Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 101-104 | Keflvíkingar stálu stigunum í lokin Bjarmi Skarphéðinsson Icelandic Glacier-höllinni skrifar 16. október 2015 21:45 Magnús Þór Gunnarsson kom sterkur inn af bekknum og skoraði 23 stig. vísir/craney Þór og Keflavík áttust við í Þorlákshöfn í kvöld í Dominos deild karla. Heimamenn í Þór byrjuðu leikinn mun betur og sáust tölur á töflunni eins og 7-0 og 19-6. Keflavík vann leikinn að lokum, 104-101. Vance Hall var óstöðvandi í upphafi leiks og klikkaði ekki á skoti. Keflavík lét samt ekki slá sig útaf laginu og náði hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn. Mikið var skorað í fyrri hálfleik og mikill hraði og staðan 62-62 í hálfleik. Seinni hálfleikur var aðeins hægari en baráttan mikil og leikurinn harðnaði eftir því sem á leið. Í 4.leikhluta voru liðin að skiptast á að hafa forystu og spennan mikil. Töluvert var flautað og villuvandræði orðin töluverð í lokin. Heimamenn virtust ætla að landa sigrinum og voru í raun með alla möguleika til að klára leikinn. Keflavík eru hins vegar ekki stíga sín fyrstu skref á dansgólfinu. Guðmundur Jónsson sem hafði varla komið við sögu vegna villuvandræða allan leikinn kom sterkur inn í lokin og Magnús Gunnarsson var mikilvægur í lokin. Það var hins vegar Valur Orri Valsson sem kláraði leikinn fyrir Keflavík í lokin með vítaskotum og Keflavík fóru með sigurinn heim suðurstrandaveginn 101-104 seiglusigur. Earl Brown var með 23 stig og 16 fráköst fyrir Keflavík og Vance Hall sterkur fyrir Þór með 31 stig og 5 fráköst.Sigurður: Við erum alveg rólegir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var eðlilega kátur með sigur sinna manna í kvöld eftir erfiða byrjun. „Ég er mjög sáttur við þennan leik og sáttur við hversu góður leikurinn var,“ sagði Sigurður við Vísi, en mikið var skorað í leiknum. Sigurður segir erfitt að koma og sækja stig í Þorlákshöfn, „Ég býst ekki við að nokkuð lið sæki auðveld stig hingað,“ sagði hann um Þórs-liðið. Sigurður er hæfilega bjartsýnn á framhaldið og segir mikla vinnu framundan. „Við erum alveg rólegir þrátt fyrir sigur hér. Það er mikil vinna framundan og við viljum verða betri með hverjum deginum,“ sagði Sigurður Ingimundarson.Einar Árni: Við áttum að klára þennan leik „Við vorum mjög daprir varnarlega í 30 mínútur og fáum alltof mörg stig á okkur hérna í kvöld,“ sagði vonsvikinn Einar Árrni þjálfari Þórs eftir naumt tap fyrir Keflavík á heimavelli í kvöld. Einar bjóst ekki við svona háu stigaskori í leiknum í kvöld. „Nei, alls ekki. Ég veit alveg fyrir hvað Keflavík stendur en varnarleikurinn okkar var ekki nálægt því nógu góður. Ég hef verið ánægður með varnarleik okkar á undirbúningstímabilinu en ekki í kvöld." Einar hélt á tímabili að Þór mundi komast upp með lélegan varnarleik með ágætri frammistöðu í sókninni „Keflavík hélt alltaf áfram. Við hefðum átt að klára þennan leik en hrós til Keflavíkur fyrir sinn leik," sagði Einar Árni Jóhannsson.Þór Þ.-Keflavík 101-104 (34-28, 28-34, 19-14, 20-28)Þór Þ.: Vance Michael Hall 31/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 18/13 fráköst, Ragnar Örn Bragason 13/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 10/7 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 10/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 2.Keflavík: Earl Brown Jr. 23/16 fráköst/3 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 21, Magnús Már Traustason 17/4 fráköst, Valur Orri Valsson 13/6 fráköst, Ágúst Orrason 9, Guðmundur Jónsson 8, Reggie Dupree 6, Davíð Páll Hermannsson 6, Andrés Kristleifsson 1.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild kvenna Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Þór og Keflavík áttust við í Þorlákshöfn í kvöld í Dominos deild karla. Heimamenn í Þór byrjuðu leikinn mun betur og sáust tölur á töflunni eins og 7-0 og 19-6. Keflavík vann leikinn að lokum, 104-101. Vance Hall var óstöðvandi í upphafi leiks og klikkaði ekki á skoti. Keflavík lét samt ekki slá sig útaf laginu og náði hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn. Mikið var skorað í fyrri hálfleik og mikill hraði og staðan 62-62 í hálfleik. Seinni hálfleikur var aðeins hægari en baráttan mikil og leikurinn harðnaði eftir því sem á leið. Í 4.leikhluta voru liðin að skiptast á að hafa forystu og spennan mikil. Töluvert var flautað og villuvandræði orðin töluverð í lokin. Heimamenn virtust ætla að landa sigrinum og voru í raun með alla möguleika til að klára leikinn. Keflavík eru hins vegar ekki stíga sín fyrstu skref á dansgólfinu. Guðmundur Jónsson sem hafði varla komið við sögu vegna villuvandræða allan leikinn kom sterkur inn í lokin og Magnús Gunnarsson var mikilvægur í lokin. Það var hins vegar Valur Orri Valsson sem kláraði leikinn fyrir Keflavík í lokin með vítaskotum og Keflavík fóru með sigurinn heim suðurstrandaveginn 101-104 seiglusigur. Earl Brown var með 23 stig og 16 fráköst fyrir Keflavík og Vance Hall sterkur fyrir Þór með 31 stig og 5 fráköst.Sigurður: Við erum alveg rólegir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var eðlilega kátur með sigur sinna manna í kvöld eftir erfiða byrjun. „Ég er mjög sáttur við þennan leik og sáttur við hversu góður leikurinn var,“ sagði Sigurður við Vísi, en mikið var skorað í leiknum. Sigurður segir erfitt að koma og sækja stig í Þorlákshöfn, „Ég býst ekki við að nokkuð lið sæki auðveld stig hingað,“ sagði hann um Þórs-liðið. Sigurður er hæfilega bjartsýnn á framhaldið og segir mikla vinnu framundan. „Við erum alveg rólegir þrátt fyrir sigur hér. Það er mikil vinna framundan og við viljum verða betri með hverjum deginum,“ sagði Sigurður Ingimundarson.Einar Árni: Við áttum að klára þennan leik „Við vorum mjög daprir varnarlega í 30 mínútur og fáum alltof mörg stig á okkur hérna í kvöld,“ sagði vonsvikinn Einar Árrni þjálfari Þórs eftir naumt tap fyrir Keflavík á heimavelli í kvöld. Einar bjóst ekki við svona háu stigaskori í leiknum í kvöld. „Nei, alls ekki. Ég veit alveg fyrir hvað Keflavík stendur en varnarleikurinn okkar var ekki nálægt því nógu góður. Ég hef verið ánægður með varnarleik okkar á undirbúningstímabilinu en ekki í kvöld." Einar hélt á tímabili að Þór mundi komast upp með lélegan varnarleik með ágætri frammistöðu í sókninni „Keflavík hélt alltaf áfram. Við hefðum átt að klára þennan leik en hrós til Keflavíkur fyrir sinn leik," sagði Einar Árni Jóhannsson.Þór Þ.-Keflavík 101-104 (34-28, 28-34, 19-14, 20-28)Þór Þ.: Vance Michael Hall 31/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 18/13 fráköst, Ragnar Örn Bragason 13/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 10/7 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 10/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 2.Keflavík: Earl Brown Jr. 23/16 fráköst/3 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 21, Magnús Már Traustason 17/4 fráköst, Valur Orri Valsson 13/6 fráköst, Ágúst Orrason 9, Guðmundur Jónsson 8, Reggie Dupree 6, Davíð Páll Hermannsson 6, Andrés Kristleifsson 1.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira