Björt framtíð með innkaupabanni á ísraelskar vörur í Reykjavík en á móti því í Hafnarfirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2015 10:59 Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúi BF í Hafnarfirði, og Björn Blöndal, borgarfulltrúi flokksins. Eins og greint hefur verið frá samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur á fundi sínum í gær að setja innkaupabann á vörur frá Ísrael. Á meðal þeirra sem greiddu atkvæði með tillögunni voru borgarfulltrúar Bjartrar framtíðar en sumarið 2014 var sams konar tillaga lögð fram í bæjarráði Hafnarfjarðar. Björt framtíð greiddi þá atkvæði gegn tillögunni sem var felld með þeirra atkvæðum og Sjálfstæðisflokksins. „Við erum náttúrulega fylgjandi öllum mannúðarmálum. Málið kom upp í fyrra og á þeim tímapunkti lá ekki fyrir hvaða áhrif það hefði á rekstur bæjarins ef við ætluðum að útiloka allar vörur, hvaða fyrirtæki yrðu á bannlista og svo framvegis,“ segir Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði. Hann segir bókun Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins bera með sér að bæjarfulltrúarnir harmi það ástand sem er í Palestínu. Niðurstaðan á sínum tíma hafi þó verið að samþykkja ekki innkaupabann. „Ég hef ekkert út á það að setja að Reykjavíkurborg taki þessa afstöðu. Hún er auðvitað höfuðborg og með annan status heldur en sveitarfélag eins og Hafnarfjörður.“ Aðspurður hvort að þarna gæti ekki misræmis í stefnu Bjartrar framtíðar sem stjórnmálaflokks segir Einar svo ekki vera: „Sveitarstjórnir eru náttúrulega sjálfstæðar og það er ekki lögð fyrir okkur einhver lína af æðra valdi. Við vinnum nokkuð sjálfstætt og tökum hvert mál fyrir sig og tökum afstöðu til þess.“ Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. 15. september 2015 17:30 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur á fundi sínum í gær að setja innkaupabann á vörur frá Ísrael. Á meðal þeirra sem greiddu atkvæði með tillögunni voru borgarfulltrúar Bjartrar framtíðar en sumarið 2014 var sams konar tillaga lögð fram í bæjarráði Hafnarfjarðar. Björt framtíð greiddi þá atkvæði gegn tillögunni sem var felld með þeirra atkvæðum og Sjálfstæðisflokksins. „Við erum náttúrulega fylgjandi öllum mannúðarmálum. Málið kom upp í fyrra og á þeim tímapunkti lá ekki fyrir hvaða áhrif það hefði á rekstur bæjarins ef við ætluðum að útiloka allar vörur, hvaða fyrirtæki yrðu á bannlista og svo framvegis,“ segir Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði. Hann segir bókun Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins bera með sér að bæjarfulltrúarnir harmi það ástand sem er í Palestínu. Niðurstaðan á sínum tíma hafi þó verið að samþykkja ekki innkaupabann. „Ég hef ekkert út á það að setja að Reykjavíkurborg taki þessa afstöðu. Hún er auðvitað höfuðborg og með annan status heldur en sveitarfélag eins og Hafnarfjörður.“ Aðspurður hvort að þarna gæti ekki misræmis í stefnu Bjartrar framtíðar sem stjórnmálaflokks segir Einar svo ekki vera: „Sveitarstjórnir eru náttúrulega sjálfstæðar og það er ekki lögð fyrir okkur einhver lína af æðra valdi. Við vinnum nokkuð sjálfstætt og tökum hvert mál fyrir sig og tökum afstöðu til þess.“
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. 15. september 2015 17:30 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. 15. september 2015 17:30