WOW air hefur áætlunarflug til Svíþjóðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2015 09:10 Skúli Mogensen, forstjóir WOW air. WOW air mun hefja áætlunarflug til Västerås, um 100 kílómetra frá Stokkhólmi, þann 19. maí næstkomandi og fljúga þangað fjórum sinnum í viku á mánudögum, þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum allan ársins hring. Flugfélagið mun fljúga til Stockholm Västerås flugvallar (VST) en frá flugvellinum eru greiðar samgöngur bæði með lest og rútu til miðborgar Stokkhólms. Vegalengdin frá flugvellinum til borgarinnar er um 100 kílómetrar. Flugvöllurinn þjónar einnig borgunum Uppsala, Västerås, Örebro og Eskilstuna. Svo segir í fréttatilkynningu frá WOW air. Icelandair flýgur til Stokkhólms alla virka daga og ljóst að með útspili WOW air er komin á samkeppni í flugi utan. „Við erum mjög spennt fyrir því að taka á móti WOW air á Stockholm Västerås flugvelli og fögnum nýjum flugleiðum bæði til Íslands og með áframhaldandi tengiflugi til Norður-Ameríku. Flugvöllurinn er mjög þægilegur með stuttum vegalengdum svo farþegar eru fljótir að fara í gegnum völlinn eftir að lent er. Rútur og bílastæði eru aðeins nokkra metra frá komusal sem gerir ferðalagið sem þægilegast fyrir farþega sem lenda á flugvellinum. Ég er afskaplega stoltur af því að árangursríkt flugfélag eins og WOW air skuli velja Stockholm Västerås“ segir Mikael Nilsson forstjóri flugvallarins. Í Svíþjóð búa um 9 milljónir manna og er landið fjölmennasta land Skandinavíu. Ferðamönnum til Íslands frá Svíþjóð hefur fjölgað síðustu ár og eru Svíar í 7. sæti yfir þær þjóðir sem sóttu Ísland heim á síðasta ári. Um 41 þúsund Svíar komu til landsins árið 2014 samkvæmt Ferðamálastofu. „Það er ánægjulegt að tilkynna áætlunarflug til Stokkhólms en ég bjó í Svíþjóð stóran hluta æsku minnar og hef því sterkar taugar til lands og þjóðar. Flug til Stokkhólms allan ársins hring er liður í stækkun WOW air og styrkir jafnframt leiðarkerfi félagins. Við höfum fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir lægra flugverði frá þessum markaði og meira framboð af lægri fargjöldum mun auka enn vöxt fjölda sænskra ferðamanna til landsins ásamt því að Svíar geta nýtt sér tengiflug til Bandaríkjanna“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air. Fréttir af flugi Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
WOW air mun hefja áætlunarflug til Västerås, um 100 kílómetra frá Stokkhólmi, þann 19. maí næstkomandi og fljúga þangað fjórum sinnum í viku á mánudögum, þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum allan ársins hring. Flugfélagið mun fljúga til Stockholm Västerås flugvallar (VST) en frá flugvellinum eru greiðar samgöngur bæði með lest og rútu til miðborgar Stokkhólms. Vegalengdin frá flugvellinum til borgarinnar er um 100 kílómetrar. Flugvöllurinn þjónar einnig borgunum Uppsala, Västerås, Örebro og Eskilstuna. Svo segir í fréttatilkynningu frá WOW air. Icelandair flýgur til Stokkhólms alla virka daga og ljóst að með útspili WOW air er komin á samkeppni í flugi utan. „Við erum mjög spennt fyrir því að taka á móti WOW air á Stockholm Västerås flugvelli og fögnum nýjum flugleiðum bæði til Íslands og með áframhaldandi tengiflugi til Norður-Ameríku. Flugvöllurinn er mjög þægilegur með stuttum vegalengdum svo farþegar eru fljótir að fara í gegnum völlinn eftir að lent er. Rútur og bílastæði eru aðeins nokkra metra frá komusal sem gerir ferðalagið sem þægilegast fyrir farþega sem lenda á flugvellinum. Ég er afskaplega stoltur af því að árangursríkt flugfélag eins og WOW air skuli velja Stockholm Västerås“ segir Mikael Nilsson forstjóri flugvallarins. Í Svíþjóð búa um 9 milljónir manna og er landið fjölmennasta land Skandinavíu. Ferðamönnum til Íslands frá Svíþjóð hefur fjölgað síðustu ár og eru Svíar í 7. sæti yfir þær þjóðir sem sóttu Ísland heim á síðasta ári. Um 41 þúsund Svíar komu til landsins árið 2014 samkvæmt Ferðamálastofu. „Það er ánægjulegt að tilkynna áætlunarflug til Stokkhólms en ég bjó í Svíþjóð stóran hluta æsku minnar og hef því sterkar taugar til lands og þjóðar. Flug til Stokkhólms allan ársins hring er liður í stækkun WOW air og styrkir jafnframt leiðarkerfi félagins. Við höfum fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir lægra flugverði frá þessum markaði og meira framboð af lægri fargjöldum mun auka enn vöxt fjölda sænskra ferðamanna til landsins ásamt því að Svíar geta nýtt sér tengiflug til Bandaríkjanna“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.
Fréttir af flugi Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur