Gagnrýndi harðlega viðskiptabann Rússa á fundi ÖSE-þingsins Atli Ísleifsson skrifar 16. september 2015 11:22 Frá þinginu í Úlan Bator. Mynd/Alþingi Sigríður A. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi harðlega viðskiptabann Rússa gegn Vesturlöndum á haustfundi þings Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu í Úlan Bator, höfuðborg Mongólíu, fyrr í dag. Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis segir að í umræðum um efnahagslegar áskoranir ríkja á ÖSE-svæðinu hafi Sigríður vakið athygli á mikilvægi frjálsa viðskipta þegar kemur að fæðuöryggi. „Nefndi hún að fá ef nokkur ríki gætu tryggt borgurum sínum fæðuöryggi til langs tíma án frjálsra viðskipta við önnur lönd. Því væri miður að land eins og Rússland legði bann á innflutning á matvælum frá Evrópu og Bandaríkjunum, vegna aðgerða ríkjanna í tengslum við ástandið í Úkraínu. Sigríður sagði augljóst að viðskiptaþvinganir Rússlands brytu gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Það væri þó ekki aðalatriðið heldur áhrif bannsins á þegna landsins. Hún hvatti ÖSE-þingið til að berjast fyrir frjálsum viðskiptum og mótmæla viðskiptabanninu. Nikolay Kovalev, þingmaður sendinefndar Rússland og neðri deildar rússneska þingsins, sagði Rússland á móti hvers kyns refsiaðgerðum á milli ríkja, bæði pólitískum og efnahagslegum. Rússland hefði hins vegar verið neytt til þess að bregðast við refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Vesturlönd bæru þannig ábyrgð á minnkandi fæðuöryggi og óánægju með innflutningsbann Rússa, t.d. meðal bænda á Íslandi og í Frakklandi. Á sama tíma hefði innflutningsbannið í raun verið Rússlandi til hagsbóta og aukið fæðuöryggi í landinu, sem væri nú farið að framleiða nýjar tegundir af matvælum. Rússland væri reiðubúið til að gera allt sem hægt væri til að koma á eðlilegum samskiptum á ný og að um leið og Vesturlönd drægu til baka refsiaðgerðir sínar mundi Rússland gera slíkt hið sama,“ segir í tilkynningunni. Alþingi Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Sjá meira
Sigríður A. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi harðlega viðskiptabann Rússa gegn Vesturlöndum á haustfundi þings Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu í Úlan Bator, höfuðborg Mongólíu, fyrr í dag. Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis segir að í umræðum um efnahagslegar áskoranir ríkja á ÖSE-svæðinu hafi Sigríður vakið athygli á mikilvægi frjálsa viðskipta þegar kemur að fæðuöryggi. „Nefndi hún að fá ef nokkur ríki gætu tryggt borgurum sínum fæðuöryggi til langs tíma án frjálsra viðskipta við önnur lönd. Því væri miður að land eins og Rússland legði bann á innflutning á matvælum frá Evrópu og Bandaríkjunum, vegna aðgerða ríkjanna í tengslum við ástandið í Úkraínu. Sigríður sagði augljóst að viðskiptaþvinganir Rússlands brytu gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Það væri þó ekki aðalatriðið heldur áhrif bannsins á þegna landsins. Hún hvatti ÖSE-þingið til að berjast fyrir frjálsum viðskiptum og mótmæla viðskiptabanninu. Nikolay Kovalev, þingmaður sendinefndar Rússland og neðri deildar rússneska þingsins, sagði Rússland á móti hvers kyns refsiaðgerðum á milli ríkja, bæði pólitískum og efnahagslegum. Rússland hefði hins vegar verið neytt til þess að bregðast við refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Vesturlönd bæru þannig ábyrgð á minnkandi fæðuöryggi og óánægju með innflutningsbann Rússa, t.d. meðal bænda á Íslandi og í Frakklandi. Á sama tíma hefði innflutningsbannið í raun verið Rússlandi til hagsbóta og aukið fæðuöryggi í landinu, sem væri nú farið að framleiða nýjar tegundir af matvælum. Rússland væri reiðubúið til að gera allt sem hægt væri til að koma á eðlilegum samskiptum á ný og að um leið og Vesturlönd drægu til baka refsiaðgerðir sínar mundi Rússland gera slíkt hið sama,“ segir í tilkynningunni.
Alþingi Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Sjá meira