Líf segir Ásmund og Jón Magnússon fordómafulla karla og rasista Jakob Bjarnar skrifar 16. september 2015 15:43 Líf telur Jón Magnússon og Ásmund Friðriksson fordómafulla karla og rasista sem eigi ekkert erindi í fjölmiðla. Líf Magneudóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, skrifar ádrepu á Facebooksíðu sína þar sem hún meðal annar beinir spjótum sínum að fjölmiðlum og skammar þá fyrir að veita orðum og sjónarmiðum manna á borð við Ásmund Friðriksson þingmann og Jón Magnússon lögmann og fyrrum alþingismann eftirtekt, en þá segir hún ekki málsmetandi í samfélaginu heldur fordómafulla karla og rasista í þokkabót.Fjölmiðlar eiga að sniðganga fordómafulla karla „Í heimi þar sem sífelld meiri áhersla er lögð á einstaklingshyggju frekar en samkennd og hluttekningu, markaðshyggju og samkeppni frekar en sjálfbærni og jöfnuð og þjóðernisrembu frekar en fjölhyggju og lýðræðislegt margmenningarsamfélag, kemur mér ekkert á óvart að samúðarlausir rasistar fá að vaða uppi í gagnrýnislausum fjölmiðlum til að básúna fordóma sína og ýta undir rakalausan ótta fólks,“ skrifar Líf. Innlegg hennar er beint inn í hatramma umræðu um innflytjendamál en Ásmundur hefur tjáð sig og meðal annars sagt að hann skynji ótta meðal eldra fólks vegna innflytjenda og Jón Magnússon hefur verið virkur í að gagnrýna það sem hann telur andvaraleysi í innflytjendamálum, meðal annars á Facebooksíðu sinni sem og bloggsíðu auk þess sem hann hefur átalið samþykkt í borgarráði um að setja viðskiptabann á Ísrael. Fjölmiðlar hafa fjallað um málið, svo sem Eyjan hér.Fordómafullir karlar og rasistar En, áfram heldur Líf með pistil sinn, sem virðist fjalla í kramið meðal fjölmargra, nú þegar en innan við klukkustund er frá birtingu hans: „En svona á þetta ekki að vera. Við eigum ekki að gefa körlum eins og Ásmundi Friðrikssyni og Jóni Magnússyni svona mikið rými hjá fjórða valdinu til þess að kynda undir vitleysu og rangfærslur. Af hverju hafa þessir karlar svona greiðan aðgang að fjölmiðlum umfram annað fólk sem raunverulega hefur eitthvað til málanna að leggja í umræðu um flóttafólk, fólksflutninga og mannréttindabrot ríkja? Þessir karlar eru ekki málsmetandi menn í samfélaginu. Þetta eru fordómafullir karlar sem hafa ekkert til málanna að leggja og engar lausnir. Þeim er frjálst að tjá sig en það má líka benda þeim á að þó hér sé tjáningarfrelsi þá ber þeim engin skylda til þess. Ég held að samfélagið væri betra ef við þyrftum ekki að hlusta á rasískan og fyrirlitlegan boðskap þeirra. Ég er a.m.k. búin að fá nóg af þeim og öðrum rasistum sem mæla bara heiminn út frá sjálfum sér.“Í heimi þar sem sífelld meiri áhersla er lögð á einstaklingshyggju frekar en samkennd og hluttekningu, markaðshyggju og...Posted by Líf Magneudóttir on 16. september 2015 Flóttamenn Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Líf Magneudóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, skrifar ádrepu á Facebooksíðu sína þar sem hún meðal annar beinir spjótum sínum að fjölmiðlum og skammar þá fyrir að veita orðum og sjónarmiðum manna á borð við Ásmund Friðriksson þingmann og Jón Magnússon lögmann og fyrrum alþingismann eftirtekt, en þá segir hún ekki málsmetandi í samfélaginu heldur fordómafulla karla og rasista í þokkabót.Fjölmiðlar eiga að sniðganga fordómafulla karla „Í heimi þar sem sífelld meiri áhersla er lögð á einstaklingshyggju frekar en samkennd og hluttekningu, markaðshyggju og samkeppni frekar en sjálfbærni og jöfnuð og þjóðernisrembu frekar en fjölhyggju og lýðræðislegt margmenningarsamfélag, kemur mér ekkert á óvart að samúðarlausir rasistar fá að vaða uppi í gagnrýnislausum fjölmiðlum til að básúna fordóma sína og ýta undir rakalausan ótta fólks,“ skrifar Líf. Innlegg hennar er beint inn í hatramma umræðu um innflytjendamál en Ásmundur hefur tjáð sig og meðal annars sagt að hann skynji ótta meðal eldra fólks vegna innflytjenda og Jón Magnússon hefur verið virkur í að gagnrýna það sem hann telur andvaraleysi í innflytjendamálum, meðal annars á Facebooksíðu sinni sem og bloggsíðu auk þess sem hann hefur átalið samþykkt í borgarráði um að setja viðskiptabann á Ísrael. Fjölmiðlar hafa fjallað um málið, svo sem Eyjan hér.Fordómafullir karlar og rasistar En, áfram heldur Líf með pistil sinn, sem virðist fjalla í kramið meðal fjölmargra, nú þegar en innan við klukkustund er frá birtingu hans: „En svona á þetta ekki að vera. Við eigum ekki að gefa körlum eins og Ásmundi Friðrikssyni og Jóni Magnússyni svona mikið rými hjá fjórða valdinu til þess að kynda undir vitleysu og rangfærslur. Af hverju hafa þessir karlar svona greiðan aðgang að fjölmiðlum umfram annað fólk sem raunverulega hefur eitthvað til málanna að leggja í umræðu um flóttafólk, fólksflutninga og mannréttindabrot ríkja? Þessir karlar eru ekki málsmetandi menn í samfélaginu. Þetta eru fordómafullir karlar sem hafa ekkert til málanna að leggja og engar lausnir. Þeim er frjálst að tjá sig en það má líka benda þeim á að þó hér sé tjáningarfrelsi þá ber þeim engin skylda til þess. Ég held að samfélagið væri betra ef við þyrftum ekki að hlusta á rasískan og fyrirlitlegan boðskap þeirra. Ég er a.m.k. búin að fá nóg af þeim og öðrum rasistum sem mæla bara heiminn út frá sjálfum sér.“Í heimi þar sem sífelld meiri áhersla er lögð á einstaklingshyggju frekar en samkennd og hluttekningu, markaðshyggju og...Posted by Líf Magneudóttir on 16. september 2015
Flóttamenn Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“