Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael atli Ísleifsson skrifar 25. september 2015 12:08 Samskipti Íslands og Ísraels hafa mikið verið í umræðunni síðustu daga. Vísir/Getty Utanríkisráðuneytið hefur svarað fyrirspurn fréttastofu um hver sé stefna Íslands gagnvart Ísrael. Samskipti ríkjanna hafa mikið verið í umræðunni frá því að borgarstjórn Reykjavíkurborgar samþykkti að við innkaup á vegum borgarinnar skyldi sniðganga ísraelskar vörur. Sú samþykkt var dregin til baka á þriðjudaginn.Í frétt á vef ráðuneytisins frá því í gær segir að síðustu daga hafi fulltrúar utanríkisráðuneytisins verið í sambandi við stjórnvöld í Ísrael, íslenska hagsmunaaðila og erlend fyrirtæki sem flytja inn íslenskar vörur og fulltrúa samtaka gyðinga. Þar hafi „stefna Íslands gagnvart Ísrael verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið.“Landtaka skýrt brot á alþjóðalögumÍ svari ráðuneytisins segir að Ísland og Ísrael hafi í gegnum tíðina átt vinsamleg samskipti og hafi Ísland verið meðal annars í forgöngu þjóða innan Sameinuðu þjóðanna sem beittu sér fyrir stofnun Ísraelsríkis árið 1948. „Pólitísk samskipti á ráðherrastigi og embættismannastigi eru töluverð og í gildi er fríverslunarsamningur á milli EFTA og Ísrael. Þá kemur nokkur fjöldi ísraelskra ferðamanna til Íslands ár hvert og menningartengsl eru fyrir hendi. Íslensk stjórnvöld hafa í gegnum árin og við ýmis tækifæri (einnig fyrir viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu) fordæmt landtöku Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem og telja hana skýrt brot á alþjóðalögum. Þá tekur fríverslunarsamningur EFTA við Ísrael ekki til landtökusvæðanna,“ segir í svarinu.Útbreiddur misskilningur Fréttastofa spurði jafnframt hver „útbreiddi misskilningurinn“ væri sem hafi verið leiðréttur í svörum ráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins kemur fram að sá misskilningur hafi falist í að margir hafi talið að íslensk stjórnvöld hafi sett eða ætlað sér að setja viðskiptabann á Ísrael, að gyðingahatur væri við lýði á Íslandi, að gyðingum væri ekki óhætt að ferðast til Íslands, svo eitthvað sé talið. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Borgarstjórinn reynir að halda öllum góðum í Ísraels-málinu með því að draga það til baka en lofa áframhaldi. Stjórnmálafræðingur telur stöðu hans á vinstri vængnum hafa veikst en telur litlar líkur á að borgarstjórinn fari. 23. september 2015 16:00 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Segja fjármögnun Hörpuhótelsins í uppnámi vegna viðskiptabanns Forstjóri Carpenter & Co, segir Carpenter & Co. ekki skipta sér af íslenskum stjórnmálum eða stefnumótun borgaryfirvalda. 22. september 2015 09:38 Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur svarað fyrirspurn fréttastofu um hver sé stefna Íslands gagnvart Ísrael. Samskipti ríkjanna hafa mikið verið í umræðunni frá því að borgarstjórn Reykjavíkurborgar samþykkti að við innkaup á vegum borgarinnar skyldi sniðganga ísraelskar vörur. Sú samþykkt var dregin til baka á þriðjudaginn.Í frétt á vef ráðuneytisins frá því í gær segir að síðustu daga hafi fulltrúar utanríkisráðuneytisins verið í sambandi við stjórnvöld í Ísrael, íslenska hagsmunaaðila og erlend fyrirtæki sem flytja inn íslenskar vörur og fulltrúa samtaka gyðinga. Þar hafi „stefna Íslands gagnvart Ísrael verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið.“Landtaka skýrt brot á alþjóðalögumÍ svari ráðuneytisins segir að Ísland og Ísrael hafi í gegnum tíðina átt vinsamleg samskipti og hafi Ísland verið meðal annars í forgöngu þjóða innan Sameinuðu þjóðanna sem beittu sér fyrir stofnun Ísraelsríkis árið 1948. „Pólitísk samskipti á ráðherrastigi og embættismannastigi eru töluverð og í gildi er fríverslunarsamningur á milli EFTA og Ísrael. Þá kemur nokkur fjöldi ísraelskra ferðamanna til Íslands ár hvert og menningartengsl eru fyrir hendi. Íslensk stjórnvöld hafa í gegnum árin og við ýmis tækifæri (einnig fyrir viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu) fordæmt landtöku Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem og telja hana skýrt brot á alþjóðalögum. Þá tekur fríverslunarsamningur EFTA við Ísrael ekki til landtökusvæðanna,“ segir í svarinu.Útbreiddur misskilningur Fréttastofa spurði jafnframt hver „útbreiddi misskilningurinn“ væri sem hafi verið leiðréttur í svörum ráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins kemur fram að sá misskilningur hafi falist í að margir hafi talið að íslensk stjórnvöld hafi sett eða ætlað sér að setja viðskiptabann á Ísrael, að gyðingahatur væri við lýði á Íslandi, að gyðingum væri ekki óhætt að ferðast til Íslands, svo eitthvað sé talið.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Borgarstjórinn reynir að halda öllum góðum í Ísraels-málinu með því að draga það til baka en lofa áframhaldi. Stjórnmálafræðingur telur stöðu hans á vinstri vængnum hafa veikst en telur litlar líkur á að borgarstjórinn fari. 23. september 2015 16:00 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Segja fjármögnun Hörpuhótelsins í uppnámi vegna viðskiptabanns Forstjóri Carpenter & Co, segir Carpenter & Co. ekki skipta sér af íslenskum stjórnmálum eða stefnumótun borgaryfirvalda. 22. september 2015 09:38 Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Borgarstjórinn reynir að halda öllum góðum í Ísraels-málinu með því að draga það til baka en lofa áframhaldi. Stjórnmálafræðingur telur stöðu hans á vinstri vængnum hafa veikst en telur litlar líkur á að borgarstjórinn fari. 23. september 2015 16:00
Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08
Segja fjármögnun Hörpuhótelsins í uppnámi vegna viðskiptabanns Forstjóri Carpenter & Co, segir Carpenter & Co. ekki skipta sér af íslenskum stjórnmálum eða stefnumótun borgaryfirvalda. 22. september 2015 09:38
Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37