Gagnrýndi harðlega viðskiptabann Rússa á fundi ÖSE-þingsins Atli Ísleifsson skrifar 16. september 2015 11:22 Frá þinginu í Úlan Bator. Mynd/Alþingi Sigríður A. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi harðlega viðskiptabann Rússa gegn Vesturlöndum á haustfundi þings Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu í Úlan Bator, höfuðborg Mongólíu, fyrr í dag. Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis segir að í umræðum um efnahagslegar áskoranir ríkja á ÖSE-svæðinu hafi Sigríður vakið athygli á mikilvægi frjálsa viðskipta þegar kemur að fæðuöryggi. „Nefndi hún að fá ef nokkur ríki gætu tryggt borgurum sínum fæðuöryggi til langs tíma án frjálsra viðskipta við önnur lönd. Því væri miður að land eins og Rússland legði bann á innflutning á matvælum frá Evrópu og Bandaríkjunum, vegna aðgerða ríkjanna í tengslum við ástandið í Úkraínu. Sigríður sagði augljóst að viðskiptaþvinganir Rússlands brytu gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Það væri þó ekki aðalatriðið heldur áhrif bannsins á þegna landsins. Hún hvatti ÖSE-þingið til að berjast fyrir frjálsum viðskiptum og mótmæla viðskiptabanninu. Nikolay Kovalev, þingmaður sendinefndar Rússland og neðri deildar rússneska þingsins, sagði Rússland á móti hvers kyns refsiaðgerðum á milli ríkja, bæði pólitískum og efnahagslegum. Rússland hefði hins vegar verið neytt til þess að bregðast við refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Vesturlönd bæru þannig ábyrgð á minnkandi fæðuöryggi og óánægju með innflutningsbann Rússa, t.d. meðal bænda á Íslandi og í Frakklandi. Á sama tíma hefði innflutningsbannið í raun verið Rússlandi til hagsbóta og aukið fæðuöryggi í landinu, sem væri nú farið að framleiða nýjar tegundir af matvælum. Rússland væri reiðubúið til að gera allt sem hægt væri til að koma á eðlilegum samskiptum á ný og að um leið og Vesturlönd drægu til baka refsiaðgerðir sínar mundi Rússland gera slíkt hið sama,“ segir í tilkynningunni. Alþingi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Sigríður A. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi harðlega viðskiptabann Rússa gegn Vesturlöndum á haustfundi þings Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu í Úlan Bator, höfuðborg Mongólíu, fyrr í dag. Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis segir að í umræðum um efnahagslegar áskoranir ríkja á ÖSE-svæðinu hafi Sigríður vakið athygli á mikilvægi frjálsa viðskipta þegar kemur að fæðuöryggi. „Nefndi hún að fá ef nokkur ríki gætu tryggt borgurum sínum fæðuöryggi til langs tíma án frjálsra viðskipta við önnur lönd. Því væri miður að land eins og Rússland legði bann á innflutning á matvælum frá Evrópu og Bandaríkjunum, vegna aðgerða ríkjanna í tengslum við ástandið í Úkraínu. Sigríður sagði augljóst að viðskiptaþvinganir Rússlands brytu gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Það væri þó ekki aðalatriðið heldur áhrif bannsins á þegna landsins. Hún hvatti ÖSE-þingið til að berjast fyrir frjálsum viðskiptum og mótmæla viðskiptabanninu. Nikolay Kovalev, þingmaður sendinefndar Rússland og neðri deildar rússneska þingsins, sagði Rússland á móti hvers kyns refsiaðgerðum á milli ríkja, bæði pólitískum og efnahagslegum. Rússland hefði hins vegar verið neytt til þess að bregðast við refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Vesturlönd bæru þannig ábyrgð á minnkandi fæðuöryggi og óánægju með innflutningsbann Rússa, t.d. meðal bænda á Íslandi og í Frakklandi. Á sama tíma hefði innflutningsbannið í raun verið Rússlandi til hagsbóta og aukið fæðuöryggi í landinu, sem væri nú farið að framleiða nýjar tegundir af matvælum. Rússland væri reiðubúið til að gera allt sem hægt væri til að koma á eðlilegum samskiptum á ný og að um leið og Vesturlönd drægu til baka refsiaðgerðir sínar mundi Rússland gera slíkt hið sama,“ segir í tilkynningunni.
Alþingi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira