynd af þessari þróun. En skógarnir hafa tekið mjög vel við sér og eru að sá sér af miklum krafti allvíða. Þessi þróun getur snúist við á nokkrum stöðum á landinu ef vatnsbúskapurinn breytist mikið, t.d. í Vestur-Húnavatnssýslu og norðan Vatnajökuls, segir Arnór hins vegar. „Við getum verið ánægð með okkar árangur, skógrækt gengur vel og ljóst að hér er hægt að stunda nytjaskógrækt með hagnaði. Eftirspurn eftir viði í því samhengi er margföld miðað við framboðið, sérstaklega frá kísiliðnaðinum,“ bætir Arnór við. Þegar spurt er um Ísland og stöðu skóga og skógræktar í erlendum samanburði segir Arnór að í Vestur-Evrópu hafi staðan verið svipuð og hér á einhverjum stigum. Þar má nefna England og Írland sem voru að kalla skóglaus um tíma. Þau lönd sneru dæminu við mun fyrr en gert var hér á Íslandi og gengur betur en hér. Löndin eru auðvitað fjölmennari og náttúrulegar aðstæður hagstæðari. Sama má segja um Danmörku. „Öll þessi lönd voru að eiga við mikla gróðurrýrnun á tímabili og sneru síðar við blaðinu,“ segir Arnór og bætir við að viður skipti gríðarlega miklu máli og með hverju árinu sem líður aukist mikilvægi hans. „Með þessari miklu skógeyðingu sem hefur orðið verður viður alltaf verðmætari og verðmætari. Nánast frá iðnbyltingu hefur raunvirði viðar aukist jafnt og þétt, og tvöfaldað sig í verði á síðustu 100 árum. Aðgengið að viði verður sífellt minna og verðið hækkar stöðugt. Þetta hvetur okkur Íslendinga til að rækta meira í okkar skóglausa landi. Skógeyðingin á sér hins vegar eðlilegar skýringar; með mikilli fjölgun mannkyns verða menn að ryðja sér land til að hafa í sig og á. Þetta er að gerast í stórum stíl í Brasilíu og löndum Afríku, Indónesíu og fleiri stöðum. Það er erfitt að glíma við þennan vanda sem á sér slíkar skýringar,“ segir Arnór.
Loftslagsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira