Hönnun, handverk eða föndur? Halla Helgadóttir skrifar 23. september 2015 07:00 Í tilefni af umræðu um hlut hönnunar í flugstöð Leifs Eiríkssonar er mikilvægt að skoða hvað felst í orðinu hönnun. Hönnun varðar allt frá smæstu merkingum og hlutum, yfir í flíkur, húsgögn, tæki, viðmót, upplifun, hús og skipulag og borgir. Hönnuðir úr ólíkum greinum hönnunar; arkitektar, vöru-, fata- og grafískir hönnuðir, nota mjög sömu aðferðafræði þó tækni og niðurstaða sé mjög ólík. Hönnun og handverk eru í eðli sínu mjög ólíkar greinar þó þær geti skarast og eigi stundum samleið. Hönnuð vara er yfirleitt fjöldaframleidd, hönnuð af sérmenntuðum hönnuðum. Margir hönnuðir stofna fyrirtæki, hanna vörur og láta framleiða þær fyrir sig, markaðssetja og selja. Handverkið sjálft er sjaldnast aðalatriði hönnunarvöru en gæði og stöðugleiki í framleiðslu eru aðalatriði. Sumir íslenskir hönnuðir framleiða vörur sínar sjálfir enda framleiðendur vandfundnir hér á landi. Hugmyndin er það sem skiptir mestu máli en ekki aðferðin við framleiðslu hennar. Aðrir hönnuðir hanna vörur og selja hugmyndir sínar til fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu, sölu og markaðssetningu eða ráðnir til að vinna sérverkefni. Í þeim tilfellum er varan stundum markaðssett undir nafni hönnuðar (sb. IKEA) en oftast undir nafni fyrirtækisins. Langflestir hönnuðir vinna hjá hönnunarfyrirtækjum svo sem arkitektastofum, hönnunarstofum, auglýsingastofum eða hjá fyrirtækjum sb. Össur, CCP, 66North o.s.frv. Listhandverk og handverk er unnið af list- eða iðnmenntuðu fólki sem hefur sérhæft sig í ákveðinni aðferð eða handverki. Handverk er eðli málsins samkvæmt aldrei fjöldaframleitt og framleiðslugetan takmarkast af afköstum hvers og eins. Aðferðin, efnið og handverkið er aðalatriði sem hefur afgerandi áhrif á hugmyndina sem unnið er með og útkomu hennar. Handverksfólk og hönnuðir vinna oft saman. Handverk getur fallið undir skilgreininguna hönnun en flest handverk gerir það ekki. Handverk hefur átt undir högg að sækja, en þykir nú verulega áhugavert svið sem ungt fólk sækir í. Föndur er það sem fólk gerir þegar það býr til eitthvað án þess að hafa sérstaka menntun eða sérhæfða kunnáttu. Margir föndra eða búa til hluti og nota uppskriftir eða fyrirmyndir úr í blöðum, af netinu eða annars staðar. Föndur er hvorki hönnun né listhandverk en nær einstaka sinnum að verða handverk. Fjölbreyttur hópur hönnuða og arkitekta hefur unnið að endurbreytingum flugstöðvarinnar og koma þeir að verkefninu með ólíkum hætti. Það þarf að hanna byggingar, viðbyggingar, umhverfi húsanna, breytingar innanhúss, skipuleggja og hanna leiðir gesta, upplifun þeirra og áferð. Hanna þarf veitingahús, verslanir, merkingar og útlit. Þar að auki þarf að gæta þess að íslenskar hönnunarvörur svo sem föt og hlutir eigi sinn sess og séu til sölu í flugstöðinni. Stórt og flókið verkefniBreytingar og endurhönnun flugstöðvarinnar er stórt og flókið verkefni sem þarf að leysa þannig að hún þjóni vel því fjölbreytta hlutverki sem hún gegnir. Það hefur skapað umræður og gagnrýni að í Leifsstöð virðist ekki hafa verið gert ráð fyrir sérverslun sem selur hannaðar vörur, s.b. Illum Bolighus á Kastrup. Við þekkjum flest þá verslun og þekkjum muninn á henni og verslunum sem selja hefðbundnar vörur fyrir ferðamenn. Ég er sannfærð um að það var alls ekki vilji stjórnenda að úthýsa íslenskum hönnunarvörum úr Leifsstöð. En við skipulagningu stórra opinberra verkefna eins og endurskipulagningu flugstöðvarinnar þarf að gæta sérlega vel að því hvernig að útboðsgerð er staðið. Við erum ung sem hannandi þjóð en höfum sýnt þó nokkra hæfileika á því sviði jafnvel svo að eftir því er tekið víða um heim. Sameiginlega eru hönnuðir að vinna markvisst að því að auka gæði íslenskrar hönnunar og þar með auka veltu og útflutning á því sviði. Hönnunarvörur geta vel átt heima með vönduðu handverki, en sérverslun fyrir ferðamenn er ekki endilega heppilegur vettvangur, enda eru hefðbundnar vörur í þeim verslunum oft ódýrar sb. hinn margumtalaði lundabangsi. Annað umhverfi hentar mun betur eins og við hlið alþjóðlegrar hönnunarvöru í hærri verðflokki. Eða hefur einhver séð „Svan“ Arne Jakobsen, postulín frá Royal Copenhagen eða Apa Kay Bojesen til sölu innan um vörur fyrir ferðamenn í Danmörku: danska fánann, styttur af litlu hafmeyjunni eða varðmönnum drottningar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir Tíska og hönnun Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Sjá meira
Í tilefni af umræðu um hlut hönnunar í flugstöð Leifs Eiríkssonar er mikilvægt að skoða hvað felst í orðinu hönnun. Hönnun varðar allt frá smæstu merkingum og hlutum, yfir í flíkur, húsgögn, tæki, viðmót, upplifun, hús og skipulag og borgir. Hönnuðir úr ólíkum greinum hönnunar; arkitektar, vöru-, fata- og grafískir hönnuðir, nota mjög sömu aðferðafræði þó tækni og niðurstaða sé mjög ólík. Hönnun og handverk eru í eðli sínu mjög ólíkar greinar þó þær geti skarast og eigi stundum samleið. Hönnuð vara er yfirleitt fjöldaframleidd, hönnuð af sérmenntuðum hönnuðum. Margir hönnuðir stofna fyrirtæki, hanna vörur og láta framleiða þær fyrir sig, markaðssetja og selja. Handverkið sjálft er sjaldnast aðalatriði hönnunarvöru en gæði og stöðugleiki í framleiðslu eru aðalatriði. Sumir íslenskir hönnuðir framleiða vörur sínar sjálfir enda framleiðendur vandfundnir hér á landi. Hugmyndin er það sem skiptir mestu máli en ekki aðferðin við framleiðslu hennar. Aðrir hönnuðir hanna vörur og selja hugmyndir sínar til fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu, sölu og markaðssetningu eða ráðnir til að vinna sérverkefni. Í þeim tilfellum er varan stundum markaðssett undir nafni hönnuðar (sb. IKEA) en oftast undir nafni fyrirtækisins. Langflestir hönnuðir vinna hjá hönnunarfyrirtækjum svo sem arkitektastofum, hönnunarstofum, auglýsingastofum eða hjá fyrirtækjum sb. Össur, CCP, 66North o.s.frv. Listhandverk og handverk er unnið af list- eða iðnmenntuðu fólki sem hefur sérhæft sig í ákveðinni aðferð eða handverki. Handverk er eðli málsins samkvæmt aldrei fjöldaframleitt og framleiðslugetan takmarkast af afköstum hvers og eins. Aðferðin, efnið og handverkið er aðalatriði sem hefur afgerandi áhrif á hugmyndina sem unnið er með og útkomu hennar. Handverksfólk og hönnuðir vinna oft saman. Handverk getur fallið undir skilgreininguna hönnun en flest handverk gerir það ekki. Handverk hefur átt undir högg að sækja, en þykir nú verulega áhugavert svið sem ungt fólk sækir í. Föndur er það sem fólk gerir þegar það býr til eitthvað án þess að hafa sérstaka menntun eða sérhæfða kunnáttu. Margir föndra eða búa til hluti og nota uppskriftir eða fyrirmyndir úr í blöðum, af netinu eða annars staðar. Föndur er hvorki hönnun né listhandverk en nær einstaka sinnum að verða handverk. Fjölbreyttur hópur hönnuða og arkitekta hefur unnið að endurbreytingum flugstöðvarinnar og koma þeir að verkefninu með ólíkum hætti. Það þarf að hanna byggingar, viðbyggingar, umhverfi húsanna, breytingar innanhúss, skipuleggja og hanna leiðir gesta, upplifun þeirra og áferð. Hanna þarf veitingahús, verslanir, merkingar og útlit. Þar að auki þarf að gæta þess að íslenskar hönnunarvörur svo sem föt og hlutir eigi sinn sess og séu til sölu í flugstöðinni. Stórt og flókið verkefniBreytingar og endurhönnun flugstöðvarinnar er stórt og flókið verkefni sem þarf að leysa þannig að hún þjóni vel því fjölbreytta hlutverki sem hún gegnir. Það hefur skapað umræður og gagnrýni að í Leifsstöð virðist ekki hafa verið gert ráð fyrir sérverslun sem selur hannaðar vörur, s.b. Illum Bolighus á Kastrup. Við þekkjum flest þá verslun og þekkjum muninn á henni og verslunum sem selja hefðbundnar vörur fyrir ferðamenn. Ég er sannfærð um að það var alls ekki vilji stjórnenda að úthýsa íslenskum hönnunarvörum úr Leifsstöð. En við skipulagningu stórra opinberra verkefna eins og endurskipulagningu flugstöðvarinnar þarf að gæta sérlega vel að því hvernig að útboðsgerð er staðið. Við erum ung sem hannandi þjóð en höfum sýnt þó nokkra hæfileika á því sviði jafnvel svo að eftir því er tekið víða um heim. Sameiginlega eru hönnuðir að vinna markvisst að því að auka gæði íslenskrar hönnunar og þar með auka veltu og útflutning á því sviði. Hönnunarvörur geta vel átt heima með vönduðu handverki, en sérverslun fyrir ferðamenn er ekki endilega heppilegur vettvangur, enda eru hefðbundnar vörur í þeim verslunum oft ódýrar sb. hinn margumtalaði lundabangsi. Annað umhverfi hentar mun betur eins og við hlið alþjóðlegrar hönnunarvöru í hærri verðflokki. Eða hefur einhver séð „Svan“ Arne Jakobsen, postulín frá Royal Copenhagen eða Apa Kay Bojesen til sölu innan um vörur fyrir ferðamenn í Danmörku: danska fánann, styttur af litlu hafmeyjunni eða varðmönnum drottningar?
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun