Að sveigja leikreglurnar Stjórnarmaðurinn skrifar 30. september 2015 07:00 Flestum finnst væntanlega tilgangurinn helga meðalið við úrlausn á þrotabúum gömlu bankanna og afnám gjaldeyrishaftanna. Ekki er þó hægt að horfa fram hjá því að á vegferðinni sem hófst á haustdögum 2008 hafa ýmis varhugaverð skref verið stigin gagnvart erlendum kröfuhöfum bankanna. Það fyrsta og stærsta var að sjálfsögðu neyðarlögin sem skiptu starfsemi bankanna upp í nýja og gamla hluta. Þetta gerði nýju bönkunum kleift að halda áfram bankaþjónustu í landinu, en skildi erlenda viðsemjendur bankanna (sem kallast í daglegu tali kröfuhafar) eftir á köldum klaka. Vissulega aðgerð sem sennilega mátti réttlæta, en í raun ekkert annað en grímulaus mismunun á grundvelli þjóðernis. Í kjölfarið hafa endalausar breytingar verið gerðar á gjaldþrotalöggjöfinni og lögum um fjármálafyrirtæki, en síðarnefnda lagabálknum hefur verið breytt um þrjátíu sinnum frá 2008. Flestum ef ekki öllum breytingunum hefur með einum eða öðrum hætti verið beint að uppgjöri bankanna og hafa því í flestum tilfellum haft neikvæð áhrif á hagsmuni kröfuhafa. Í síðustu viku bárust tíðindi af því að slitastjórn Kaupþings hefði beitt sér fyrir því að frestur til að lýsa svokölluðum búskröfum hefði verið þrengdur gríðarlega að því er virðist eingöngu til að koma í veg fyrir að Vincent Tchenguiz gæti lýst skaðabótakröfu í búið. Alþingi spilaði með. Í þessari viku á svo að láta kröfuhafa Kaupþings greiða atkvæði um tillögu sem tryggir í raun bæði stjórnvöldum og slitastjórninni sjálfri algert skaðleysi á öllum athöfnum í tengslum við bankahrunið. Hótunin er einföld – samþykkið eða nauðasamningar komast aldrei á koppinn og eignir ykkar verða skattlagðar upp í rjáfur. Vitaskuld voru þær aðstæður sem hér sköpuðust einsdæmi á alþjóðavísu, og eftirleikurinn hefur ekki verið einfaldur. Ljóst er að ýmis afsláttur hefur verið gefinn af þeim leikreglum sem almennt gilda í þroskuðum samfélögum. Að allir séu jafnir fyrir lögum, og að leikreglur skuli vera stöðugar og fyrirsjáanlegar. Vel má vera að fólk sé sammála um að flestar aðgerðir eftir hrun hafi verið nauðsynlegar. Hitt er staðreynd að alþjóðlegir fjárfestar vilja ekkert frekar en stöðugt stjórnarfar og fyrirsjáanlegar efnahagsaðstæður þar sem þeir kjósa að binda fé sitt. Við þurfum að vanda okkur og tryggja að viðlíkra aðgerða verði ekki aftur þörf. Annars greiða erlendir fjárfestar atkvæði með fótunum – til frambúðar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira
Flestum finnst væntanlega tilgangurinn helga meðalið við úrlausn á þrotabúum gömlu bankanna og afnám gjaldeyrishaftanna. Ekki er þó hægt að horfa fram hjá því að á vegferðinni sem hófst á haustdögum 2008 hafa ýmis varhugaverð skref verið stigin gagnvart erlendum kröfuhöfum bankanna. Það fyrsta og stærsta var að sjálfsögðu neyðarlögin sem skiptu starfsemi bankanna upp í nýja og gamla hluta. Þetta gerði nýju bönkunum kleift að halda áfram bankaþjónustu í landinu, en skildi erlenda viðsemjendur bankanna (sem kallast í daglegu tali kröfuhafar) eftir á köldum klaka. Vissulega aðgerð sem sennilega mátti réttlæta, en í raun ekkert annað en grímulaus mismunun á grundvelli þjóðernis. Í kjölfarið hafa endalausar breytingar verið gerðar á gjaldþrotalöggjöfinni og lögum um fjármálafyrirtæki, en síðarnefnda lagabálknum hefur verið breytt um þrjátíu sinnum frá 2008. Flestum ef ekki öllum breytingunum hefur með einum eða öðrum hætti verið beint að uppgjöri bankanna og hafa því í flestum tilfellum haft neikvæð áhrif á hagsmuni kröfuhafa. Í síðustu viku bárust tíðindi af því að slitastjórn Kaupþings hefði beitt sér fyrir því að frestur til að lýsa svokölluðum búskröfum hefði verið þrengdur gríðarlega að því er virðist eingöngu til að koma í veg fyrir að Vincent Tchenguiz gæti lýst skaðabótakröfu í búið. Alþingi spilaði með. Í þessari viku á svo að láta kröfuhafa Kaupþings greiða atkvæði um tillögu sem tryggir í raun bæði stjórnvöldum og slitastjórninni sjálfri algert skaðleysi á öllum athöfnum í tengslum við bankahrunið. Hótunin er einföld – samþykkið eða nauðasamningar komast aldrei á koppinn og eignir ykkar verða skattlagðar upp í rjáfur. Vitaskuld voru þær aðstæður sem hér sköpuðust einsdæmi á alþjóðavísu, og eftirleikurinn hefur ekki verið einfaldur. Ljóst er að ýmis afsláttur hefur verið gefinn af þeim leikreglum sem almennt gilda í þroskuðum samfélögum. Að allir séu jafnir fyrir lögum, og að leikreglur skuli vera stöðugar og fyrirsjáanlegar. Vel má vera að fólk sé sammála um að flestar aðgerðir eftir hrun hafi verið nauðsynlegar. Hitt er staðreynd að alþjóðlegir fjárfestar vilja ekkert frekar en stöðugt stjórnarfar og fyrirsjáanlegar efnahagsaðstæður þar sem þeir kjósa að binda fé sitt. Við þurfum að vanda okkur og tryggja að viðlíkra aðgerða verði ekki aftur þörf. Annars greiða erlendir fjárfestar atkvæði með fótunum – til frambúðar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira