Körfubolti

Góður fjórði leikhluti Keflvíkinga gerði útslagið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Bryndís, hér til hægri, skilaði sex stigum í kvöld.
Bryndís, hér til hægri, skilaði sex stigum í kvöld. Vísir/Valli
Góður fjórði leikhluti gerði útslagið í 80-76 sigri Keflavíkur á Val í undanúrslitum Fyrirtækjabikars kvenna í kvöld en Keflavík sneri leiknum sér í hag í lokaleikhlutanum.

Leikið var í Keflavík í kvöld og leiddi Keflavík 28-24 eftir fyrsta leikhluta. Það virtist vekja Valskonur til lífsins sem höfðu betur í næstu tveimur leikhlutum 24-15 og 18-16 og tóku sjö stiga forskot inn í fjórða leikhluta.

Sóknarleikur Valsliðiðsins var hinsvegar einfaldlega í molum í fjórða leikhluta og tókst Keflavíkurliðinu að nýta sér það og skjótast fram úr Val á lokamínútum leiksins og vinna fjögurra stiga sigur.

Melissa Zorning var stigahæst í liði Keflavíkur með sautján stig en Sandra Lind Þrastardóttir skilaði tvöfaldri tvennu með 14 stig og 11 fráköst. Í Valsliðinu var Hallveig Jónsdóttir atkvæðamest með 24 stig en Guðbjörg Sverrisdóttir bætti við 14 stigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×