Óeðlileg ást? Ingileif Friðriksdóttir skrifar 5. október 2015 13:00 Oft heyrir maður talað um það hversu langt Ísland er komið í réttindabaráttu hinsegin fólks og að hér á landi ríki meira umburðarlyndi en í nokkru öðru ríki. Það er að mörgu leyti rétt, enda hefur það ítrekað sannað sig hversu aftarlega á merinni mörg önnur lönd sitja. Í hvert skipti berjum við Íslendingar okkur á brjóst og hreykjum okkur af eigin fordómaleysi. En þrátt fyrir að vera ein umburðarlyndasta þjóð í heimi er baráttan ekki unnin. Ég er samkynhneigð kona í hamingjusömu sambandi og við unnusta mín finnum stundum fyrir því í okkar daglega lífi að við erum „öðruvísi“ en önnur pör. Yfirleitt er um að ræða sakleysislegt þekkingarleysi fólks en stundum höfum við þó þurft að þræta fyrir sambandið okkar. Eins ótrúlegt og mér þykir það þá er ennþá til fólk sem hreinlega neitar að viðurkenna sambandsform líkt og okkar. Á ferðalagi um Vestfirði í sumar hittum við til að mynda mann sem sagði okkur að það væri svo „óeðlilegt“ að við værum saman, og við ættum nú bara að „hætta þessu rugli“ og fara frekar í sambönd með karlmönnum „eins og venjulegt fólk“. Já, þetta er gróft dæmi og nei, þetta er ekki ríkjandi skoðun í okkar samfélagi en, hún er samt sem áður tilstaðar.Það sem fólk eins og þessi maður áttar sig ekki á er að þetta snýst bara um ást og lífshamingju. Sumir finna ást hjá manneskju af gangstæðu kyni. Ég fann ást hjá konu. Sú ást er ekki verri. Hún er ekki „öðruvísi“. Hún er ekki ljót eða óeðlileg. Hún er bara ást. Falleg og dásamleg í öllu sínu veldi. Og á meðan ennþá er til fólk sem heldur hinu gangstæða fram þá er mikilvægt að halda baráttunni áfram. Hún verður ekki unnin fyrr en samfélagið í heild hefur áttað sig á því að fólk er allskonar og það er bara í góðu lagi. Í fullkomnum heimi þyrfti enginn að útskýra kynhneigð sína. Þar myndu fjölbreytt sambönd ástfanginna einstaklinga fá að blómstra án þess að sett væri spurningarmerki við þau. Þar þætti ást aldrei óeðlileg. Þar væri orðið gagnkynhneigð ekki einu sinni til. Kannski komumst við þangað einn daginn. Ég vona það að minnsta kosti. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Sjá meira
Oft heyrir maður talað um það hversu langt Ísland er komið í réttindabaráttu hinsegin fólks og að hér á landi ríki meira umburðarlyndi en í nokkru öðru ríki. Það er að mörgu leyti rétt, enda hefur það ítrekað sannað sig hversu aftarlega á merinni mörg önnur lönd sitja. Í hvert skipti berjum við Íslendingar okkur á brjóst og hreykjum okkur af eigin fordómaleysi. En þrátt fyrir að vera ein umburðarlyndasta þjóð í heimi er baráttan ekki unnin. Ég er samkynhneigð kona í hamingjusömu sambandi og við unnusta mín finnum stundum fyrir því í okkar daglega lífi að við erum „öðruvísi“ en önnur pör. Yfirleitt er um að ræða sakleysislegt þekkingarleysi fólks en stundum höfum við þó þurft að þræta fyrir sambandið okkar. Eins ótrúlegt og mér þykir það þá er ennþá til fólk sem hreinlega neitar að viðurkenna sambandsform líkt og okkar. Á ferðalagi um Vestfirði í sumar hittum við til að mynda mann sem sagði okkur að það væri svo „óeðlilegt“ að við værum saman, og við ættum nú bara að „hætta þessu rugli“ og fara frekar í sambönd með karlmönnum „eins og venjulegt fólk“. Já, þetta er gróft dæmi og nei, þetta er ekki ríkjandi skoðun í okkar samfélagi en, hún er samt sem áður tilstaðar.Það sem fólk eins og þessi maður áttar sig ekki á er að þetta snýst bara um ást og lífshamingju. Sumir finna ást hjá manneskju af gangstæðu kyni. Ég fann ást hjá konu. Sú ást er ekki verri. Hún er ekki „öðruvísi“. Hún er ekki ljót eða óeðlileg. Hún er bara ást. Falleg og dásamleg í öllu sínu veldi. Og á meðan ennþá er til fólk sem heldur hinu gangstæða fram þá er mikilvægt að halda baráttunni áfram. Hún verður ekki unnin fyrr en samfélagið í heild hefur áttað sig á því að fólk er allskonar og það er bara í góðu lagi. Í fullkomnum heimi þyrfti enginn að útskýra kynhneigð sína. Þar myndu fjölbreytt sambönd ástfanginna einstaklinga fá að blómstra án þess að sett væri spurningarmerki við þau. Þar þætti ást aldrei óeðlileg. Þar væri orðið gagnkynhneigð ekki einu sinni til. Kannski komumst við þangað einn daginn. Ég vona það að minnsta kosti. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar