Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Höttur 86-74 | Jón Axel með þrennu í sigri Grindvíkinga Sveinn Ólafur Magnússon skrifar 18. október 2015 22:30 Vísir/Ernir Grindavík er með fullt hús stiga í Domino's deild karla í körfubolta en liðið lagði nýliða Hattar að velli í kvöld, 86-74. Hattarmenn spiluðu vel í fyrri hálfleik og leiddu með níu stigum að honum loknum, 35-44. En Grindvíkingar mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik sem þeir unnu 51-30 og leikinn þar með, 86-74. Jón Axel Guðmundsson var með þrennu í öðrum leiknum í röð en hann skoraði 24 stig, tók 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Jóhann Ólafsson átti sömuleiðis afbragðs leik með 16 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar. Tobin Carberry var stigahæstur í liði Hattar með 28 stig en hann spilaði hverja einustu mínútu í kvöld. Höttur mætti grimmur til leiks og ætlaði að selja sig dýrt. Greinilegt var að leikmenn Hattar voru staðráðnir í því að gera betur í þessum leik en á móti Njarðvík í 1. umferðinni sem tapaðist eftir framlengingu. Grindvíkingar mættu værukærir til leiks og hafði Höttur sjö stiga forskot eftir 1. leikhluta, 25-18. Grindavík vaknaði þó til lífsins undir lok hálfleiksins og náði að laga stöðuna aðeins, þó svo að gestirnir gengu til búningsklefa í hálfleik með níu stiga forystu, 44-35. Fyrri hálfleikur einkenndist fyrst og fremst af mikilli baráttu þar sem Hattarmenn höfðu oftar en ekki betur. Það var þó allt annað að sjá til Grindavíkur í síðari hálfleik. Heimamenn byrjuðu af krafti og um miðjan þriðja leikhluta voru þeir komnir með forystu, 49-47. Grindvíkingar lögðu mikla áherslu á að stöðva Tobin Carberry og tvöfölduðu ítrekað á hann í vörninni. Hattarmenn gerðu sífellt fleiri mistök eftir því sem leið á leikinn og var þriðji leikhlutinn algjörlega eign Grindvíkinga, sem unnu hann 22-9. Fjórði leikhlutinn varð svo nánast formsatriði fyrir heimamenn. Gestirnir hættu nánast að spila sem lið í síðari hálfleik og leikmenn fóru mikið að reyna sjálfir. Höttur var aðeins með tíu stoðsendingar í öllum leiknum en Jón Axel Guðmundsson var með ellefu slíkar einn síns liðs.Jóhann: Ungu mennirnir sneru þessu við Jóhann Ólafsson var ánægður með sigur sinna manna í Grindavík í kvöld eftir slappa frammistöðu í fyrri hálfleik. „Við spiluðum vel í seinni hálfleik, sérstaklega í vörninni. Við fengum unga drengi inn sem sneru þessu við fyrir okkur. En að sama skapi vorum við slakir í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhann við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við lögðum upp með ákveðin atriði fyrir leikinn en við náðum engan veginn að fylgja þeim eftir í upphafi leiks. Við ákváðum því í hálfleik að núllstilla okkur og byrja upp á nýtt. Ég er mjög ánægður með hvernig leikmenn brugðust við.“ Það gekk betur hjá Grindavík þegar liðið lagði áherslu á að stöðva Tobin Carberry, Bandaríkjamann Hattar. „Hann er mjög góður og það er erfitt að ætla að stöðva hann. En við létum hann hafa fyrir því að sækja boltann og þvinguðum hann í erfið skot. Það gekk vel í seinni hálfleik.“ Grindavík mætir ÍR í Seljaskóla á fimmtudaginn en Jóhann reiknar ekki með því að vera kominn með leikheimild fyrir erlenda leikmanninn sinn í tæka tíð. Viðar Örn: Þurfum að rífa okkur upp Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, sagði að hans menn hefðu verið hauslausir í seinni hálfleik eftir góða frammistöðu framan af leiknum gegn Grindavík í kvöld. „Við spiluðum sem lið í fyrri hálfleik og þá gengu hlutirnir upp hjá okkur. En svo fóru menn í einstaklingsframtak í síðari hálfleik,“ sagði Viðar Örn eftir leikinn en Höttur hefur tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum. „Þetta er erfið byrjun á tímabilinu. Þetta var slæmt tap í Njarðvík í fyrstu umferð en við spiluðum ágætlega framan af í dag. Þeir gerðu okkur svo erfitt fyrir og við vorum ekki nógu snjallir og hættum að spila sem lið.“ Höttur mætir Snæfelli í sínum fyrsta heimaleik á föstudaginn en báðum liðum er spáð í fallbaráttu. „Við þurfum að rífa okkur upp. Það voru fullt af jákvæðum punktum og við þurfum að taka það með okkur í næsta leik. Við stefnum á að vinna okkar fyrsta sigur í deildinni á föstudaginn.“Jón Axel: Þrenna og ekki þrenna „Þetta gekk vel í kvöld. Við lentum í erfiðleikum í fyrri hálfleik en eftir að við byrjuðum að pressa kanann hjá þeim þá gekk þetta betur,“ sagði Jón Axel Guðmundsson sem átti stórleik fyrir Grindavík í kvöld. „Hann fór að reyna að gera hlutina sjálfur og við gerðum vel með því í að stöðva hann. Þetta var liðssigur. Við eigum unga menn á bekknum sem geta komið inn og barist. Þetta var flott í dag.“ Jón Axel náði þrefaldri tvennu annan leikinn í röð en hann lagði mikið á sig til að ná henni í lokin. „Þetta er þrenna og ekki þrenna. Það var hvíslað að mér að ég ætti tvö frákast í þrennuna og ég náði einu varnarfrákast og bjó mér til eitt frákast í lokin. Menn verða að dæma fyrir sig sjálfir.“Grindavík-Höttur 86-74 (18-25, 17-19, 22-9, 29-21)Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 24/10 fráköst/11 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 16/9 fráköst/7 stoðsendingar, Hilmir Kristjánsson 14, Páll Axel Vilbergsson 9/4 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 6, Ómar Örn Sævarsson 6/6 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 5/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4/5 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 2.Höttur: Tobin Carberry 28/8 fráköst/5 stolnir, Mirko Stefán Virijevic 12/13 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 12/7 fráköst, Helgi Björn Einarsson 6/10 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 6/5 fráköst, Sigmar Hákonarson 3, Hallmar Hallsson 3, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 2, Gísli Þórarinn Hallsson 2.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Grindavík er með fullt hús stiga í Domino's deild karla í körfubolta en liðið lagði nýliða Hattar að velli í kvöld, 86-74. Hattarmenn spiluðu vel í fyrri hálfleik og leiddu með níu stigum að honum loknum, 35-44. En Grindvíkingar mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik sem þeir unnu 51-30 og leikinn þar með, 86-74. Jón Axel Guðmundsson var með þrennu í öðrum leiknum í röð en hann skoraði 24 stig, tók 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Jóhann Ólafsson átti sömuleiðis afbragðs leik með 16 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar. Tobin Carberry var stigahæstur í liði Hattar með 28 stig en hann spilaði hverja einustu mínútu í kvöld. Höttur mætti grimmur til leiks og ætlaði að selja sig dýrt. Greinilegt var að leikmenn Hattar voru staðráðnir í því að gera betur í þessum leik en á móti Njarðvík í 1. umferðinni sem tapaðist eftir framlengingu. Grindvíkingar mættu værukærir til leiks og hafði Höttur sjö stiga forskot eftir 1. leikhluta, 25-18. Grindavík vaknaði þó til lífsins undir lok hálfleiksins og náði að laga stöðuna aðeins, þó svo að gestirnir gengu til búningsklefa í hálfleik með níu stiga forystu, 44-35. Fyrri hálfleikur einkenndist fyrst og fremst af mikilli baráttu þar sem Hattarmenn höfðu oftar en ekki betur. Það var þó allt annað að sjá til Grindavíkur í síðari hálfleik. Heimamenn byrjuðu af krafti og um miðjan þriðja leikhluta voru þeir komnir með forystu, 49-47. Grindvíkingar lögðu mikla áherslu á að stöðva Tobin Carberry og tvöfölduðu ítrekað á hann í vörninni. Hattarmenn gerðu sífellt fleiri mistök eftir því sem leið á leikinn og var þriðji leikhlutinn algjörlega eign Grindvíkinga, sem unnu hann 22-9. Fjórði leikhlutinn varð svo nánast formsatriði fyrir heimamenn. Gestirnir hættu nánast að spila sem lið í síðari hálfleik og leikmenn fóru mikið að reyna sjálfir. Höttur var aðeins með tíu stoðsendingar í öllum leiknum en Jón Axel Guðmundsson var með ellefu slíkar einn síns liðs.Jóhann: Ungu mennirnir sneru þessu við Jóhann Ólafsson var ánægður með sigur sinna manna í Grindavík í kvöld eftir slappa frammistöðu í fyrri hálfleik. „Við spiluðum vel í seinni hálfleik, sérstaklega í vörninni. Við fengum unga drengi inn sem sneru þessu við fyrir okkur. En að sama skapi vorum við slakir í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhann við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við lögðum upp með ákveðin atriði fyrir leikinn en við náðum engan veginn að fylgja þeim eftir í upphafi leiks. Við ákváðum því í hálfleik að núllstilla okkur og byrja upp á nýtt. Ég er mjög ánægður með hvernig leikmenn brugðust við.“ Það gekk betur hjá Grindavík þegar liðið lagði áherslu á að stöðva Tobin Carberry, Bandaríkjamann Hattar. „Hann er mjög góður og það er erfitt að ætla að stöðva hann. En við létum hann hafa fyrir því að sækja boltann og þvinguðum hann í erfið skot. Það gekk vel í seinni hálfleik.“ Grindavík mætir ÍR í Seljaskóla á fimmtudaginn en Jóhann reiknar ekki með því að vera kominn með leikheimild fyrir erlenda leikmanninn sinn í tæka tíð. Viðar Örn: Þurfum að rífa okkur upp Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, sagði að hans menn hefðu verið hauslausir í seinni hálfleik eftir góða frammistöðu framan af leiknum gegn Grindavík í kvöld. „Við spiluðum sem lið í fyrri hálfleik og þá gengu hlutirnir upp hjá okkur. En svo fóru menn í einstaklingsframtak í síðari hálfleik,“ sagði Viðar Örn eftir leikinn en Höttur hefur tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum. „Þetta er erfið byrjun á tímabilinu. Þetta var slæmt tap í Njarðvík í fyrstu umferð en við spiluðum ágætlega framan af í dag. Þeir gerðu okkur svo erfitt fyrir og við vorum ekki nógu snjallir og hættum að spila sem lið.“ Höttur mætir Snæfelli í sínum fyrsta heimaleik á föstudaginn en báðum liðum er spáð í fallbaráttu. „Við þurfum að rífa okkur upp. Það voru fullt af jákvæðum punktum og við þurfum að taka það með okkur í næsta leik. Við stefnum á að vinna okkar fyrsta sigur í deildinni á föstudaginn.“Jón Axel: Þrenna og ekki þrenna „Þetta gekk vel í kvöld. Við lentum í erfiðleikum í fyrri hálfleik en eftir að við byrjuðum að pressa kanann hjá þeim þá gekk þetta betur,“ sagði Jón Axel Guðmundsson sem átti stórleik fyrir Grindavík í kvöld. „Hann fór að reyna að gera hlutina sjálfur og við gerðum vel með því í að stöðva hann. Þetta var liðssigur. Við eigum unga menn á bekknum sem geta komið inn og barist. Þetta var flott í dag.“ Jón Axel náði þrefaldri tvennu annan leikinn í röð en hann lagði mikið á sig til að ná henni í lokin. „Þetta er þrenna og ekki þrenna. Það var hvíslað að mér að ég ætti tvö frákast í þrennuna og ég náði einu varnarfrákast og bjó mér til eitt frákast í lokin. Menn verða að dæma fyrir sig sjálfir.“Grindavík-Höttur 86-74 (18-25, 17-19, 22-9, 29-21)Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 24/10 fráköst/11 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 16/9 fráköst/7 stoðsendingar, Hilmir Kristjánsson 14, Páll Axel Vilbergsson 9/4 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 6, Ómar Örn Sævarsson 6/6 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 5/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4/5 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 2.Höttur: Tobin Carberry 28/8 fráköst/5 stolnir, Mirko Stefán Virijevic 12/13 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 12/7 fráköst, Helgi Björn Einarsson 6/10 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 6/5 fráköst, Sigmar Hákonarson 3, Hallmar Hallsson 3, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 2, Gísli Þórarinn Hallsson 2.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira