Á að selja áfengi í matvörubúðum? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 17. september 2015 07:00 Á Íslandi hefur ríkt íhaldssöm áfengisstefna. Til merkis um það, þá var sala á áfengum bjór leyfð árið 1989 eftir 70 ára bann. Árið áður 1988 var neysla hvers Íslendings (18 ára og eldri) af áfengi 4,53 lítrar. Árið 2007 náði neysla áfengis ákveðnu hámarki eða 7,53 l á hvern einstakling. Því má álykta að með tilkomu bjórsins hafi áfengisneysla aukist töluvert. Á síðasta ári var áfengisneysla 7,18 l á hvern Íslending. Áfengi er ekki eins og hver önnur vara. Að neyta áfengis er ekki það sama og neyta gosdrykkjar eða mjólkur. Áfengi er vímugjafi og á að mínu mati ekkert erindi inn í stórmarkaði, heldur ætti vegna eðlis og skaðsemi þess að hindra sem mest aðgengi að áfengi. Helstu þættir áfengisvarnastefnu opinberra aðila eru og hafa verið öflugar forvarnir, hár áfengiskaupaaldur, háir áfengisskattar og takmarkað aðgengi að áfengi. Áfengisforvarnir hafa í gegnum tíðina verið mjög öflugar, bæði af hálfu opinberra aðila og félagasamtaka eins og SÁÁ, íþróttahreyfingarinnar og góðtemplarareglunnar. Áfengiskaupaaldur hefur verið hærri á Íslandi m.v. önnur lönd sem við berum okkur saman við. Það eru helst Svíþjóð og Finnland sem hafa sömu aldurstakmörk og Ísland. Áfengissala hefur verið undir stjórn ríkisins síðan áfengisbannið var afnumið að hluta árið 1922. Í dag rekur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins 48 vínbúðir um allt land, sem tryggir nægilegt aðgengi að áfengi. Ef einni stoð af þeim fjórum sem áfengisstefna stjórnvalda byggist á yrði breytt mun afleiðingin verða meiri áfengisneysla. Sú aukning mun leiða til fleiri félagslegra vandamála, meiri ölvunaraksturs, fleiri heimilisofbeldismála, fleiri skilnaða, fleiri áfengistengdra dauðsfalla, fleiri tapaðra vinnustunda vegna áfengisneyslu og stofnanir samfélagsins (félagsþjónusta, heilbrigðiskerfið, lögregla o.s.frv.) munu þurfa að eyða meiri tilkostnaði (mannskap og fé) í að glíma við afleiðingarnar. Í nýlegri sænskri rannsókn var rannsakað hvaða áhrif það myndi hafa að leyfa sölu áfengis í matvöruverslun. Ölvunarakstur myndi aukast, árásum, dauðsföllum og veikindadögum myndi fjölga og ef tölurnar yrðu heimfærðar fyrir Ísland myndi tilfellum ölvunaraksturs fjölga um 230 á ári, árásum um 700 á ári og dauðsföllum vegna meiri áfengisnotkunar um 70 á ári. Veikindadögum myndi fjölga um 390 þúsund.[1] Í sumar dvaldist ég í Frakklandi. Ég skoðaði áfengisúrval í einum stórmarkaði. Áfengi var sú vara sem fékk mesta rýmið innan stórmarkaðarins. Bara hillurnar með áfengi voru 130 metrar á lengd! Í þessum stórmarkaði þurfti maður að ganga fram hjá áfenginu til að komast að mjólkurvörunum! Ekki mæli ég með þeirri þróun í stórmörkuðum hér á landi. Viðhöldum sama fyrirkomulagi Er ástæða til að breyta um stefnu? Nei. Við eigum að viðhalda sama fyrirkomulagi um sölu á áfengi eins og er í dag. Ég veit ekki annað en að Íslendingar séu sáttir með þá stefnu sem hefur ríkt í áfengismálum og því tel ég að við eigum að halda í okkar íhaldssömu stefnu í áfengismálum. Hún hefur reynst ágætlega og sem dæmi um árangur má benda á niðurstöður rannsókna um vímuefnanotkun unglinga í efstu bekkjum grunnskóla á Íslandi 1997-2013.[2] Sú könnun sýndi að árið 1997 höfðu um 50% allra nemenda í 10. bekk neytt áfengis einu sinni eða oftar síðustu 30 daga. Þetta hlutfall var komið í 11% árið 2013. Mín skoðun er sú að við eigum að viðhalda okkar íhaldssömu stefnu í áfengisvörnum sem við höfum haft undanfarna áratugi. Að mínu mati á ekki að selja áfengi í matvöruverslunum því það mun leiða til aukinnar áfengisneyslu. [1] Potential consequences of replacing a retail alcohol monopoly with a private licence system: results from Sweden. T. Norström, T. Miller, H. Holder, E. Österberg, M. Ramstedt, I.Rossow, T. Stockwell. [2] http://www.rannsoknir.is/media/rg/skjol/Throun-vimuefnaneyslu-ungmenna-a-Islandi-1997-til-2013-L.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur ríkt íhaldssöm áfengisstefna. Til merkis um það, þá var sala á áfengum bjór leyfð árið 1989 eftir 70 ára bann. Árið áður 1988 var neysla hvers Íslendings (18 ára og eldri) af áfengi 4,53 lítrar. Árið 2007 náði neysla áfengis ákveðnu hámarki eða 7,53 l á hvern einstakling. Því má álykta að með tilkomu bjórsins hafi áfengisneysla aukist töluvert. Á síðasta ári var áfengisneysla 7,18 l á hvern Íslending. Áfengi er ekki eins og hver önnur vara. Að neyta áfengis er ekki það sama og neyta gosdrykkjar eða mjólkur. Áfengi er vímugjafi og á að mínu mati ekkert erindi inn í stórmarkaði, heldur ætti vegna eðlis og skaðsemi þess að hindra sem mest aðgengi að áfengi. Helstu þættir áfengisvarnastefnu opinberra aðila eru og hafa verið öflugar forvarnir, hár áfengiskaupaaldur, háir áfengisskattar og takmarkað aðgengi að áfengi. Áfengisforvarnir hafa í gegnum tíðina verið mjög öflugar, bæði af hálfu opinberra aðila og félagasamtaka eins og SÁÁ, íþróttahreyfingarinnar og góðtemplarareglunnar. Áfengiskaupaaldur hefur verið hærri á Íslandi m.v. önnur lönd sem við berum okkur saman við. Það eru helst Svíþjóð og Finnland sem hafa sömu aldurstakmörk og Ísland. Áfengissala hefur verið undir stjórn ríkisins síðan áfengisbannið var afnumið að hluta árið 1922. Í dag rekur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins 48 vínbúðir um allt land, sem tryggir nægilegt aðgengi að áfengi. Ef einni stoð af þeim fjórum sem áfengisstefna stjórnvalda byggist á yrði breytt mun afleiðingin verða meiri áfengisneysla. Sú aukning mun leiða til fleiri félagslegra vandamála, meiri ölvunaraksturs, fleiri heimilisofbeldismála, fleiri skilnaða, fleiri áfengistengdra dauðsfalla, fleiri tapaðra vinnustunda vegna áfengisneyslu og stofnanir samfélagsins (félagsþjónusta, heilbrigðiskerfið, lögregla o.s.frv.) munu þurfa að eyða meiri tilkostnaði (mannskap og fé) í að glíma við afleiðingarnar. Í nýlegri sænskri rannsókn var rannsakað hvaða áhrif það myndi hafa að leyfa sölu áfengis í matvöruverslun. Ölvunarakstur myndi aukast, árásum, dauðsföllum og veikindadögum myndi fjölga og ef tölurnar yrðu heimfærðar fyrir Ísland myndi tilfellum ölvunaraksturs fjölga um 230 á ári, árásum um 700 á ári og dauðsföllum vegna meiri áfengisnotkunar um 70 á ári. Veikindadögum myndi fjölga um 390 þúsund.[1] Í sumar dvaldist ég í Frakklandi. Ég skoðaði áfengisúrval í einum stórmarkaði. Áfengi var sú vara sem fékk mesta rýmið innan stórmarkaðarins. Bara hillurnar með áfengi voru 130 metrar á lengd! Í þessum stórmarkaði þurfti maður að ganga fram hjá áfenginu til að komast að mjólkurvörunum! Ekki mæli ég með þeirri þróun í stórmörkuðum hér á landi. Viðhöldum sama fyrirkomulagi Er ástæða til að breyta um stefnu? Nei. Við eigum að viðhalda sama fyrirkomulagi um sölu á áfengi eins og er í dag. Ég veit ekki annað en að Íslendingar séu sáttir með þá stefnu sem hefur ríkt í áfengismálum og því tel ég að við eigum að halda í okkar íhaldssömu stefnu í áfengismálum. Hún hefur reynst ágætlega og sem dæmi um árangur má benda á niðurstöður rannsókna um vímuefnanotkun unglinga í efstu bekkjum grunnskóla á Íslandi 1997-2013.[2] Sú könnun sýndi að árið 1997 höfðu um 50% allra nemenda í 10. bekk neytt áfengis einu sinni eða oftar síðustu 30 daga. Þetta hlutfall var komið í 11% árið 2013. Mín skoðun er sú að við eigum að viðhalda okkar íhaldssömu stefnu í áfengisvörnum sem við höfum haft undanfarna áratugi. Að mínu mati á ekki að selja áfengi í matvöruverslunum því það mun leiða til aukinnar áfengisneyslu. [1] Potential consequences of replacing a retail alcohol monopoly with a private licence system: results from Sweden. T. Norström, T. Miller, H. Holder, E. Österberg, M. Ramstedt, I.Rossow, T. Stockwell. [2] http://www.rannsoknir.is/media/rg/skjol/Throun-vimuefnaneyslu-ungmenna-a-Islandi-1997-til-2013-L.pdf
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar