Heimilin í fyrsta sæti Þorsteinn Sæmundsson og Þórunn Egilsdóttir skrifar 1. október 2015 07:00 Ein helsta áhersla Framsóknar – á þessu kjörtímabili sem öðrum – hefur verið á heimilin í landinu. Í byrjun ársins fórum við að sjá áhrif leiðréttingarinnar á verðtryggðum húsnæðislánum og í vor var samþykkt, samhliða gerð kjarasamninga, að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til úrbóta á húsnæðismarkaði, bæði fyrir leigjendur og eigendur. Á Íslandi höfum við glímt við fremur takmarkaðan leigumarkað síðustu ár. Fasteignir eru auglýstar til leigu og þá er slegist um hvern lausan fermetra. Þegar eftirspurnin er slík er eðlilegt að verðið hækki samhliða því og efnaminni fjölskyldur eiga þar með erfiðara með að standa undir venjulegum heimilisrekstri. Það er auðsjáanlegt að brýnt er að byggja upp leigumarkaðinn, bæði með auknu framboði hagkvæmra eininga og breytingu á húsaleigulögum. Þessar aðgerðir eru – ásamt fleirum – hluti af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í húsnæðismálum sem birt var síðastliðið vor og verða frumvörp þess efnis lögð fram á þingi nú í haust. Því fögnum við.Hagkvæmari kostur fyrir tekjulága Eitt af þessum frumvörpum gengur út á að leggja grunn að nýju leiguhúsnæði. Einungis á næsta ári er ráðgert að verja 1,5 milljörðum króna í verkefnið og í heildina er áætlað að byggja 2.300 leiguíbúðir á næstu 4 árum. Nýja leigukerfið verður fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og með beinum vaxtaniðurgreiðslum ríkisins sem nema um 30% af stofnkostnaði.xxxvísir/vilhelmMarkmiðið er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda og horft er sérstaklega til barnafjölskyldna og heimila sem eru í fjárhagsvanda. Framlag ríkis og sveitarfélaga til uppbyggingar leigukerfisins ætti að jafnaði að leiða til þess að leigan nemi ekki hærra hlutfalli en 20-25% af tekjum. Með nýju kerfi auðveldum við því fjölskyldum að koma undir sig fótunum, leggja til hliðar og minnka greiðslubyrði sína jafnt og þétt. Einnig er mikilvægt að tryggja húsnæði til lengri tíma svo heimili séu laus við þá óvissu sem getur fylgt almennum leigumarkaði.Skýrari reglur á leigumarkaði Auk þess verður lagt fram frumvarp um breytingu á húsaleigulögum fyrir hinn almenna markað. Þar er lögð áhersla á aukinn rétt leigjenda og leigusala með skýrari ákvæðum um uppsagnarfrest, samskipti og ástand leiguhúsnæðis. Mikilvægt er að auðvelda samskipti leigjenda og leigusala svo fólk viti betur að hverju það gengur, með það að markmiði að minnka ágreining og koma meiri festu á samskipti. Þannig sköpum við heilbrigðari leigumarkað og meira öryggi fyrir alla aðila. Framsókn notaði slagorðið „Framsókn fyrir heimilin“ í síðustu kosningum og ekki að ástæðulausu. Okkar áhersla er og verður á heimilin í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Þórunn Egilsdóttir Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ein helsta áhersla Framsóknar – á þessu kjörtímabili sem öðrum – hefur verið á heimilin í landinu. Í byrjun ársins fórum við að sjá áhrif leiðréttingarinnar á verðtryggðum húsnæðislánum og í vor var samþykkt, samhliða gerð kjarasamninga, að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til úrbóta á húsnæðismarkaði, bæði fyrir leigjendur og eigendur. Á Íslandi höfum við glímt við fremur takmarkaðan leigumarkað síðustu ár. Fasteignir eru auglýstar til leigu og þá er slegist um hvern lausan fermetra. Þegar eftirspurnin er slík er eðlilegt að verðið hækki samhliða því og efnaminni fjölskyldur eiga þar með erfiðara með að standa undir venjulegum heimilisrekstri. Það er auðsjáanlegt að brýnt er að byggja upp leigumarkaðinn, bæði með auknu framboði hagkvæmra eininga og breytingu á húsaleigulögum. Þessar aðgerðir eru – ásamt fleirum – hluti af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í húsnæðismálum sem birt var síðastliðið vor og verða frumvörp þess efnis lögð fram á þingi nú í haust. Því fögnum við.Hagkvæmari kostur fyrir tekjulága Eitt af þessum frumvörpum gengur út á að leggja grunn að nýju leiguhúsnæði. Einungis á næsta ári er ráðgert að verja 1,5 milljörðum króna í verkefnið og í heildina er áætlað að byggja 2.300 leiguíbúðir á næstu 4 árum. Nýja leigukerfið verður fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og með beinum vaxtaniðurgreiðslum ríkisins sem nema um 30% af stofnkostnaði.xxxvísir/vilhelmMarkmiðið er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda og horft er sérstaklega til barnafjölskyldna og heimila sem eru í fjárhagsvanda. Framlag ríkis og sveitarfélaga til uppbyggingar leigukerfisins ætti að jafnaði að leiða til þess að leigan nemi ekki hærra hlutfalli en 20-25% af tekjum. Með nýju kerfi auðveldum við því fjölskyldum að koma undir sig fótunum, leggja til hliðar og minnka greiðslubyrði sína jafnt og þétt. Einnig er mikilvægt að tryggja húsnæði til lengri tíma svo heimili séu laus við þá óvissu sem getur fylgt almennum leigumarkaði.Skýrari reglur á leigumarkaði Auk þess verður lagt fram frumvarp um breytingu á húsaleigulögum fyrir hinn almenna markað. Þar er lögð áhersla á aukinn rétt leigjenda og leigusala með skýrari ákvæðum um uppsagnarfrest, samskipti og ástand leiguhúsnæðis. Mikilvægt er að auðvelda samskipti leigjenda og leigusala svo fólk viti betur að hverju það gengur, með það að markmiði að minnka ágreining og koma meiri festu á samskipti. Þannig sköpum við heilbrigðari leigumarkað og meira öryggi fyrir alla aðila. Framsókn notaði slagorðið „Framsókn fyrir heimilin“ í síðustu kosningum og ekki að ástæðulausu. Okkar áhersla er og verður á heimilin í landinu.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun