Konur og aðrir sólbaðstofunuddarar Tryggvi Gíslason skrifar 6. október 2015 07:00 Gamall og góður nemandi minn úr Menntaskólanum í Reykjavík fyrir hartnær hálfri öld, Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrum dómari við Hæstarétt Íslands, skrifar grein í Morgunblaðið 28. f.m. um, hvernig nú skuli skipa í Hæstarétt. Telur Jón Steinar marga álíta „að þar ættu helst að sitja dómarar sem talist gætu einhvers konar „þverskurður“ af fólkinu í landinu! Í öllu talinu felst einhvers konar grundvallarmisskilningur á starfsemi dómstóla.“ Réttarfar í landinu er of mikilsverður þáttur nútímalýðræðis, þar sem gilda skal jafnrétti og jafnræði á öllum sviðum, til þess að lögfræðingar, lögmenn og hæstaréttardómarar fjalli einir um það mál. Af þeim sökum leyfi ég mér sem gamall kennari að leggja orð í belg. Andstætt því sem Jón Steinar álítur grundvallarmisskilning – að krefjast þess að í Hæstarétti sitji „dómarar sem talist gætu einhvers konar „þverskurður“ af fólkinu í landinu“, tel ég að einmitt þannig ætti það að vera, þ.e.a.s. að í Hæstarétti sitji karlar og konur, afkomendur iðnaðarmanna, verkamanna og sjómanna – og sólbaðstofunuddara, en ekki aðeins nemendur Menntaskólans í Reykjavík úr fyrstu stétt, aldir upp í Vesturbænum eða Hlíðunum. Jón Steinar segir, að dómstólar eigi að leysa úr réttarágreiningi milli manna og beri að dæma einungis eftir lögum [nema hvað], enda sé það í reynd forsenda fyrir starfi dómstóla „að hin lagalega rétta niðurstaða sé aðeins ein“. Þar fór hins vegar í verra, Jón Steinar, vegna þess sem þú bendir réttilega á, að oft þarf „á mikilli hæfni að halda því leitin er stundum ekki einföld og menn kann að greina á um niðurstöður hennar“. Þetta er mergurinn málsins: „Allt orkar tvímælis þá gert er“, eins og haft er eftir lögvitringnum Njáli á Bergþórshvoli. Auk þess sjá augu betur en auga. Auk þess þarf að taka tillit til ólíkra viðhorfa þegar leyst er úr ágreiningi manna. Og þótt ekki væri nema af þeim sökum eiga í Hæstarétti að sitja dómarar sem talist gætu einhvers konar þverskurður af fólkinu í landinu.xxxxKynferði dómara skiptir máli Jón Steinar segir að í „hópi þeirra sem kallast mega [takið eftir orðalaginu: kallast mega] lögfræðingar er margur misjafn sauðurinn. Við viljum ekki að aðrir en þeir hæfustu fái í hendur völd til að kveða upp dóma í málefnum fólksins í landinu. … Í því efni skiptir kynferði dómara engu máli.“ Öllum mun ljóst vera, að í „hópi þeirra sem kallast mega lögfræðingar er margur misjafn sauðurinn“ og af þeim sökum „viljum við“ að þeir hæfustu fái í hendur það mikilsverða þjónustuhlutverk – ekki völd – að kveða upp dóma í málefnum fólksins í landinu. En í því efni skiptir kynferði dómara máli. Konur og karlar hafa nefnilega ólík viðhorf vegna kynferðis síns. Krafa nútíma lýðræðis á Vesturlöndum er að konur komi alls staðar að málum þar sem velferð okkar og örlög eru ráðin. Og meðan sjónarmið á borð við skoðanir Jóns Steinars eru enn við lýði að bera saman „lækna, iðnaðarmenn, verkamenn, veitingamenn og sólbaðstofunuddara“ annars vegar og konur hins vegar, er eina leiðin að alls staðar þar sem velferð okkar og örlög eru ráðin sé viðhafður kynjakvóti – og þá meðal annars og ekki síst í Hæstarétti Íslendinga. Nóg er til af hæfum konum í hópi þeirra sem kallast mega lögfræðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Gamall og góður nemandi minn úr Menntaskólanum í Reykjavík fyrir hartnær hálfri öld, Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrum dómari við Hæstarétt Íslands, skrifar grein í Morgunblaðið 28. f.m. um, hvernig nú skuli skipa í Hæstarétt. Telur Jón Steinar marga álíta „að þar ættu helst að sitja dómarar sem talist gætu einhvers konar „þverskurður“ af fólkinu í landinu! Í öllu talinu felst einhvers konar grundvallarmisskilningur á starfsemi dómstóla.“ Réttarfar í landinu er of mikilsverður þáttur nútímalýðræðis, þar sem gilda skal jafnrétti og jafnræði á öllum sviðum, til þess að lögfræðingar, lögmenn og hæstaréttardómarar fjalli einir um það mál. Af þeim sökum leyfi ég mér sem gamall kennari að leggja orð í belg. Andstætt því sem Jón Steinar álítur grundvallarmisskilning – að krefjast þess að í Hæstarétti sitji „dómarar sem talist gætu einhvers konar „þverskurður“ af fólkinu í landinu“, tel ég að einmitt þannig ætti það að vera, þ.e.a.s. að í Hæstarétti sitji karlar og konur, afkomendur iðnaðarmanna, verkamanna og sjómanna – og sólbaðstofunuddara, en ekki aðeins nemendur Menntaskólans í Reykjavík úr fyrstu stétt, aldir upp í Vesturbænum eða Hlíðunum. Jón Steinar segir, að dómstólar eigi að leysa úr réttarágreiningi milli manna og beri að dæma einungis eftir lögum [nema hvað], enda sé það í reynd forsenda fyrir starfi dómstóla „að hin lagalega rétta niðurstaða sé aðeins ein“. Þar fór hins vegar í verra, Jón Steinar, vegna þess sem þú bendir réttilega á, að oft þarf „á mikilli hæfni að halda því leitin er stundum ekki einföld og menn kann að greina á um niðurstöður hennar“. Þetta er mergurinn málsins: „Allt orkar tvímælis þá gert er“, eins og haft er eftir lögvitringnum Njáli á Bergþórshvoli. Auk þess sjá augu betur en auga. Auk þess þarf að taka tillit til ólíkra viðhorfa þegar leyst er úr ágreiningi manna. Og þótt ekki væri nema af þeim sökum eiga í Hæstarétti að sitja dómarar sem talist gætu einhvers konar þverskurður af fólkinu í landinu.xxxxKynferði dómara skiptir máli Jón Steinar segir að í „hópi þeirra sem kallast mega [takið eftir orðalaginu: kallast mega] lögfræðingar er margur misjafn sauðurinn. Við viljum ekki að aðrir en þeir hæfustu fái í hendur völd til að kveða upp dóma í málefnum fólksins í landinu. … Í því efni skiptir kynferði dómara engu máli.“ Öllum mun ljóst vera, að í „hópi þeirra sem kallast mega lögfræðingar er margur misjafn sauðurinn“ og af þeim sökum „viljum við“ að þeir hæfustu fái í hendur það mikilsverða þjónustuhlutverk – ekki völd – að kveða upp dóma í málefnum fólksins í landinu. En í því efni skiptir kynferði dómara máli. Konur og karlar hafa nefnilega ólík viðhorf vegna kynferðis síns. Krafa nútíma lýðræðis á Vesturlöndum er að konur komi alls staðar að málum þar sem velferð okkar og örlög eru ráðin. Og meðan sjónarmið á borð við skoðanir Jóns Steinars eru enn við lýði að bera saman „lækna, iðnaðarmenn, verkamenn, veitingamenn og sólbaðstofunuddara“ annars vegar og konur hins vegar, er eina leiðin að alls staðar þar sem velferð okkar og örlög eru ráðin sé viðhafður kynjakvóti – og þá meðal annars og ekki síst í Hæstarétti Íslendinga. Nóg er til af hæfum konum í hópi þeirra sem kallast mega lögfræðingar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun