Hagsmunaátök í stað lagareglna? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 8. október 2015 07:00 Gamall kennari minn úr menntaskóla, Tryggvi Gíslason, sendir mér orðsendingu í Fréttablaðinu 6. október vegna greinar sem ég skrifaði nýverið um val á nýjum dómurum og sjónarmið sem ég tel að hljóti að verða lögð til grundvallar við val þeirra. Þar lagði ég áherslu á hæfni í lögfræði, það er að segja hæfni til að dæma mál eftir lagareglum og öðrum réttarheimildum. Kynferði umsækjenda eigi ekki að skipta neinu máli enda hljóti menn að iðka sömu lögfræði án tillits til þess hvort þeir eru karlar eða konur. Málsúrslit eigi að verða hin sömu hvers kyns sem dómarinn er. Tryggvi mótmælir þessu. Segja má að sjónarmiðinu sem hann teflir fram í grein sinni verði best lýst með eftirfarandi orðréttri tilvitnun í greinina: „Auk þess þarf að taka tillit til ólíkra viðhorfa þegar leyst er úr ágreiningi manna. Og þótt ekki væri nema af þeim sökum eiga í Hæstarétti að sitja dómarar sem talist gætu einhvers konar þverskurður af fólkinu í landinu.“ Ágreiningurinn liggur þá í því að Tryggvi telur að ekki eigi að komast að niðurstöðum í dómsmálum með beitingu réttarheimilda, heldur eigi þar að fara fram einhvers konar hagsmunaátök milli „ólíkra viðhorfa“. Mikið er ég glaður yfir því að Tryggvi skyldi ekki kenna mér lögfræði í gamla daga því ekki er víst að ég hefði nokkurn tíma beðið þess bætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Gamall kennari minn úr menntaskóla, Tryggvi Gíslason, sendir mér orðsendingu í Fréttablaðinu 6. október vegna greinar sem ég skrifaði nýverið um val á nýjum dómurum og sjónarmið sem ég tel að hljóti að verða lögð til grundvallar við val þeirra. Þar lagði ég áherslu á hæfni í lögfræði, það er að segja hæfni til að dæma mál eftir lagareglum og öðrum réttarheimildum. Kynferði umsækjenda eigi ekki að skipta neinu máli enda hljóti menn að iðka sömu lögfræði án tillits til þess hvort þeir eru karlar eða konur. Málsúrslit eigi að verða hin sömu hvers kyns sem dómarinn er. Tryggvi mótmælir þessu. Segja má að sjónarmiðinu sem hann teflir fram í grein sinni verði best lýst með eftirfarandi orðréttri tilvitnun í greinina: „Auk þess þarf að taka tillit til ólíkra viðhorfa þegar leyst er úr ágreiningi manna. Og þótt ekki væri nema af þeim sökum eiga í Hæstarétti að sitja dómarar sem talist gætu einhvers konar þverskurður af fólkinu í landinu.“ Ágreiningurinn liggur þá í því að Tryggvi telur að ekki eigi að komast að niðurstöðum í dómsmálum með beitingu réttarheimilda, heldur eigi þar að fara fram einhvers konar hagsmunaátök milli „ólíkra viðhorfa“. Mikið er ég glaður yfir því að Tryggvi skyldi ekki kenna mér lögfræði í gamla daga því ekki er víst að ég hefði nokkurn tíma beðið þess bætur.
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar