Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2015 12:17 Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. vísir/andri marinó Húsnæðismálin voru Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, hugleikin þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. Gert er ráð fyrir að 2,6 milljarðar fari í húsnæðismálin samkvæmt frumvarpinu. Byggja á félagslegar íbúðir, auka stuðning við leigjendur auk þess sem lagt er til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigumtekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósentum í 50 prósent. „Hér ber að hafa í huga að heildaraðgerðir hins opinbera stuðli fyrst og fremst að auknu framboði húsnæðis og lækkun byggingakostnaðar við þær aðstæður sem nú eru uppi þannig að stöðugt og eðlilegt jafnvægi náist að nýju á fasteignamarkaði,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Bein útsending: Fjárlögin rædd á Alþingi Þá verði að koma á sjálfbæru fjármögnunarkerfi á húsnæðismarkaði til að auðvelda ungu fólki að kaupa sína fyrstu eign og þá þurfi að koma í veg fyrir ósjálfbæra skuldasöfnun. Of miklir hvatar væru að baki mikilli skuldsetningu almennings og nefndi Bjarni í því samhengi vaxtabótakerfið. Taka þyrfti á þessu.35.000 einstaklingar hafa nýtt séreignarsparnað sinn Fjármálaráðherra sagði svo að hann vildi festa varanlega í sessi séreignarsparnaðarleiðina en fasteignaeigendur geta tekið út séreignarsparnað sinn til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána. Samkvæmt núgildandi lögum er hægt að nýta séreignarsparnaðinn með þessum hætti þar til í júní 2019. Um skattfrjálsar úttektir er að ræða. „Nú eru um 35.000 einstaklingar að nýta sér þá leið til að lækka greiðslubyrði sína. [...] Fjárhæðin sem búið er að ráðstafa af séreignarsparnaði til greiðslu lána og útgreiðsla vegna kaupa er um 11 milljarðar í dag. Að gefnum ákveðnum forsendum er hið opinbera að veita þannig með þessari aðgerð hátt í hálfan milljarð á mánuði í skattafrádrátt til að auðvelda einstaklingum að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna.“ Bjarni sagði að þetta yrði að taka með í umræðu um aðgerðir sem ríkisstjórnin stendur fyrir til að bæta húsnæðiskerfið. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Lækkun skatta gæti ýtt undir þenslu Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands telur hættu á að þensla muni aukast þar sem óbærilegur þrýstingur verði á að eyða peningum. 10. september 2015 10:33 Á þriðja milljarð í húsnæðismál Ríkisstjórnin ætlar að setja 1,5 milljarða í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu húsnæði og 1,1 milljarð í húsnæði. 9. september 2015 07:00 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Húsnæðismálin voru Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, hugleikin þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. Gert er ráð fyrir að 2,6 milljarðar fari í húsnæðismálin samkvæmt frumvarpinu. Byggja á félagslegar íbúðir, auka stuðning við leigjendur auk þess sem lagt er til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigumtekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósentum í 50 prósent. „Hér ber að hafa í huga að heildaraðgerðir hins opinbera stuðli fyrst og fremst að auknu framboði húsnæðis og lækkun byggingakostnaðar við þær aðstæður sem nú eru uppi þannig að stöðugt og eðlilegt jafnvægi náist að nýju á fasteignamarkaði,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Bein útsending: Fjárlögin rædd á Alþingi Þá verði að koma á sjálfbæru fjármögnunarkerfi á húsnæðismarkaði til að auðvelda ungu fólki að kaupa sína fyrstu eign og þá þurfi að koma í veg fyrir ósjálfbæra skuldasöfnun. Of miklir hvatar væru að baki mikilli skuldsetningu almennings og nefndi Bjarni í því samhengi vaxtabótakerfið. Taka þyrfti á þessu.35.000 einstaklingar hafa nýtt séreignarsparnað sinn Fjármálaráðherra sagði svo að hann vildi festa varanlega í sessi séreignarsparnaðarleiðina en fasteignaeigendur geta tekið út séreignarsparnað sinn til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána. Samkvæmt núgildandi lögum er hægt að nýta séreignarsparnaðinn með þessum hætti þar til í júní 2019. Um skattfrjálsar úttektir er að ræða. „Nú eru um 35.000 einstaklingar að nýta sér þá leið til að lækka greiðslubyrði sína. [...] Fjárhæðin sem búið er að ráðstafa af séreignarsparnaði til greiðslu lána og útgreiðsla vegna kaupa er um 11 milljarðar í dag. Að gefnum ákveðnum forsendum er hið opinbera að veita þannig með þessari aðgerð hátt í hálfan milljarð á mánuði í skattafrádrátt til að auðvelda einstaklingum að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna.“ Bjarni sagði að þetta yrði að taka með í umræðu um aðgerðir sem ríkisstjórnin stendur fyrir til að bæta húsnæðiskerfið.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Lækkun skatta gæti ýtt undir þenslu Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands telur hættu á að þensla muni aukast þar sem óbærilegur þrýstingur verði á að eyða peningum. 10. september 2015 10:33 Á þriðja milljarð í húsnæðismál Ríkisstjórnin ætlar að setja 1,5 milljarða í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu húsnæði og 1,1 milljarð í húsnæði. 9. september 2015 07:00 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Lækkun skatta gæti ýtt undir þenslu Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands telur hættu á að þensla muni aukast þar sem óbærilegur þrýstingur verði á að eyða peningum. 10. september 2015 10:33
Á þriðja milljarð í húsnæðismál Ríkisstjórnin ætlar að setja 1,5 milljarða í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu húsnæði og 1,1 milljarð í húsnæði. 9. september 2015 07:00
Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28