Meint fjársvik í Lúx: Eingöngu fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. september 2015 19:00 Franskur rannsóknardómari hefur gefið út ákæru á hendur fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans í Lúxemborg og Björgólfi Guðmundssyni fyrrverandi formanni bankaráðs Landsbankans á Íslandi vegna samninga Landsbankans í Lúxemborg við efnaða franska viðskiptavini bankans. Gunnar Thoroddsen fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg er einn hinna ákærðu. Hann sagði í samtali við Stöð 2 að hann hefði engin skjöl séð eða fengið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar er ekki búið að þýða ákæruskjölin úr frönsku. Gunnar Thoroddsen fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg. Samningarnir sem um ræðir voru svokallað equity release sem gæti útleggst sem „eignalán“ á íslensku. Lánað var gegn veði í fasteign og sá sem tók lánið fékk hluta af láninu greiddan út og fól síðan bankanum eignastýringu á afganginum. Landsbankinn ráðstafaði hluta af lánunum í tiltekna skuldabréfasjóði samkvæmt fyrirmælum frá lántakanum sem í umræddum tilvikum voru allt efnamiklir franskir ríkisborgarar sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Í mjög mörgum tilvikum var um að ræða lífeyrisþega sem áttu skuldlausar fasteignir. Fjárfestu í Kaupþingi Í frétt Morgunblaðsins um eignalánin frá mars 2009 var rætt við franskan viðskiptavin Landsbankans í Lúx sem sagði hann hefði tapað sex milljónum evra á eignaláninu. Hann gagnrýndi að bankastarfsmenn hafi keypt skuldabréf í Kaupþingi viku fyrir fall bankans fyrir milljón dollara sem hann átti, þrátt fyrir að hann hefði beðið þá um að halda í þá vegna gengis dollarans. Sextíu prósent fjárins sem bankinn stýrði hafi verið bundin í skuldabréfum íslensku bankanna. Gunnar Thoroddsen sagði við Stöð 2 að hann skildi ekki í hverju fjársvikin fælust enda fjárfesti Landsbankinn í Lúxemborg eingöngu á grundvelli skriflegra fyrirmæla frá viðskiptavinum bankans. Að mestu í alþjóðlegum skuldabréfasjóðum. Ávöxtunin á þessum sjóðum var undir væntingum og tap frönsku viðskiptavinanna eftir því. Björgólfur Guðmundsson var formaður bankaráðs Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélag Landsbankans í Lúxemborg. Gunnar sagði að sér skildist að rannsóknardómarinn byggi mál sitt á því að lánstegundin hafi verið einhvers konar skipulagt svindl Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélagið, til að fjármagna bankann sjálfan á Íslandi. Hann sagði það ekki standast þar sem eingöngu var fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla frá viðskiptavinum og í engum tilvikum runnu fjármunir til Landsbankans á Íslandi. Ljóst er þó að í einhverjum tilvikum var fjárfest í sjóðum sem áttu eignir á Íslandi eins og í tilviki Frakkans sem Morgunblaðið ræddi við á sínum tíma. Björgólfur frétti af ákærunni í fjölmiðlum Björgólfur Guðmundsson sagði í samtali við Stöð 2 í dag að hann hefði engin skjöl séð eða fengið vegna málsins. Hann sagðist fyrst hafa frétt af því í fjölmiðlum en sagðist hafa falið frönskum lögmanni sínum að afla upplýsinga um það fyrir sína hönd. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Franskur rannsóknardómari hefur gefið út ákæru á hendur fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans í Lúxemborg og Björgólfi Guðmundssyni fyrrverandi formanni bankaráðs Landsbankans á Íslandi vegna samninga Landsbankans í Lúxemborg við efnaða franska viðskiptavini bankans. Gunnar Thoroddsen fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg er einn hinna ákærðu. Hann sagði í samtali við Stöð 2 að hann hefði engin skjöl séð eða fengið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar er ekki búið að þýða ákæruskjölin úr frönsku. Gunnar Thoroddsen fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg. Samningarnir sem um ræðir voru svokallað equity release sem gæti útleggst sem „eignalán“ á íslensku. Lánað var gegn veði í fasteign og sá sem tók lánið fékk hluta af láninu greiddan út og fól síðan bankanum eignastýringu á afganginum. Landsbankinn ráðstafaði hluta af lánunum í tiltekna skuldabréfasjóði samkvæmt fyrirmælum frá lántakanum sem í umræddum tilvikum voru allt efnamiklir franskir ríkisborgarar sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Í mjög mörgum tilvikum var um að ræða lífeyrisþega sem áttu skuldlausar fasteignir. Fjárfestu í Kaupþingi Í frétt Morgunblaðsins um eignalánin frá mars 2009 var rætt við franskan viðskiptavin Landsbankans í Lúx sem sagði hann hefði tapað sex milljónum evra á eignaláninu. Hann gagnrýndi að bankastarfsmenn hafi keypt skuldabréf í Kaupþingi viku fyrir fall bankans fyrir milljón dollara sem hann átti, þrátt fyrir að hann hefði beðið þá um að halda í þá vegna gengis dollarans. Sextíu prósent fjárins sem bankinn stýrði hafi verið bundin í skuldabréfum íslensku bankanna. Gunnar Thoroddsen sagði við Stöð 2 að hann skildi ekki í hverju fjársvikin fælust enda fjárfesti Landsbankinn í Lúxemborg eingöngu á grundvelli skriflegra fyrirmæla frá viðskiptavinum bankans. Að mestu í alþjóðlegum skuldabréfasjóðum. Ávöxtunin á þessum sjóðum var undir væntingum og tap frönsku viðskiptavinanna eftir því. Björgólfur Guðmundsson var formaður bankaráðs Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélag Landsbankans í Lúxemborg. Gunnar sagði að sér skildist að rannsóknardómarinn byggi mál sitt á því að lánstegundin hafi verið einhvers konar skipulagt svindl Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélagið, til að fjármagna bankann sjálfan á Íslandi. Hann sagði það ekki standast þar sem eingöngu var fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla frá viðskiptavinum og í engum tilvikum runnu fjármunir til Landsbankans á Íslandi. Ljóst er þó að í einhverjum tilvikum var fjárfest í sjóðum sem áttu eignir á Íslandi eins og í tilviki Frakkans sem Morgunblaðið ræddi við á sínum tíma. Björgólfur frétti af ákærunni í fjölmiðlum Björgólfur Guðmundsson sagði í samtali við Stöð 2 í dag að hann hefði engin skjöl séð eða fengið vegna málsins. Hann sagðist fyrst hafa frétt af því í fjölmiðlum en sagðist hafa falið frönskum lögmanni sínum að afla upplýsinga um það fyrir sína hönd.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent