Erlent

Nýjar myndir frá NASA af Plútó og Karon

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Karon
Karon NASA

NASA hefur gefið út nýjar myndir af Plútó og Karon, fylgitungli Plútós. Það var geimfarið New Horizons sem tók þessar myndir þann 14. júlí sl en þær bárust til jarðar 21. september.



Á myndinni af Karon má sjá gljúfur og sprungusvæði við miðbaug tunglsins. Gljúfrin teygja sig líklega 1600 kílómetra eftir yfirborði Karons og eru fjórum sinnum lengri og allt að tvisvar sinnum dýpri en Miklagljúfur í Bandaríkjunum. Þessar jarðmyndanir gefa til kynna að á einhverjum tímapunkti hafi miklar jarðhræringar átt sér stað á Karon.



Einnig gaf NASA út mynd af Plútó og Karon saman þar sem sjá má muninn á Plútó og fylgitunglinu.

Plútó og KaronNASA

Tengdar fréttir

Plútó innan seilingar

Könnunarfarið New Horizons hóf sex mánaða langt aðflug sitt að Plútó í fyrradag. Farinu var skotið á loft árið 2006 með það að markmiði að svipta hulunni af þessu fyrirbæri sem lónir í jaðri sólkerfisins.

Nýtt tungl fannst við Plútó

Stjörnufræðingar hafa með hjálp Hubble geimsjónauka NASA og ESA fundið fjórða tunglið á braut um dvergreikistjörnuna Plútó. Tungið er um þrettán til þrjátíu og fjórir kílómetrar í þvermál og hefur tímabundið verið gefið nafnið P4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×