Leysum bráðavandann Skúli Helgason skrifar 6. október 2015 07:00 Framúrskarandi tónlistarlíf á Íslandi byggir ekki síst á öflugu starfi tónlistarskólanna. Því er mikið áhyggjuefni að rekstur nokkurra rótgróinna tónlistarskóla í borginni er afar tvísýnn og hefur nú einn skóli þegar sagt upp öllum sínum starfsmönnum. Í mínum huga er eina raunhæfa lausnin sú að ríki og Reykjavíkurborg með atbeina Sambands íslenskra sveitarfélaga taki höndum saman um að leysa bráðavanda tónlistarskólanna og setjist svo niður með þeim og móti sjálfbært skipulag tónlistarnáms til framtíðar. Slíkt samkomulag um bráðavandann var í burðarliðnum í vor og fól í sér tillögu í tólf liðum þar sem Reykjavíkurborg var tilbúin að leggja fram 90 milljónir, 30 milljónir áttu að koma úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga með lagabreytingu sem Alþingi samþykkti 30. júní sl. og svo átti ríkið að leggja fram 60 milljónir. Fulltrúar mennta- og menningarmálaráðherra og fjármálaráðherra áttu aðild að þeirri vinnu sem fæddi af sér samkomulagsdrögin. Borgaryfirvöld unnu minnisblað um málið um miðjan júní sem átti að leggja fyrir ríkisstjórn í sumar. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki staðið við sinn hluta, án þess að skýringar hafi verið gefnar og málið er því í uppnámi. Stjórnir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ályktað að gerður verði nýr samningur milli ríkis og sveitarfélaga á sama grunni og lagður var 2011 þar sem ríkið fjármagnaði framhaldsnám í hljóðfæraleik og mið- og framhaldsnám í söng. Reykjavíkurborg er tilbúin að leggja fram sinn hluta strax ef ríkið kemur á móti og það má engan tíma missa ef ekki á illa að fara fyrir þeim tónlistarskólum sem verst standa. Nú er mikilvægt að leggja til hliðar í bili áralanga deilu um ábyrgðarskil ríkis og sveitarfélaga enda er sú deila nú til meðferðar í dómskerfinu. Ríkið verður hins vegar að taka þátt í því með sveitarfélögunum að leysa bráðavandann svo tryggja megi áframhaldandi öflugt tónlistarnám í borginni til framtíðar. Stjórnvöld verða að sýna ábyrgð gagnvart þeim nemendum, foreldrum og kennurum sem treysta á farsæla lausn málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Framúrskarandi tónlistarlíf á Íslandi byggir ekki síst á öflugu starfi tónlistarskólanna. Því er mikið áhyggjuefni að rekstur nokkurra rótgróinna tónlistarskóla í borginni er afar tvísýnn og hefur nú einn skóli þegar sagt upp öllum sínum starfsmönnum. Í mínum huga er eina raunhæfa lausnin sú að ríki og Reykjavíkurborg með atbeina Sambands íslenskra sveitarfélaga taki höndum saman um að leysa bráðavanda tónlistarskólanna og setjist svo niður með þeim og móti sjálfbært skipulag tónlistarnáms til framtíðar. Slíkt samkomulag um bráðavandann var í burðarliðnum í vor og fól í sér tillögu í tólf liðum þar sem Reykjavíkurborg var tilbúin að leggja fram 90 milljónir, 30 milljónir áttu að koma úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga með lagabreytingu sem Alþingi samþykkti 30. júní sl. og svo átti ríkið að leggja fram 60 milljónir. Fulltrúar mennta- og menningarmálaráðherra og fjármálaráðherra áttu aðild að þeirri vinnu sem fæddi af sér samkomulagsdrögin. Borgaryfirvöld unnu minnisblað um málið um miðjan júní sem átti að leggja fyrir ríkisstjórn í sumar. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki staðið við sinn hluta, án þess að skýringar hafi verið gefnar og málið er því í uppnámi. Stjórnir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ályktað að gerður verði nýr samningur milli ríkis og sveitarfélaga á sama grunni og lagður var 2011 þar sem ríkið fjármagnaði framhaldsnám í hljóðfæraleik og mið- og framhaldsnám í söng. Reykjavíkurborg er tilbúin að leggja fram sinn hluta strax ef ríkið kemur á móti og það má engan tíma missa ef ekki á illa að fara fyrir þeim tónlistarskólum sem verst standa. Nú er mikilvægt að leggja til hliðar í bili áralanga deilu um ábyrgðarskil ríkis og sveitarfélaga enda er sú deila nú til meðferðar í dómskerfinu. Ríkið verður hins vegar að taka þátt í því með sveitarfélögunum að leysa bráðavandann svo tryggja megi áframhaldandi öflugt tónlistarnám í borginni til framtíðar. Stjórnvöld verða að sýna ábyrgð gagnvart þeim nemendum, foreldrum og kennurum sem treysta á farsæla lausn málsins.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun