Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 11. september 2015 07:00 Ég var kosin í borgarstjórn árið 2002, en nú ætla ég að biðjast lausnar eins og það heitir á næsta fundi borgarstjórnar,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi í þrettán ár, lengst af sem formaður velferðarráðs í Reykjavík. Hún er búin að fá nóg af stjórnmálum og stefnir á ný mið. „Mér finnst minn tími vera kominn. Ég finn að ég er búin að segja það í borgarstjórn sem mig langar að segja og berjast fyrir því sem ég vildi berjast fyrir.“ Björk segist nú ætla að fara að huga að sjálfri sér og gera það sem hana langar til. „Ég ætla að byrja á því að fara sem sjálfboðaliði til Palestínu þar sem ég ætla að vera fram yfir áramótin. Þegar ég kem heim ætla að ég að gerast félagsráðgjafi á nýjan leik og fara aftur til uppruna míns.“Til staðar fyrir fólkið Björk átti farsælan feril sem félagsráðgjafi áður en hún hóf ferilinn í pólitík. Í Palestínu ætlar Björk að vinna með sjálfboðaliðasamtökum kvenna sem reka friðarhús á Vesturbakkanum, IWPS. „Maður getur svo sem ekki skipulagt sig alveg frá a-ö því það gerist svo margt óvænt í Palestínu. En planið er að fara að vinna í bændasamfélagi þar sem er ólífuræktun. Starfið felst í því að hjálpa bændum við tínsluna, vernda þá því þetta svæði er umkringt landnemabyggðum. Það er búið að ræna landinu af bændum og landnemarnir eru heittrúaðir. Þeir hafa gert allt til að koma í veg fyrir tínsluna. Því fleiri vestrænir sjálfboðaliðir því betra því þá hemja þeir sig aðeins í ofbeldinu. Svo vonandi fæ ég að fylgja börnum sem búa við landtökubyggðir í skólann. Það er alltaf verið að áreita börnin. Svo ætla ég bara að vera til staðar fyrir fólkið, eins og maður segir. Og segja kannski frá því á samfélagsmiðlum hvað er um að vera til þess að vekja áhuga fólks á þessum aðstæðum.“ Er staðan ekki vonlaus í Palestínu, eru einhver merki um að málin leysist? „Nei, hún er alls ekkert vonlaus. Hernámið er vonlaust en ástandið er ekki vonlaust. Palestínumenn trúa enn að þarna geti orðið friður og þeir hafa samþykkt tveggja ríkja lausn á þessu svæði og samþykkt meira að segja að Ísraelar fái miklu meira land en þeir fengu upprunalega frá Sameinuðu þjóðunum 1948. Þeir eru komnir með um 80 prósent af öllu landinu sem áður var Palestína undir sín yfirráð, en þeir fengu 50 prósent í upphafi. Svo eru þeir enn að ræna landinu fyrir nýjar landtökubyggðir.“ Björk ætlar að reyna að komast inn á Gasasvæðið þar sem mestu átökin hafa verið. „Það er mjög óljóst hvort verður af því. Það er erfitt að komast þangað, hátt flækjustig og undir ákvörðunarvaldi Ísraelshers hvort maður kemst inn. Manninum mínum var til dæmis meinað að fara þangað inn nú á dögunum, en hann hefur alltaf getað ferðast þangað síðastliðin ár.“Hagsmunaöflin ráða of miklu En hvers vegna að hætta í pólitíkinni?„Ég er orðin þreytt á þessum minniháttar ágreiningsefnum sem oft eru gerð að stórum málum í íslenskri pólitík. Ég aðhyllist sáttapólítík. Því kjósendur, borgarbúar, landsmenn, eru ekkert í eðli sínu bara sammála einum flokki. Það eru ótrúlega fáir þannig. Okkur greinir hugmyndalega á. Ég til dæmis vil hafa háa skatta á efnameira fólk til þess að geta veitt góða samfélagsþjónustu og jafnað kjör til barnafjölskyldna sem allar opinberar tölur sýna að eru verst setti hópurinn. Þannig að ég trúi að skattkerfið sé jöfnunartæki. Sjálfstæðismenn vilja hins vegar lækka skatta ríkra og gera ríka fólkið enn þá ríkara sem ég skil ekki alveg. En við getum tekið ákvarðanir sem eru málamiðlanir. Í dag er svolítið verið að gera annaðhvort eða. Allur auðlegðarskatturinn er tekinn af í stað þess að gera samkomulag um að hann haldist að hluta til vegna þess að stór hluti þjóðarinnar vill meiri jöfnuð og vill að þeir sem hafa meira á milli handanna gefi meira til samfélagsins,“ útskýrir Björk og bætir við að við hugsum of mikið um það sem sundrar okkur. „Í flokkapólitíkinni, sem ég hef verið í stóran hluta minnar fullorðinsævi, eru ótrúlega fáir sem hugsa bara eins og þeir sem aðhyllast stefnu síns flokks. Af því að fólk er með svo marga eigin hagsmuni, og einhverja heildarsýn um hvernig samfélagið eigi að líta út. Við erum lítið samfélag þar sem fjölskyldubönd eru sterk og tengsl fólks á milli. Mér finnst að stjórnmálin þurfi að ná sátt og vera tilbúin að segja við hagsmunaöflin: nei, hingað og ekki lengra. Hagsmunaöflin ráða alveg ótrúlega miklu í allri pólitík.“Alltaf að verða meiri anarkisti Þér finnst stjórnmálamenn litaðir af hagsmunatengslum? „Já, alveg þvers og kruss. Ég segi stundum, að mér finnist stjórnmálamennirnir ráða alltof litlu því þeir eru í svo miklu samráði við hagsmunahópa,“ segir Björk og heldur áfram. „Svo finnst mér embættismenn ráða mjög miklu í kerfinu, það er alltaf lögfræðin sem ræður. Okkur langar oft að gera eitt og annað en lögfræðin segir: nei, það má ekki. Þið verðið að gæta meðalhófs, jafnræðisreglu, sveitarstjórnarlaga,“ útskýrir Björk. „Það er margt sem mann langar að gera en þá kemur borgarlögmaður, og ég hef ekkert á móti henni persónulega, og segir: heyrðu, jafnræðisregla stjórnsýslulaganna kemur í veg fyrir að þú getir veitt fjármagn til þessa verkefnis.“ Björk segir breytingar hægar innan kerfisins og hún sé orðin leið á því. „Þannig að inn á milli er ég alltaf að verða meiri anarkisti í mér. Við réðum frábæran sviðstjóra velferðarsviðs, Stefán Eiríksson, sem kom mjög sterkur inn. Hann er lögfræðingur sem leggur áherslu á að vinna á grundvelli laga, en stundum pirra lögin mig svo. Ég læt hann stundum heyra það!“ segir Björk og hlær.Allt í einu komin í hóp vondraHún segir báknið og lögfræðina stoppa miklu fleira en fólk viti. „Sumir segja að þetta séu bara ónýtir pólitíkusar og tala illa um pólitíkusa eins og þeir sem eru í pólitík séu allt í einu orðnir vont fólk þó að maður hafi verið góður áður – ég veit að ég var góð áður. En allt í einu er maður kominn í hóp vondra. Það sem fólk veit ekki er að það er oft eitthvert regluverk, annaðhvort lögfræði eða stjórnsýsla eða eitthvað annað sem stoppar hlutina innan kerfanna. Kerfin eru orðin svo mikil en samt viljum við auðvitað hafa kerfin til þess að það séu einhverjar reglur.“ Hún segist alltaf hafa verið hrifin af slagorði Sjálfstæðisflokksins: Burt með báknið. „Vegna þess að mér finnst borgarbáknið vera allt of fast í skorðum.“ Nýlegar tölur sýna að rekstrarhalli borgarinnar er mikill. Björk segir það að hluta til stafa af dýrum kjarasamningum. „Þeir skiluðu sér að stærstum hluta til þeirra sem þurftu að fá talsverðar hækkanir. Þær voru sanngjarnar þessar launahækkanir en þær hafa orðið okkur talsvert dýrari en gert var ráð fyrir þannig að við þurfum að hagræða. Við þurfum líka kannski að gera meiri kröfur til þeirra sem fengu launahækkanir. Þó það sé ekki gaman að segja það, þá eins og með kennara, þeir fengu mjög góðar launahækkanir. Við verðum, og ekki bara gagnvart þeim heldur öllum öðrum líka, að fá meiri framleiðni út úr störfunum. Þegar maður er farinn að borga góð laun þá getur maður gert meiri kröfur og það er kannski hluti af þessari hagræðingu sem við þurfum að fara í. Við þurfum að krefja fólk um árangur og ég held við getum hagrætt innan kerfisins þannig og verið bara svolítið stífir atvinnurekendur.“Við erum alltof upptekin af greiningum Talið berst að félagsráðgjöf, starfi sem Björk þekkir af eigin reynslu. „Það er grunnhlutverk félagsráðgjafa að kortleggja styrkleika fólks og finna einhverjar bjargir í samfélaginu til þess að hjálpa einstaklingnum að koma sér áfram og vera sjálfbjarga. Mér finnst mjög margir félagsráðgjafar vera alltof mikið í því að kortleggja veikleika fólks. Og það má alveg hafa það eftir mér, það er veikleikavæðing innan velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur fengið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjölmiðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“ Fréttablaðið/Vilhelm Fá meira fyrir að eiga bágt Ertu að segja að það sé einhver aumingjavæðing í gangi? „Það er það. Þú færð meira með því að eiga svolítið bágt, meiri athygli og meiri bætur.“ Ertu ekki að gera lítið úr þeim sem eiga við raunverulegan vanda að stríða? „Nei, ég vil nefnilega hjálpa. Það eiga allir við sinn vanda að stríða en það er ekki gott að festast í vandanum. Félagsráðgjafar eiga að sparka í rassinn á fólki og koma því áfram. Það er verkefni félagsráðgjafa, það hafa allir styrkleika. Ég ætla bara segja það hér, að mér finnst það synd þegar félagsráðgjafinn fer að líta á það sem mannréttindi skjólstæðings síns að reykja kannabis og fokka upp lífi sínu. Að fara að berjast fyrir því að hann fái að vera bara á þeim stað í tilverunni,“ segir Björk, og talar um málið af ástríðu. „Þegar viðkomandi gæti kannski með öllum sínum styrkleikum og persónutöfrum farið að gera eitthvað miklu, miklu betra. Ekki fyrir samfélagið heldur fyrir sjálfan sig,“ útskýrir hún og heldur áfram. „Kannski eigum við að fara að krefjast árangurs. Ég hef talað fyrir því að félagsráðgjafar og það kemur inn á rekstrahallann, að við erum með alltof mikið af vinnufæru fólki á fjárhagsaðstoð. Að sjálfsögðu á samfélagið að veita fólki fjárhagsaðstoð sem ekki getur veitt sér neina björg sjálft. En að hafa fólk sem er vinnufært á fjárhagsaðstoð á sama tíma og okkur sárvantar strætóbílstjóra, fólk í heimaþjónustu, fólk á frístundaheimilin og allt þetta. Það er bara algjörlega galið. Ég sjálf ber ábyrgð ásamt öllum í velferðarráði á þessu regluverki sem fjárhagsaðstoðin er byggð á. Ég hef verið að berjast fyrir því í mörg mörg ár að koma á skilyrðingum í fjárhagsaðstoð en það hefur ekki tekist vegna þess að lögin gefa ekki heimild til þess. Það er ekki í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga að það megi skilyrða fjárhagsaðstoð. Við höfum verið að beita ákveðnum skilyrðingum samt sem áður. Nú er Hafnarfjörður farinn að gera þetta mun harðar með mjög góðum árangri þó að lögunum hafi ekki verið breytt. Það hefur tekist frábærlega vel en við höfum ekki náð því pólitískt fram í Reykjavík vegna þess að lögfræðingarnir segja að það sé mjög hættulegt að fara þessa leið. Lögin beinlínis heimili það ekki,“ heldur hún áfram. „Við sömdum um það við ríkisstjórnina þegar Samfylking og Vinstri græn voru í ríkisstjórn að breyta þessum lögum þannig að við gætum skilyrt fólk sem sannarlega væri vinnufært til þess að fá minni fjárhagsaðstoð ef það neitaði vinnu. Ríkisstjórnin sveik það. Svo komast Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur til valda, það er sama. Það er engu breytt í þessum lögum.“ Unga fólkið missir smám saman lífskraft Hún segir Samband íslenskra sveitarfélaga vilja þessar breytingar, að skilyrða fjárhagsaðstoð. „En það hefur verið andstaða við það hjá velferðarsviði borgarinnar en ekki hjá þjónustumiðstöðvunum, þar sem starfsmenn hitta unga fólkið sem er vinnufært, þar til að það verður óvinnufært því fólk sem er lengi á fjárhagsaðstoð festist í svona fátækragildru. Það smám saman missir hlutverk sitt, missir taktinn í tilverunni. Fer að sofa kannski þrettán tíma á sólarhring, fær vegna þess stoðkerfisvanda sem ekki var til staðar áður. Svo þegar hann er kominn og þér finnst allt hálf vonlaust enda alltaf með bakverk þá ertu orðinn dapur og svo þunglyndur. Þú smám saman missir allan lífskraft. Mér finnst þetta svo mikið mannréttindabrot sem við erum að gera gagnvart ungu fólki að einhvern veginn bjóða því upp á aðstoð sem er mjög dýr fyrir samfélagið og mjög dýr fyrir einstaklinginn. Og ég hef tapað í þessari baráttu. Það er alveg sama hver ræður á Alþingi, lögunum er ekki breytt. Samt höfum við ótal dæmi um fólk sem nær bata. Nærtækt er að nefna kollega minn í borginni sem dæmi um mann sem hefur spjarað sig vel þrátt fyrir að hafa lýst því yfir opinberlega að hann hafi reykt sig alla leið í geðrof, Halldór Auðar Svansson. „Og ég nefni eiginmann minn. Ef hann hefði verið settur á einhverja aðstoð þá hefði hann kannski aldrei spjarað sig sjálfur og hætt að reykja kannabis. Hvar væru þeir og allir hinir sem ná bata ef við hefðum bara leyft þeim að vera á þeim stað sem þeir voru í veikindum sínum?“ Vill rannsaka veikleikavæðinguna Björk hyggst nú, þegar hún hættir í pólitíkinni, klára mastersnám í félagsráðgjöf. „Og rannsaka þetta sem ég kalla veikleikavæðingu velferðarþjónustunnar. Hvort velferðarþjónustan sé einmitt hreinlega að ýta undir að fólk bjargi sér ekki sjálft með því að taka undir: Já, þú ert með þrjár greiningar og foreldrar þínir skildu þegar þú varst sjö ára og þú þurftir töluvert að vera hjá ömmu þinni og afa, það voru erfiðar heimilisaðstæður þar og svo öll sagan. Í staðinn fyrir að hitta einstaklinginn og hugsa bara um hann. Hvaða styrkleika hann hefur. Ég þekki sjálf fullt af þessu unga fólki sem hefur verið á fjárhagsaðstoð og ég sé ekki allan þennan vanda sem er til staðar hjá þessu fólki því ég sé bara ungt og öflugt fólk þangað til það grotnar niður og endar á örorku.“ Býr kerfið til þessi vandamál?„Ég er viss um það. Nú verða félagsráðgjafar brjálaðir þegar þeir heyra þetta og það verður bara að hafa það. Ég veit alveg að margir eru sömu skoðunar, en eru kannski fastir í þessu vinnulagi. Mér finnst of mikil linkind innan kerfisins og við vera með of margt vinnufært fólk á fjárhagsaðstoð. Við getum sparað mjög mikla fjármuni með því að fækka fólki á fjárhagsaðstoð. Auk þess að spara í heilsutengdum kostnaði til framtíðar. Þetta er svona stóra pólitíska málið sem ég brenn fyrir því mér finnst við eigum að gefa ungu fólki tækifæri ef ekki á vinnu þá menntun.“Mamma stáltá Myndu sálfræðingar á heilsugæslustöðvunum ekki geta greitt úr þessum vanda að hluta til?Að ungt fólk hefði greiðari aðgang að smá sálgæslu? „Jú, það væri ágætt. Ég væri algjörlega til í að borga fyrir sálfræðinga á hverri einustu heilsugæslustöð ef sálfræðingarnir segðu við viðkomandi: Já, ég skil þig. Það hefur verið erfitt að lenda í þessu, en núna ertu hér, ótrúlega flott og þú bara bjargar þér. Við megum ekki velta okkur upp úr þessu. Það er verið að sóa peningum í að greina alla í stað þess að mæta bara þörfum fólks. Þannig að ef sálfræðingarnir á heilsugæslustöðvunum væru þá ekki allir að sjúkdómsvæða alla skapaða hluti væri ég til í að borga fyrir það. En ég er ekki til í að borga lengur fyrir það að allir þessir sérfræðingar gefi greiningar, sem viðkomandi fer svo með til félagsráðgjafans og segja bara: Ég er með svona og svona greiningu og þið verðið að hjálpa mér.“ Björk hefur viðurnefnið Mamma stáltá í borgarstjórninni, gælunafn sem kollegi hennar Elsa Yeoman fann upp. Þarf að fá Mömmu stáltá aftur í félagsráðgjöfina?„Elsu finnst ég vera svo hörð þannig að hún kallar mig Mömmu stáltá. Ég er svona hörð því ég kann að segja nei og það er svo mikilvægt að kunna það. Vegna þess að ég held að þú hjálpir fólki svo vel með því. Ég hef sjálf oft þurft að fá spark í rassinn. Ég er ógeðslega löt í eðli mínu og gæti alveg farið í það að gera ekki neitt, en það væri ekki gott fyrir mig og ekki fyrir samfélagið. Ég hef þurft að sparka í rassinn á börnunum mínum og öllum. Það er mikilvægt að geta sett fólki stólinn fyrir dyrnar, og ég er bara glöð með að vera kölluð Mamma stáltá.“ Þú ert greinilega grjóthörð?„Ég er grjóthörð og svo er ég er með stálhné, og þetta með Mömmu stáltá kom löngu áður en ég fékk stálhnéð. Þannig að það var alltaf verið að pæla í því fyrra hvort ég ætti að fá mér stáltá eða hvort ætti að breyta þessu og kalla mig Mömmu stálhné, en okkur þótti það ekki jafn flott,“ segir hún hlæjandi. Öflug með stálhné í berjamó Björk fór fyrst að hugsa um að hætta í pólitík þegar hún fór í veikindaleyfi í fyrra. „Þá fékk ég stálhnéð. Það er þvílíkur lúxus og virkar í berjamó. En þegar ég var í leyfinu var ég alltaf að tala við hjúkrunarfræðinga og fara í undirbúningsviðtöl og allir sögðu: Æi, aumingja þú, þetta lítur illa út á myndum. Það verða miklir verkir. Ég segi: Ætlið þið aldrei að spyrja hvað ég er orkumikil? Hvað ég get gert? Ég er alveg til í að fara í sjúkraþjálfun frá fyrsta degi. Ég er alltaf til í að hreyfa mig. Þá fór ég að upplifa hvernig veikleikar manns eru kortlagðir – hvernig allt kerfið er upptekið af því að kortleggja það sem er að. Þó að ég sé með gigt í nokkrum liðum þá er ég alveg ótrúlega öflug, þó ég segi sjálf frá. Það var um þetta leyti sem ég fór að hugsa um að kannski væri minn tími kominn,“ útskýrir Björk sem ætlar að reyna að snúa þessari þróun við í félagsráðgjöfinni. Hún segir sér hafa mistekist í velferðarráði. „Mér hefur alveg tekist að gera fullt af flottum hlutum. Ég hef gert marga góða hluti en nú er komið annað fólk sem líka er tilbúið að berjast. Ég hef engan áhuga á að verða einhver besservisser, svona týpa sem situr fundi og segir: Það er búið að prófa þetta, þetta gekk ekki, eða: Við fórum í þetta 2005, það tókst ekki. En mér hefur mistekist að koma á skilyrðingum fyrir fjárhagsaðstoð sem ég hef svo mikla trú á. Ég hef trú á því að gefa ungu fólki tækifæri.“ Alþingi Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Sjá meira
Ég var kosin í borgarstjórn árið 2002, en nú ætla ég að biðjast lausnar eins og það heitir á næsta fundi borgarstjórnar,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi í þrettán ár, lengst af sem formaður velferðarráðs í Reykjavík. Hún er búin að fá nóg af stjórnmálum og stefnir á ný mið. „Mér finnst minn tími vera kominn. Ég finn að ég er búin að segja það í borgarstjórn sem mig langar að segja og berjast fyrir því sem ég vildi berjast fyrir.“ Björk segist nú ætla að fara að huga að sjálfri sér og gera það sem hana langar til. „Ég ætla að byrja á því að fara sem sjálfboðaliði til Palestínu þar sem ég ætla að vera fram yfir áramótin. Þegar ég kem heim ætla að ég að gerast félagsráðgjafi á nýjan leik og fara aftur til uppruna míns.“Til staðar fyrir fólkið Björk átti farsælan feril sem félagsráðgjafi áður en hún hóf ferilinn í pólitík. Í Palestínu ætlar Björk að vinna með sjálfboðaliðasamtökum kvenna sem reka friðarhús á Vesturbakkanum, IWPS. „Maður getur svo sem ekki skipulagt sig alveg frá a-ö því það gerist svo margt óvænt í Palestínu. En planið er að fara að vinna í bændasamfélagi þar sem er ólífuræktun. Starfið felst í því að hjálpa bændum við tínsluna, vernda þá því þetta svæði er umkringt landnemabyggðum. Það er búið að ræna landinu af bændum og landnemarnir eru heittrúaðir. Þeir hafa gert allt til að koma í veg fyrir tínsluna. Því fleiri vestrænir sjálfboðaliðir því betra því þá hemja þeir sig aðeins í ofbeldinu. Svo vonandi fæ ég að fylgja börnum sem búa við landtökubyggðir í skólann. Það er alltaf verið að áreita börnin. Svo ætla ég bara að vera til staðar fyrir fólkið, eins og maður segir. Og segja kannski frá því á samfélagsmiðlum hvað er um að vera til þess að vekja áhuga fólks á þessum aðstæðum.“ Er staðan ekki vonlaus í Palestínu, eru einhver merki um að málin leysist? „Nei, hún er alls ekkert vonlaus. Hernámið er vonlaust en ástandið er ekki vonlaust. Palestínumenn trúa enn að þarna geti orðið friður og þeir hafa samþykkt tveggja ríkja lausn á þessu svæði og samþykkt meira að segja að Ísraelar fái miklu meira land en þeir fengu upprunalega frá Sameinuðu þjóðunum 1948. Þeir eru komnir með um 80 prósent af öllu landinu sem áður var Palestína undir sín yfirráð, en þeir fengu 50 prósent í upphafi. Svo eru þeir enn að ræna landinu fyrir nýjar landtökubyggðir.“ Björk ætlar að reyna að komast inn á Gasasvæðið þar sem mestu átökin hafa verið. „Það er mjög óljóst hvort verður af því. Það er erfitt að komast þangað, hátt flækjustig og undir ákvörðunarvaldi Ísraelshers hvort maður kemst inn. Manninum mínum var til dæmis meinað að fara þangað inn nú á dögunum, en hann hefur alltaf getað ferðast þangað síðastliðin ár.“Hagsmunaöflin ráða of miklu En hvers vegna að hætta í pólitíkinni?„Ég er orðin þreytt á þessum minniháttar ágreiningsefnum sem oft eru gerð að stórum málum í íslenskri pólitík. Ég aðhyllist sáttapólítík. Því kjósendur, borgarbúar, landsmenn, eru ekkert í eðli sínu bara sammála einum flokki. Það eru ótrúlega fáir þannig. Okkur greinir hugmyndalega á. Ég til dæmis vil hafa háa skatta á efnameira fólk til þess að geta veitt góða samfélagsþjónustu og jafnað kjör til barnafjölskyldna sem allar opinberar tölur sýna að eru verst setti hópurinn. Þannig að ég trúi að skattkerfið sé jöfnunartæki. Sjálfstæðismenn vilja hins vegar lækka skatta ríkra og gera ríka fólkið enn þá ríkara sem ég skil ekki alveg. En við getum tekið ákvarðanir sem eru málamiðlanir. Í dag er svolítið verið að gera annaðhvort eða. Allur auðlegðarskatturinn er tekinn af í stað þess að gera samkomulag um að hann haldist að hluta til vegna þess að stór hluti þjóðarinnar vill meiri jöfnuð og vill að þeir sem hafa meira á milli handanna gefi meira til samfélagsins,“ útskýrir Björk og bætir við að við hugsum of mikið um það sem sundrar okkur. „Í flokkapólitíkinni, sem ég hef verið í stóran hluta minnar fullorðinsævi, eru ótrúlega fáir sem hugsa bara eins og þeir sem aðhyllast stefnu síns flokks. Af því að fólk er með svo marga eigin hagsmuni, og einhverja heildarsýn um hvernig samfélagið eigi að líta út. Við erum lítið samfélag þar sem fjölskyldubönd eru sterk og tengsl fólks á milli. Mér finnst að stjórnmálin þurfi að ná sátt og vera tilbúin að segja við hagsmunaöflin: nei, hingað og ekki lengra. Hagsmunaöflin ráða alveg ótrúlega miklu í allri pólitík.“Alltaf að verða meiri anarkisti Þér finnst stjórnmálamenn litaðir af hagsmunatengslum? „Já, alveg þvers og kruss. Ég segi stundum, að mér finnist stjórnmálamennirnir ráða alltof litlu því þeir eru í svo miklu samráði við hagsmunahópa,“ segir Björk og heldur áfram. „Svo finnst mér embættismenn ráða mjög miklu í kerfinu, það er alltaf lögfræðin sem ræður. Okkur langar oft að gera eitt og annað en lögfræðin segir: nei, það má ekki. Þið verðið að gæta meðalhófs, jafnræðisreglu, sveitarstjórnarlaga,“ útskýrir Björk. „Það er margt sem mann langar að gera en þá kemur borgarlögmaður, og ég hef ekkert á móti henni persónulega, og segir: heyrðu, jafnræðisregla stjórnsýslulaganna kemur í veg fyrir að þú getir veitt fjármagn til þessa verkefnis.“ Björk segir breytingar hægar innan kerfisins og hún sé orðin leið á því. „Þannig að inn á milli er ég alltaf að verða meiri anarkisti í mér. Við réðum frábæran sviðstjóra velferðarsviðs, Stefán Eiríksson, sem kom mjög sterkur inn. Hann er lögfræðingur sem leggur áherslu á að vinna á grundvelli laga, en stundum pirra lögin mig svo. Ég læt hann stundum heyra það!“ segir Björk og hlær.Allt í einu komin í hóp vondraHún segir báknið og lögfræðina stoppa miklu fleira en fólk viti. „Sumir segja að þetta séu bara ónýtir pólitíkusar og tala illa um pólitíkusa eins og þeir sem eru í pólitík séu allt í einu orðnir vont fólk þó að maður hafi verið góður áður – ég veit að ég var góð áður. En allt í einu er maður kominn í hóp vondra. Það sem fólk veit ekki er að það er oft eitthvert regluverk, annaðhvort lögfræði eða stjórnsýsla eða eitthvað annað sem stoppar hlutina innan kerfanna. Kerfin eru orðin svo mikil en samt viljum við auðvitað hafa kerfin til þess að það séu einhverjar reglur.“ Hún segist alltaf hafa verið hrifin af slagorði Sjálfstæðisflokksins: Burt með báknið. „Vegna þess að mér finnst borgarbáknið vera allt of fast í skorðum.“ Nýlegar tölur sýna að rekstrarhalli borgarinnar er mikill. Björk segir það að hluta til stafa af dýrum kjarasamningum. „Þeir skiluðu sér að stærstum hluta til þeirra sem þurftu að fá talsverðar hækkanir. Þær voru sanngjarnar þessar launahækkanir en þær hafa orðið okkur talsvert dýrari en gert var ráð fyrir þannig að við þurfum að hagræða. Við þurfum líka kannski að gera meiri kröfur til þeirra sem fengu launahækkanir. Þó það sé ekki gaman að segja það, þá eins og með kennara, þeir fengu mjög góðar launahækkanir. Við verðum, og ekki bara gagnvart þeim heldur öllum öðrum líka, að fá meiri framleiðni út úr störfunum. Þegar maður er farinn að borga góð laun þá getur maður gert meiri kröfur og það er kannski hluti af þessari hagræðingu sem við þurfum að fara í. Við þurfum að krefja fólk um árangur og ég held við getum hagrætt innan kerfisins þannig og verið bara svolítið stífir atvinnurekendur.“Við erum alltof upptekin af greiningum Talið berst að félagsráðgjöf, starfi sem Björk þekkir af eigin reynslu. „Það er grunnhlutverk félagsráðgjafa að kortleggja styrkleika fólks og finna einhverjar bjargir í samfélaginu til þess að hjálpa einstaklingnum að koma sér áfram og vera sjálfbjarga. Mér finnst mjög margir félagsráðgjafar vera alltof mikið í því að kortleggja veikleika fólks. Og það má alveg hafa það eftir mér, það er veikleikavæðing innan velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur fengið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjölmiðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“ Fréttablaðið/Vilhelm Fá meira fyrir að eiga bágt Ertu að segja að það sé einhver aumingjavæðing í gangi? „Það er það. Þú færð meira með því að eiga svolítið bágt, meiri athygli og meiri bætur.“ Ertu ekki að gera lítið úr þeim sem eiga við raunverulegan vanda að stríða? „Nei, ég vil nefnilega hjálpa. Það eiga allir við sinn vanda að stríða en það er ekki gott að festast í vandanum. Félagsráðgjafar eiga að sparka í rassinn á fólki og koma því áfram. Það er verkefni félagsráðgjafa, það hafa allir styrkleika. Ég ætla bara segja það hér, að mér finnst það synd þegar félagsráðgjafinn fer að líta á það sem mannréttindi skjólstæðings síns að reykja kannabis og fokka upp lífi sínu. Að fara að berjast fyrir því að hann fái að vera bara á þeim stað í tilverunni,“ segir Björk, og talar um málið af ástríðu. „Þegar viðkomandi gæti kannski með öllum sínum styrkleikum og persónutöfrum farið að gera eitthvað miklu, miklu betra. Ekki fyrir samfélagið heldur fyrir sjálfan sig,“ útskýrir hún og heldur áfram. „Kannski eigum við að fara að krefjast árangurs. Ég hef talað fyrir því að félagsráðgjafar og það kemur inn á rekstrahallann, að við erum með alltof mikið af vinnufæru fólki á fjárhagsaðstoð. Að sjálfsögðu á samfélagið að veita fólki fjárhagsaðstoð sem ekki getur veitt sér neina björg sjálft. En að hafa fólk sem er vinnufært á fjárhagsaðstoð á sama tíma og okkur sárvantar strætóbílstjóra, fólk í heimaþjónustu, fólk á frístundaheimilin og allt þetta. Það er bara algjörlega galið. Ég sjálf ber ábyrgð ásamt öllum í velferðarráði á þessu regluverki sem fjárhagsaðstoðin er byggð á. Ég hef verið að berjast fyrir því í mörg mörg ár að koma á skilyrðingum í fjárhagsaðstoð en það hefur ekki tekist vegna þess að lögin gefa ekki heimild til þess. Það er ekki í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga að það megi skilyrða fjárhagsaðstoð. Við höfum verið að beita ákveðnum skilyrðingum samt sem áður. Nú er Hafnarfjörður farinn að gera þetta mun harðar með mjög góðum árangri þó að lögunum hafi ekki verið breytt. Það hefur tekist frábærlega vel en við höfum ekki náð því pólitískt fram í Reykjavík vegna þess að lögfræðingarnir segja að það sé mjög hættulegt að fara þessa leið. Lögin beinlínis heimili það ekki,“ heldur hún áfram. „Við sömdum um það við ríkisstjórnina þegar Samfylking og Vinstri græn voru í ríkisstjórn að breyta þessum lögum þannig að við gætum skilyrt fólk sem sannarlega væri vinnufært til þess að fá minni fjárhagsaðstoð ef það neitaði vinnu. Ríkisstjórnin sveik það. Svo komast Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur til valda, það er sama. Það er engu breytt í þessum lögum.“ Unga fólkið missir smám saman lífskraft Hún segir Samband íslenskra sveitarfélaga vilja þessar breytingar, að skilyrða fjárhagsaðstoð. „En það hefur verið andstaða við það hjá velferðarsviði borgarinnar en ekki hjá þjónustumiðstöðvunum, þar sem starfsmenn hitta unga fólkið sem er vinnufært, þar til að það verður óvinnufært því fólk sem er lengi á fjárhagsaðstoð festist í svona fátækragildru. Það smám saman missir hlutverk sitt, missir taktinn í tilverunni. Fer að sofa kannski þrettán tíma á sólarhring, fær vegna þess stoðkerfisvanda sem ekki var til staðar áður. Svo þegar hann er kominn og þér finnst allt hálf vonlaust enda alltaf með bakverk þá ertu orðinn dapur og svo þunglyndur. Þú smám saman missir allan lífskraft. Mér finnst þetta svo mikið mannréttindabrot sem við erum að gera gagnvart ungu fólki að einhvern veginn bjóða því upp á aðstoð sem er mjög dýr fyrir samfélagið og mjög dýr fyrir einstaklinginn. Og ég hef tapað í þessari baráttu. Það er alveg sama hver ræður á Alþingi, lögunum er ekki breytt. Samt höfum við ótal dæmi um fólk sem nær bata. Nærtækt er að nefna kollega minn í borginni sem dæmi um mann sem hefur spjarað sig vel þrátt fyrir að hafa lýst því yfir opinberlega að hann hafi reykt sig alla leið í geðrof, Halldór Auðar Svansson. „Og ég nefni eiginmann minn. Ef hann hefði verið settur á einhverja aðstoð þá hefði hann kannski aldrei spjarað sig sjálfur og hætt að reykja kannabis. Hvar væru þeir og allir hinir sem ná bata ef við hefðum bara leyft þeim að vera á þeim stað sem þeir voru í veikindum sínum?“ Vill rannsaka veikleikavæðinguna Björk hyggst nú, þegar hún hættir í pólitíkinni, klára mastersnám í félagsráðgjöf. „Og rannsaka þetta sem ég kalla veikleikavæðingu velferðarþjónustunnar. Hvort velferðarþjónustan sé einmitt hreinlega að ýta undir að fólk bjargi sér ekki sjálft með því að taka undir: Já, þú ert með þrjár greiningar og foreldrar þínir skildu þegar þú varst sjö ára og þú þurftir töluvert að vera hjá ömmu þinni og afa, það voru erfiðar heimilisaðstæður þar og svo öll sagan. Í staðinn fyrir að hitta einstaklinginn og hugsa bara um hann. Hvaða styrkleika hann hefur. Ég þekki sjálf fullt af þessu unga fólki sem hefur verið á fjárhagsaðstoð og ég sé ekki allan þennan vanda sem er til staðar hjá þessu fólki því ég sé bara ungt og öflugt fólk þangað til það grotnar niður og endar á örorku.“ Býr kerfið til þessi vandamál?„Ég er viss um það. Nú verða félagsráðgjafar brjálaðir þegar þeir heyra þetta og það verður bara að hafa það. Ég veit alveg að margir eru sömu skoðunar, en eru kannski fastir í þessu vinnulagi. Mér finnst of mikil linkind innan kerfisins og við vera með of margt vinnufært fólk á fjárhagsaðstoð. Við getum sparað mjög mikla fjármuni með því að fækka fólki á fjárhagsaðstoð. Auk þess að spara í heilsutengdum kostnaði til framtíðar. Þetta er svona stóra pólitíska málið sem ég brenn fyrir því mér finnst við eigum að gefa ungu fólki tækifæri ef ekki á vinnu þá menntun.“Mamma stáltá Myndu sálfræðingar á heilsugæslustöðvunum ekki geta greitt úr þessum vanda að hluta til?Að ungt fólk hefði greiðari aðgang að smá sálgæslu? „Jú, það væri ágætt. Ég væri algjörlega til í að borga fyrir sálfræðinga á hverri einustu heilsugæslustöð ef sálfræðingarnir segðu við viðkomandi: Já, ég skil þig. Það hefur verið erfitt að lenda í þessu, en núna ertu hér, ótrúlega flott og þú bara bjargar þér. Við megum ekki velta okkur upp úr þessu. Það er verið að sóa peningum í að greina alla í stað þess að mæta bara þörfum fólks. Þannig að ef sálfræðingarnir á heilsugæslustöðvunum væru þá ekki allir að sjúkdómsvæða alla skapaða hluti væri ég til í að borga fyrir það. En ég er ekki til í að borga lengur fyrir það að allir þessir sérfræðingar gefi greiningar, sem viðkomandi fer svo með til félagsráðgjafans og segja bara: Ég er með svona og svona greiningu og þið verðið að hjálpa mér.“ Björk hefur viðurnefnið Mamma stáltá í borgarstjórninni, gælunafn sem kollegi hennar Elsa Yeoman fann upp. Þarf að fá Mömmu stáltá aftur í félagsráðgjöfina?„Elsu finnst ég vera svo hörð þannig að hún kallar mig Mömmu stáltá. Ég er svona hörð því ég kann að segja nei og það er svo mikilvægt að kunna það. Vegna þess að ég held að þú hjálpir fólki svo vel með því. Ég hef sjálf oft þurft að fá spark í rassinn. Ég er ógeðslega löt í eðli mínu og gæti alveg farið í það að gera ekki neitt, en það væri ekki gott fyrir mig og ekki fyrir samfélagið. Ég hef þurft að sparka í rassinn á börnunum mínum og öllum. Það er mikilvægt að geta sett fólki stólinn fyrir dyrnar, og ég er bara glöð með að vera kölluð Mamma stáltá.“ Þú ert greinilega grjóthörð?„Ég er grjóthörð og svo er ég er með stálhné, og þetta með Mömmu stáltá kom löngu áður en ég fékk stálhnéð. Þannig að það var alltaf verið að pæla í því fyrra hvort ég ætti að fá mér stáltá eða hvort ætti að breyta þessu og kalla mig Mömmu stálhné, en okkur þótti það ekki jafn flott,“ segir hún hlæjandi. Öflug með stálhné í berjamó Björk fór fyrst að hugsa um að hætta í pólitík þegar hún fór í veikindaleyfi í fyrra. „Þá fékk ég stálhnéð. Það er þvílíkur lúxus og virkar í berjamó. En þegar ég var í leyfinu var ég alltaf að tala við hjúkrunarfræðinga og fara í undirbúningsviðtöl og allir sögðu: Æi, aumingja þú, þetta lítur illa út á myndum. Það verða miklir verkir. Ég segi: Ætlið þið aldrei að spyrja hvað ég er orkumikil? Hvað ég get gert? Ég er alveg til í að fara í sjúkraþjálfun frá fyrsta degi. Ég er alltaf til í að hreyfa mig. Þá fór ég að upplifa hvernig veikleikar manns eru kortlagðir – hvernig allt kerfið er upptekið af því að kortleggja það sem er að. Þó að ég sé með gigt í nokkrum liðum þá er ég alveg ótrúlega öflug, þó ég segi sjálf frá. Það var um þetta leyti sem ég fór að hugsa um að kannski væri minn tími kominn,“ útskýrir Björk sem ætlar að reyna að snúa þessari þróun við í félagsráðgjöfinni. Hún segir sér hafa mistekist í velferðarráði. „Mér hefur alveg tekist að gera fullt af flottum hlutum. Ég hef gert marga góða hluti en nú er komið annað fólk sem líka er tilbúið að berjast. Ég hef engan áhuga á að verða einhver besservisser, svona týpa sem situr fundi og segir: Það er búið að prófa þetta, þetta gekk ekki, eða: Við fórum í þetta 2005, það tókst ekki. En mér hefur mistekist að koma á skilyrðingum fyrir fjárhagsaðstoð sem ég hef svo mikla trú á. Ég hef trú á því að gefa ungu fólki tækifæri.“
Alþingi Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Sjá meira