Telur sig hafa geta komið í veg fyrir hryðjuverkin 11. september Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. október 2015 21:14 Donald Trump bindur bagga sína ekki sömu hnútum og aðrir frambjóðendur. Vísir/AFP Auðkýfingurinn Donald Trump, sem sækist nú eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári, segist fullviss um að ef hann hefði verið forseti árið 2001 hefði stefna hans í innflytjendamálum komið í veg fyrir árásirnar á Tvíburaturnana þann 11. september. „Ég er virkilega, virkilega harður þegar kemur að ólöglegum innflytjendum. Ég er virkilega harður við fólk sem vill koma hingað til lands,“ lét Trump hafa eftir sér í viðtali við sjónvarpsstöðina Fox í dag. „Ég trúi því að ef ég hefði verið við stjórnvölinn, ég efast um að þessar fjölskyldur – ég efast um að þetta fólk hefði verið hér á landi.“ Milljarðamæringurinn var einnig við sama heygarðshornið þegar bróður Jeb Bush, mótframbjóðanda hans, bar á góma en George W. Bush var forseti Bandaríkjanna á árunum 2001 til 2009. „Jeb sagði: Bróðir minn færði okkur öryggi,“ en Tvíburaturnarnir féllu samt á hans vakt,“ sagði Trump. „Er ég að kenna honum um? Ég er ekki að kenna nokkrum manni um en Tvíburaturnarnir féllu samt. Svo þegar hann segir „við vorum örugg“ þá vorum við varla örugg. 3000 manns létu lífið.“ Trump sagði þá að ef stefna hans í innflytjendamálum hefði verið við lýði: „væru miklar líkur á því að þetta fólk hefði ekki verið í landinu.“ Jeb Bush hefur lýst því yfir að hann sé ekki parsáttur við þessi þrálátu skot auðkýfingsins á bróður sinn. „Ég skil ekki af hverju hann heldur áfram að minnast á þetta,“ sagði Bush við CNN í dag. „Mér finnst þetta til marks um það að honum sé ekki alvara með að vera leiðtogi heraflans og sá sem sér um að móta utanríkisstefnu landsins.“ Jeb Bush bætti við að í stað þess að líta út eins og forsetaframbjóðandi hagaði Trump sér eins og að hann væri ennþá stjórnandi The Apprentice, raunveruleikaþáttarins sem sýndur var við miklar vinsældir á fyrsta áratug aldarinnar. Viðtalið við Trump má sjá í heild sinni hér að neðan og umræður um Bush og Tvíburaturnana hefjast þegar rétt um níu mínútur eru liðnar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00 Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04 Steven Tyler hótar Trump málsókn Steven Tyler, Aerosmith söngvari, hefur krafist þess að Donald Trump, auðjöfur og forsetaframbjóðandi, hætti að spila lag hans „Dream on“ í kosningabaráttu sinni. 12. október 2015 07:26 Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Auðkýfingurinn Donald Trump, sem sækist nú eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári, segist fullviss um að ef hann hefði verið forseti árið 2001 hefði stefna hans í innflytjendamálum komið í veg fyrir árásirnar á Tvíburaturnana þann 11. september. „Ég er virkilega, virkilega harður þegar kemur að ólöglegum innflytjendum. Ég er virkilega harður við fólk sem vill koma hingað til lands,“ lét Trump hafa eftir sér í viðtali við sjónvarpsstöðina Fox í dag. „Ég trúi því að ef ég hefði verið við stjórnvölinn, ég efast um að þessar fjölskyldur – ég efast um að þetta fólk hefði verið hér á landi.“ Milljarðamæringurinn var einnig við sama heygarðshornið þegar bróður Jeb Bush, mótframbjóðanda hans, bar á góma en George W. Bush var forseti Bandaríkjanna á árunum 2001 til 2009. „Jeb sagði: Bróðir minn færði okkur öryggi,“ en Tvíburaturnarnir féllu samt á hans vakt,“ sagði Trump. „Er ég að kenna honum um? Ég er ekki að kenna nokkrum manni um en Tvíburaturnarnir féllu samt. Svo þegar hann segir „við vorum örugg“ þá vorum við varla örugg. 3000 manns létu lífið.“ Trump sagði þá að ef stefna hans í innflytjendamálum hefði verið við lýði: „væru miklar líkur á því að þetta fólk hefði ekki verið í landinu.“ Jeb Bush hefur lýst því yfir að hann sé ekki parsáttur við þessi þrálátu skot auðkýfingsins á bróður sinn. „Ég skil ekki af hverju hann heldur áfram að minnast á þetta,“ sagði Bush við CNN í dag. „Mér finnst þetta til marks um það að honum sé ekki alvara með að vera leiðtogi heraflans og sá sem sér um að móta utanríkisstefnu landsins.“ Jeb Bush bætti við að í stað þess að líta út eins og forsetaframbjóðandi hagaði Trump sér eins og að hann væri ennþá stjórnandi The Apprentice, raunveruleikaþáttarins sem sýndur var við miklar vinsældir á fyrsta áratug aldarinnar. Viðtalið við Trump má sjá í heild sinni hér að neðan og umræður um Bush og Tvíburaturnana hefjast þegar rétt um níu mínútur eru liðnar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00 Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04 Steven Tyler hótar Trump málsókn Steven Tyler, Aerosmith söngvari, hefur krafist þess að Donald Trump, auðjöfur og forsetaframbjóðandi, hætti að spila lag hans „Dream on“ í kosningabaráttu sinni. 12. október 2015 07:26 Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00
Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04
Steven Tyler hótar Trump málsókn Steven Tyler, Aerosmith söngvari, hefur krafist þess að Donald Trump, auðjöfur og forsetaframbjóðandi, hætti að spila lag hans „Dream on“ í kosningabaráttu sinni. 12. október 2015 07:26
Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44