Körfubolti

Draumabyrjun Bryndísar með Snæfelli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bryndís byrjar vel í búningi Snæfells.
Bryndís byrjar vel í búningi Snæfells. mynd/snæfell
Landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Snæfell þegar Íslandsmeistararnir báru sigurorð af Stjörnunni á heimavelli í dag, 95-93.

Bryndís skoraði 15 stig fyrir Snæfell og þ.á.m. sigurkörfuna í þann mund sem leiktíminn rann út.

Meistararnir voru með 11 stiga forskot, 88-77, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en þá tók Chelsie Schweers til sinna ráða. Hún skoraði 10 stig í röð fyrir nýliða Stjörnunnar og skyndilega var munurinn aðeins fjögur stig, 91-87.

Hafrún Hálfdánardóttir minnkaði muninn í tvö stig og Bryndís Hanna Hreinsdóttir jafnaði svo metin af vítalínunni, 91-91, þegar um hálf mínúta var eftir af leiknum.

Haiden Palmer kom Snæfelli aftur yfir en Hafrún jafnaði metin í næstu sókn. Það var svo Bryndís sem tryggði Snæfelli sigurinn eins og áður sagði.

Palmer var stigahæst í liði Snæfellinga með 35 stig en Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst með 17 stig.

Schweers bar af í liði Stjörnunnar með 36 stig og átta fráköst. Bryndís Hanna skoraði 18 stig og Margrét Kara Sturludóttir var með 15 stig, 11 fráköst og fimm stoðsendingar.

Snæfell hefur unnið báða leiki sína til þessa á meðan Stjarnan er enn án stiga.

Tölfræði leiksins:

Snæfell-Stjarnan 95-93 (31-21, 22-14, 22-28, 20-30)


Snæfell: Haiden Denise Palmer 35/5 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 17/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 15/5 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 10, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 7/6 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 5/5 fráköst, María Björnsdóttir 5/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Sara Diljá Sigurðardóttir 3/5 stoðsendingar.

Stjarnan: Chelsie Alexa Schweers 36/8 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 20/4 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 15/11 fráköst/5 stoðsendingar/3 stolnir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/6 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 8, Erla Dís Þórsdóttir 2, Kristbjörg Pálsdóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×