Innlent

Borgarstjórn í beinni: Sniðganga á ísraelskum vörum dregin til baka

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Úr sal borgarstjórnar Reykjavíkur.
Úr sal borgarstjórnar Reykjavíkur. Vísir/Stefán
Aukafundur verður í borgarstjórn í dag klukkan 17.

Aðeins tvö mál eru á dagskrá fundarins; tvær samhljóða tillögur um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar frá því í seinustu viku um að sniðganga ísraelskar vörur.

Önnur tillagan er frá meirihlutanum en hin frá minnihlutanum. Sú tillaga er fyrsta mál á dagskrá en fundurinn er haldinn að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Ákvörðunin um að sniðganga ísraelskar vörur var samþykkt á síðasta fundi Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn og að hennar tillögu. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu um ákvörðunina og hefur borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, sagt að um mistök hafi verið að ræða. Það hafi haft áhrif á ákvörðunina að um síðustu tillögu Bjarkar í borgarstjórn væri að ræða.

Fundurinn er opinn öllum en hægt er að mæta á áhorfendapallana og fylgjast með. Þeir sem ekki eiga þess kost geta fylgst með fundinum hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×