Tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. október 2015 08:00 Arnar Gíslason, Jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands. vísir/vilhelm „Jafnréttisstefnan sem við vinnum að innan háskólans er mjög góð. Við reynum að hafa dagana í ár skemmtilega og yfir þeim verður hátíðarbragur,“ segir Arnar Gíslason, kynjafræðingur og jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, en Jafnréttisdagar 2015 hefjast í dag. Viðburðurinn eru haldinn sjöunda árið í röð og lýkur dagskránni föstudaginn 16. október næstkomandi. „Jafnréttisdagar tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun,“ segir Arnar og nefnir sem dæmi að fléttað verði saman jafnrétti kynjanna og íslamófóbíu. Áhersla verði lögð á þau tækifæri sem skapast með því að setja hugmyndir um hið „eðlilega“ og hið undirskipaða undir smásjána. „Dagskráin er fjölbreytt og byggist á þverfaglegu samstarfi þar sem gerð er tilraun til að sameina hátíðarbrag og gagnrýna sýn á jafnréttismál,“ segir Arnar. Hann segir að leitast verði við að skapa opna umræðu og aukinn skilning á jafnrétti ásamt því að auka sýnileika jafnréttismála og virkja þá fjölmörgu aðila sem vinna að jafnrétti. Jafnréttisdagar eru samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands en allir háskólar á Íslandi taka þátt í dögunum í ár. „Síðan byggist þetta líka á samstarfi milli fólks sem kemur úr ólíkum áttum. Til dæmis vinna sumir sem mæta í stjórnsýslunni, sumir eru í námi og aðrir í kennslu eða rannsóknum. Einnig kemur fólk með mismunandi pælingar. Til dæmis koma sumir með hinsegin pælingar, til dæmis um málefni trans fólks og aðrir með pælingar um jafnrétti kynjanna.“ Fyrsti viðburður Jafnréttisdaga er í kvöld og er myrkvaður viðburður. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum viðburði og verður þetta klárlega öðruvísi upplifun, að minnsta kosti fyrir sjáandi gesti. Sjáandi og blindir listamenn koma fram og verður hið sjónræna lagt til hliðar og önnur skilningarvit virkjuð.“Ókeypis er á alla viðburði Jafnréttisdaga 2015 og er aðgangur öllum heimill. Hinsegin Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Jafnréttisstefnan sem við vinnum að innan háskólans er mjög góð. Við reynum að hafa dagana í ár skemmtilega og yfir þeim verður hátíðarbragur,“ segir Arnar Gíslason, kynjafræðingur og jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, en Jafnréttisdagar 2015 hefjast í dag. Viðburðurinn eru haldinn sjöunda árið í röð og lýkur dagskránni föstudaginn 16. október næstkomandi. „Jafnréttisdagar tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun,“ segir Arnar og nefnir sem dæmi að fléttað verði saman jafnrétti kynjanna og íslamófóbíu. Áhersla verði lögð á þau tækifæri sem skapast með því að setja hugmyndir um hið „eðlilega“ og hið undirskipaða undir smásjána. „Dagskráin er fjölbreytt og byggist á þverfaglegu samstarfi þar sem gerð er tilraun til að sameina hátíðarbrag og gagnrýna sýn á jafnréttismál,“ segir Arnar. Hann segir að leitast verði við að skapa opna umræðu og aukinn skilning á jafnrétti ásamt því að auka sýnileika jafnréttismála og virkja þá fjölmörgu aðila sem vinna að jafnrétti. Jafnréttisdagar eru samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands en allir háskólar á Íslandi taka þátt í dögunum í ár. „Síðan byggist þetta líka á samstarfi milli fólks sem kemur úr ólíkum áttum. Til dæmis vinna sumir sem mæta í stjórnsýslunni, sumir eru í námi og aðrir í kennslu eða rannsóknum. Einnig kemur fólk með mismunandi pælingar. Til dæmis koma sumir með hinsegin pælingar, til dæmis um málefni trans fólks og aðrir með pælingar um jafnrétti kynjanna.“ Fyrsti viðburður Jafnréttisdaga er í kvöld og er myrkvaður viðburður. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum viðburði og verður þetta klárlega öðruvísi upplifun, að minnsta kosti fyrir sjáandi gesti. Sjáandi og blindir listamenn koma fram og verður hið sjónræna lagt til hliðar og önnur skilningarvit virkjuð.“Ókeypis er á alla viðburði Jafnréttisdaga 2015 og er aðgangur öllum heimill.
Hinsegin Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira