Innlent

Lögreglumenn í óvenjulegu hlutverki á Alþingi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglumenn utan við þinghúsið rétt áður en þingfundur hófst klukkan 10:30.
Lögreglumenn utan við þinghúsið rétt áður en þingfundur hófst klukkan 10:30. Vísir/Birgir
Fjölmargir einkennis- og óeinkennisklæddir lögreglumenn eru mættir á palla Alþingis þar sem þingfundur hófst klukkan 10:30. Lögreglumennirnir eru ósáttir við að viðsemjendur þeirra nýti sér þá staðreynd að lögreglumenn hafi ekki rétt til verkfalla. Þeir hafa verið samningslausir í rúmlega 20 vikur.

Landsmenn eru orðnir vanir því að sjá lögreglumenn að störfum við Austurvöll og Alþingi undanfarin ár. Þá hafa þeir oftar en ekki verið til taks vegna mótmæla en nú eru þeir sjálfir í hlutverki mótmælenda.

Lögreglumenn hafa minnt á stöðu sína með margvíslegum hætti undanfarið. Hafa þeir meðal annars fjölmennt út á vegi landsins og sinnt umferðareftirliti í auknum mæli. Þá voru þeir allir sem einn inni á lögreglustöðum í tvo tíma í síðustu viku og sinntu skýrslugerð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×