Tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. október 2015 08:00 Arnar Gíslason, Jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands. vísir/vilhelm „Jafnréttisstefnan sem við vinnum að innan háskólans er mjög góð. Við reynum að hafa dagana í ár skemmtilega og yfir þeim verður hátíðarbragur,“ segir Arnar Gíslason, kynjafræðingur og jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, en Jafnréttisdagar 2015 hefjast í dag. Viðburðurinn eru haldinn sjöunda árið í röð og lýkur dagskránni föstudaginn 16. október næstkomandi. „Jafnréttisdagar tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun,“ segir Arnar og nefnir sem dæmi að fléttað verði saman jafnrétti kynjanna og íslamófóbíu. Áhersla verði lögð á þau tækifæri sem skapast með því að setja hugmyndir um hið „eðlilega“ og hið undirskipaða undir smásjána. „Dagskráin er fjölbreytt og byggist á þverfaglegu samstarfi þar sem gerð er tilraun til að sameina hátíðarbrag og gagnrýna sýn á jafnréttismál,“ segir Arnar. Hann segir að leitast verði við að skapa opna umræðu og aukinn skilning á jafnrétti ásamt því að auka sýnileika jafnréttismála og virkja þá fjölmörgu aðila sem vinna að jafnrétti. Jafnréttisdagar eru samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands en allir háskólar á Íslandi taka þátt í dögunum í ár. „Síðan byggist þetta líka á samstarfi milli fólks sem kemur úr ólíkum áttum. Til dæmis vinna sumir sem mæta í stjórnsýslunni, sumir eru í námi og aðrir í kennslu eða rannsóknum. Einnig kemur fólk með mismunandi pælingar. Til dæmis koma sumir með hinsegin pælingar, til dæmis um málefni trans fólks og aðrir með pælingar um jafnrétti kynjanna.“ Fyrsti viðburður Jafnréttisdaga er í kvöld og er myrkvaður viðburður. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum viðburði og verður þetta klárlega öðruvísi upplifun, að minnsta kosti fyrir sjáandi gesti. Sjáandi og blindir listamenn koma fram og verður hið sjónræna lagt til hliðar og önnur skilningarvit virkjuð.“Ókeypis er á alla viðburði Jafnréttisdaga 2015 og er aðgangur öllum heimill. Hinsegin Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
„Jafnréttisstefnan sem við vinnum að innan háskólans er mjög góð. Við reynum að hafa dagana í ár skemmtilega og yfir þeim verður hátíðarbragur,“ segir Arnar Gíslason, kynjafræðingur og jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, en Jafnréttisdagar 2015 hefjast í dag. Viðburðurinn eru haldinn sjöunda árið í röð og lýkur dagskránni föstudaginn 16. október næstkomandi. „Jafnréttisdagar tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun,“ segir Arnar og nefnir sem dæmi að fléttað verði saman jafnrétti kynjanna og íslamófóbíu. Áhersla verði lögð á þau tækifæri sem skapast með því að setja hugmyndir um hið „eðlilega“ og hið undirskipaða undir smásjána. „Dagskráin er fjölbreytt og byggist á þverfaglegu samstarfi þar sem gerð er tilraun til að sameina hátíðarbrag og gagnrýna sýn á jafnréttismál,“ segir Arnar. Hann segir að leitast verði við að skapa opna umræðu og aukinn skilning á jafnrétti ásamt því að auka sýnileika jafnréttismála og virkja þá fjölmörgu aðila sem vinna að jafnrétti. Jafnréttisdagar eru samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands en allir háskólar á Íslandi taka þátt í dögunum í ár. „Síðan byggist þetta líka á samstarfi milli fólks sem kemur úr ólíkum áttum. Til dæmis vinna sumir sem mæta í stjórnsýslunni, sumir eru í námi og aðrir í kennslu eða rannsóknum. Einnig kemur fólk með mismunandi pælingar. Til dæmis koma sumir með hinsegin pælingar, til dæmis um málefni trans fólks og aðrir með pælingar um jafnrétti kynjanna.“ Fyrsti viðburður Jafnréttisdaga er í kvöld og er myrkvaður viðburður. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum viðburði og verður þetta klárlega öðruvísi upplifun, að minnsta kosti fyrir sjáandi gesti. Sjáandi og blindir listamenn koma fram og verður hið sjónræna lagt til hliðar og önnur skilningarvit virkjuð.“Ókeypis er á alla viðburði Jafnréttisdaga 2015 og er aðgangur öllum heimill.
Hinsegin Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira