Wow air tapar hálfum milljarði ingvar haraldsson skrifar 8. október 2015 11:25 Skúli Mogensen, forstjóri, stofnandi og eigandi Wow air. vísir/vilhelm Flugfélagið Wow air tapaði 560 milljónum króna á síðasta ári. Skúli Mogensen, forstóri, stofnandi og eigandi Wow air, segir það helst skýrast af því að félagið hafi neyðst til að fresta Norður-Ameríkuflugi um eitt ár þar sem félagið hafi ekki fengið úthlutaða nauðsynlega brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli. „Fyrir vikið þurfti að afbóka og færa til þúsundir farþega með tilheyrandi kostnaði. Heildarkostnaðurinn við undirbúninginn fyrir Norður-Ameríkuflugið og þessar tilfærslur voru nærri 500 milljónir sem gjaldfærðust á fyrri helmingi 2014 og skýrir að mestu leiti tap ársins,“ segir Skúli í tilkynningu. Þar kemur fram að á fyrri helmingi ársins nam tap félagsins 618 milljónum eftir skatta á meðan seinni helmingur ársins skilaði 58 milljónum í hagnað eftir skatta. Tekjur félagsins í fyrra námu 10.7 milljörðum króna miðað við 9.9 milljarða króna árið 2013, sem er aukning um 8,1 prósent. EBITDA ársins var neikvæð um 536 milljónir króna. „Við sjáum mikinn viðsnúning á rekstri félagsins árið 2015 eftir að við hófum loks Norður-Ameríkuflug okkar en meðalsætanýting á þeim flugum hefur verið yfir 90% og heildarfarþegaaukning á fyrstu 9 mánuðum ársins er 38% miðað við sama tíma og í fyrra,“ bætir Skúli við. WOW air segir að þar sem hætt hafa þurft við fyrirhugað flug til Norður-Ameríku hafði það haft áhrif á fyrirhugaða stækkun félagsins í Evrópu. „Þar sem félagið var knúið til þess að hætta við flug til Boston var ekki grundvöllur fyrir því að vera með fimm flugvélar í rekstri sumarið 2014. Fyrir vikið varð WOW air einnig að hætta við flug til Stokkhólms sem hafði verið í sölu frá miðjum september árið 2013. Þessi niðurstaða hafði áhrif á þúsundir farþega sem höfðu keypt flug með WOW air. Komið var til móts við þessa farþega að öllu leyti og þeim boðin endurgreiðsla sem skýrir tap á fyrsta helmingi ársins 2014,“ segir í tilkynningunni. Telja þjóðina alla hafa tapað á frestun AmeríkuflugsÞá hafði WOW air fjárfest um 150 milljónum króna í undirbúning fyrir áætlunarflug til Norður-Ameríku. Auk þess megi vera ljóst að íslenska ferðaþjónustan í heild sinni hafi orðið fyrir verulegum tekjumissi árið 2014 vegna þess að WOW air varð að hætta við Norður-Ameríku flug sitt. „WOW air hafði gert ráð fyrir um 23 þúsund erlendum farþegum frá Boston og um 12 þúsund erlendum farþegum frá Stokkhólmi miðað við 80% sætanýtingu á vélum sínum. Þess má geta að yfir 90% meðalsætanýting hefur verið á flugum WOW air frá Norður-Ameríku síðan félagið hóf þaðan flug í vor. Miðað við meðalkortaveltu erlendra ferðamanna eyðir ferðamaður um 115.000 krónum hér á landi. Miðað við að fyrrnefndir ferðamenn komu ekki til landsins árið 2014 runnu ekki 4 milljarðar króna til hótela, bílaleiguaðila, íslenskra hönnuða, veitingastaða eða annarra afþreyingar- og þjónustuaðila á þessu ári. Jafnframt eru hreinar tekjur ríkissjóðs á hvern farþega um 32 þúsund krónur samkvæmt vefsíðu Fjármálaráðuneytisins og tapaði því ríkið um 1,1 milljarði króna árið 2014 á því að WOW air stundaði ekki áætlunarflug frá Norður-Ameríku það árið. Síðast en ekki síst töpuðu íslenskir neytendur þar sem engin samkeppni ríkti í flugi til Norður- Ameríku og Svíþjóðar árið 2014,“ segir í tilkynningu frá Wow. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Wow ætlar að tvöfalda sætaframboð í Ameríkuflugi Síðan WOW air hóf áætlunarflug til Boston hefur fjöldi farþega frá Boston til Íslands aukist um 130% en þá eru ekki meðtaldir tengifarþegar sem halda áfram með vélum félagsins til áfangastaða í Evrópu. 10. september 2015 13:45 Farþegaaukning 70% á milli ára hjá WOW air WOW air hefur aldrei flutt jafnmarga farþega í septembermánuði eins og nú í ár. 7. október 2015 13:36 WOW air íhugar skaðabótamál Lögmaður segir augljóst að sniðganga ríkisins hafi valdið tjóni. 5. maí 2015 07:45 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Flugfélagið Wow air tapaði 560 milljónum króna á síðasta ári. Skúli Mogensen, forstóri, stofnandi og eigandi Wow air, segir það helst skýrast af því að félagið hafi neyðst til að fresta Norður-Ameríkuflugi um eitt ár þar sem félagið hafi ekki fengið úthlutaða nauðsynlega brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli. „Fyrir vikið þurfti að afbóka og færa til þúsundir farþega með tilheyrandi kostnaði. Heildarkostnaðurinn við undirbúninginn fyrir Norður-Ameríkuflugið og þessar tilfærslur voru nærri 500 milljónir sem gjaldfærðust á fyrri helmingi 2014 og skýrir að mestu leiti tap ársins,“ segir Skúli í tilkynningu. Þar kemur fram að á fyrri helmingi ársins nam tap félagsins 618 milljónum eftir skatta á meðan seinni helmingur ársins skilaði 58 milljónum í hagnað eftir skatta. Tekjur félagsins í fyrra námu 10.7 milljörðum króna miðað við 9.9 milljarða króna árið 2013, sem er aukning um 8,1 prósent. EBITDA ársins var neikvæð um 536 milljónir króna. „Við sjáum mikinn viðsnúning á rekstri félagsins árið 2015 eftir að við hófum loks Norður-Ameríkuflug okkar en meðalsætanýting á þeim flugum hefur verið yfir 90% og heildarfarþegaaukning á fyrstu 9 mánuðum ársins er 38% miðað við sama tíma og í fyrra,“ bætir Skúli við. WOW air segir að þar sem hætt hafa þurft við fyrirhugað flug til Norður-Ameríku hafði það haft áhrif á fyrirhugaða stækkun félagsins í Evrópu. „Þar sem félagið var knúið til þess að hætta við flug til Boston var ekki grundvöllur fyrir því að vera með fimm flugvélar í rekstri sumarið 2014. Fyrir vikið varð WOW air einnig að hætta við flug til Stokkhólms sem hafði verið í sölu frá miðjum september árið 2013. Þessi niðurstaða hafði áhrif á þúsundir farþega sem höfðu keypt flug með WOW air. Komið var til móts við þessa farþega að öllu leyti og þeim boðin endurgreiðsla sem skýrir tap á fyrsta helmingi ársins 2014,“ segir í tilkynningunni. Telja þjóðina alla hafa tapað á frestun AmeríkuflugsÞá hafði WOW air fjárfest um 150 milljónum króna í undirbúning fyrir áætlunarflug til Norður-Ameríku. Auk þess megi vera ljóst að íslenska ferðaþjónustan í heild sinni hafi orðið fyrir verulegum tekjumissi árið 2014 vegna þess að WOW air varð að hætta við Norður-Ameríku flug sitt. „WOW air hafði gert ráð fyrir um 23 þúsund erlendum farþegum frá Boston og um 12 þúsund erlendum farþegum frá Stokkhólmi miðað við 80% sætanýtingu á vélum sínum. Þess má geta að yfir 90% meðalsætanýting hefur verið á flugum WOW air frá Norður-Ameríku síðan félagið hóf þaðan flug í vor. Miðað við meðalkortaveltu erlendra ferðamanna eyðir ferðamaður um 115.000 krónum hér á landi. Miðað við að fyrrnefndir ferðamenn komu ekki til landsins árið 2014 runnu ekki 4 milljarðar króna til hótela, bílaleiguaðila, íslenskra hönnuða, veitingastaða eða annarra afþreyingar- og þjónustuaðila á þessu ári. Jafnframt eru hreinar tekjur ríkissjóðs á hvern farþega um 32 þúsund krónur samkvæmt vefsíðu Fjármálaráðuneytisins og tapaði því ríkið um 1,1 milljarði króna árið 2014 á því að WOW air stundaði ekki áætlunarflug frá Norður-Ameríku það árið. Síðast en ekki síst töpuðu íslenskir neytendur þar sem engin samkeppni ríkti í flugi til Norður- Ameríku og Svíþjóðar árið 2014,“ segir í tilkynningu frá Wow.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Wow ætlar að tvöfalda sætaframboð í Ameríkuflugi Síðan WOW air hóf áætlunarflug til Boston hefur fjöldi farþega frá Boston til Íslands aukist um 130% en þá eru ekki meðtaldir tengifarþegar sem halda áfram með vélum félagsins til áfangastaða í Evrópu. 10. september 2015 13:45 Farþegaaukning 70% á milli ára hjá WOW air WOW air hefur aldrei flutt jafnmarga farþega í septembermánuði eins og nú í ár. 7. október 2015 13:36 WOW air íhugar skaðabótamál Lögmaður segir augljóst að sniðganga ríkisins hafi valdið tjóni. 5. maí 2015 07:45 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Wow ætlar að tvöfalda sætaframboð í Ameríkuflugi Síðan WOW air hóf áætlunarflug til Boston hefur fjöldi farþega frá Boston til Íslands aukist um 130% en þá eru ekki meðtaldir tengifarþegar sem halda áfram með vélum félagsins til áfangastaða í Evrópu. 10. september 2015 13:45
Farþegaaukning 70% á milli ára hjá WOW air WOW air hefur aldrei flutt jafnmarga farþega í septembermánuði eins og nú í ár. 7. október 2015 13:36
WOW air íhugar skaðabótamál Lögmaður segir augljóst að sniðganga ríkisins hafi valdið tjóni. 5. maí 2015 07:45