Körfubolti

Auðvelt hjá Keflvíkingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Keflavík er komið á blað í Domino's deildinni.
Keflavík er komið á blað í Domino's deildinni. vísir/þórdís
Keflavík náði í sín fyrstu stig í Domino's deild kvenna með stórsigri á Hamri, 86-47, í TM-höllinni í kvöld.

Tíu af 12 leikmönnum á skýrslu hjá Keflavík komust á blað í kvöld en sigur liðsins var afar öruggur.

Melissa Zorning var stigahæst í liði Keflvíkinga með 22 stig. Þóranna Hodge-Carr kom næst með 12 stig og þá var fyrirliðinn Sandra Lind Þrastardóttir með 10 stig og 12 fráköst.

Hinum megin var fátt um fína drætti en erlendur leikmaður liðsins, Suriya McGuire skoraði einungis eitt stig og misnotaði öll 10 skot sín utan af velli. Hvergerðingar töpuðu alls 28 boltum í kvöld og skotnýting liðsins var aðeins 26%.

Salbjörg Sævarsdóttir var atkvæðamest hjá Hamri með 12 stig og átta fráköst en liðið hefur tapað báðum leikjum sínum í deildinni til þessa.

Keflavík-Hamar 86-47 (22-12, 23-8, 17-18, 24-9)

Keflavík: Melissa Zorning 22/5 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 12/9 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 11/7 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 10/5 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/12 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Thelma Dís Ágústsdóttir 6/4 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Elfa Falsdottir 1, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.

Hamar: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 12/8 fráköst/3 varin skot, Nína Jenný Kristjánsdóttir 10/6 fráköst/3 varin skot, Heiða Björg Valdimarsdóttir 8/7 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 7/4 fráköst, Jenný Harðardóttir 2, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 2/4 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 2, Margrét Hrund Arnarsdóttir 2, Suriya McGuire 1/4 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 1, Helga Vala Ingvarsdóttir 0, Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir 0.


Tengdar fréttir

Draumabyrjun Bryndísar með Snæfelli

Landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Snæfell þegar Íslandsmeistararnir báru sigurorð af Stjörnunni á heimavelli í dag, 95-93.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×