Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 20-14 | Afturelding á afturfótunum Elvar Geir Magnússon í Safamýri skrifar 15. október 2015 21:45 Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram. vísir/vilhelm Framarar unnu góðan sigur á Aftureldingu, 20-14, þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Þetta er þriðji sigur Framrara í röð og nú á sterku liði Mosfellinga sem unnu Hauka í síðustu umferð. Sigurður Örn Þorsteinsson skoraði sjö mörk fyrir Fram og Kristófer Fannar Guðmundsson var með 57 prósent hlutfallsmarkvörslu. Afturelding byrjaði leikinn af krafti en þegar líða fór á gekk allt á afturfótunum hjá Mosfellingum. Framarar fylltust sjálfstrausti eftir góða byrjun seinni hálfleiks, þeir náðu góðri forystu og hleyptu gestunum aldrei of nálægt sér. Framarar fögnuðu ákaft eftir leik enda gríðarlega sterkur og flottur sigur hjá liðinu. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var hinsvegar hundsvekktur með sitt lið og sagði við fjölmiðlamenn að það væri ýmislegt sem fara þyrfti yfir eftir þennan leik. Hér að neðan má sjá hvað þjálfararnir höfðu að segja eftir leik:Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram: „Þeir byrjuðu betur en við og við vorum í vandræðum með að skora fyrstu mínúturnar. Svo er þetta bara leikur gríðarlega sterkra varna og við vinnum þá baráttu í dag. Leikurinn var kaflaskiptur en við vorum betri," segir Guðlaugur en staðan var 8-8 í hálfleik. „Við töluðum vel saman í hálfleik. Við vorum með þá varnarlega, þeir voru í vandræðum með 3-2-1 vörnina hjá okkur. Við þurftum að vera skynsamari sóknarlega og þá kom þetta jafnt og þétt. Að fá 14 mörk á sig gegn Aftureldingu er gríðarlega vel gert." „Ég er gríðarlega ánægður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Það voru lítið um mistök, við vorum agaðir og héldum kraftinum út hálfleikinn. Vörnin og markvarslan var verulega góð í kvöld, þetta hefur verið okkar helsta vopn. Að skora 20 mörk gegn liðinu sem hefur fengið fæst mörk á sig hingað til er ekkert óeðlilegt." „Við vorum ofan á í baráttunni í seinni hálfleik. Þessi sigur er góður fyrir sjálfstraustið og er framhald af okkar vinnu að undanförnu. Við höfum unnið þrjá leiki í röð og þetta styrkir okkur klárlega."Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar:„Frammistaðan eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum eins og byrjendur á löngum köflum. Ég hef ekki séð liðið spila svona áður. Sóknarlega vorum við að kasta tveggja metra sendingar í fæturna og út af," segir Einar Andri. „Spilamennskan varnarlega og markvarslan á að duga okkur til sigurs." „Ég er sammála þér í því að við byrjuðum af krafti varnarlega og vorum allt í lagi í sókninni. Þegar líða fór á leikinn varð þetta erfiðara og erfiðara. Fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik voru bara hörmulegar sóknarlega. Við klúðruðum góðum færum og gerðum barnaleg mistök." „Andlega hliðin sóknarlega var ekki góð. Við þurfum að fara yfir þetta. Kannski var undirbúningurinn ekki nægilega góður hjá okkur? Við þurfum að fara yfir þetta með strákunum. Við erum komnir í 9 daga frí núna og einhverjir dagar fara í að sleikja sárin en eftir frábæran leik í síðustu umferð var svekkjandi að spila svona í dag." Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Framarar unnu góðan sigur á Aftureldingu, 20-14, þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Þetta er þriðji sigur Framrara í röð og nú á sterku liði Mosfellinga sem unnu Hauka í síðustu umferð. Sigurður Örn Þorsteinsson skoraði sjö mörk fyrir Fram og Kristófer Fannar Guðmundsson var með 57 prósent hlutfallsmarkvörslu. Afturelding byrjaði leikinn af krafti en þegar líða fór á gekk allt á afturfótunum hjá Mosfellingum. Framarar fylltust sjálfstrausti eftir góða byrjun seinni hálfleiks, þeir náðu góðri forystu og hleyptu gestunum aldrei of nálægt sér. Framarar fögnuðu ákaft eftir leik enda gríðarlega sterkur og flottur sigur hjá liðinu. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var hinsvegar hundsvekktur með sitt lið og sagði við fjölmiðlamenn að það væri ýmislegt sem fara þyrfti yfir eftir þennan leik. Hér að neðan má sjá hvað þjálfararnir höfðu að segja eftir leik:Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram: „Þeir byrjuðu betur en við og við vorum í vandræðum með að skora fyrstu mínúturnar. Svo er þetta bara leikur gríðarlega sterkra varna og við vinnum þá baráttu í dag. Leikurinn var kaflaskiptur en við vorum betri," segir Guðlaugur en staðan var 8-8 í hálfleik. „Við töluðum vel saman í hálfleik. Við vorum með þá varnarlega, þeir voru í vandræðum með 3-2-1 vörnina hjá okkur. Við þurftum að vera skynsamari sóknarlega og þá kom þetta jafnt og þétt. Að fá 14 mörk á sig gegn Aftureldingu er gríðarlega vel gert." „Ég er gríðarlega ánægður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Það voru lítið um mistök, við vorum agaðir og héldum kraftinum út hálfleikinn. Vörnin og markvarslan var verulega góð í kvöld, þetta hefur verið okkar helsta vopn. Að skora 20 mörk gegn liðinu sem hefur fengið fæst mörk á sig hingað til er ekkert óeðlilegt." „Við vorum ofan á í baráttunni í seinni hálfleik. Þessi sigur er góður fyrir sjálfstraustið og er framhald af okkar vinnu að undanförnu. Við höfum unnið þrjá leiki í röð og þetta styrkir okkur klárlega."Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar:„Frammistaðan eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum eins og byrjendur á löngum köflum. Ég hef ekki séð liðið spila svona áður. Sóknarlega vorum við að kasta tveggja metra sendingar í fæturna og út af," segir Einar Andri. „Spilamennskan varnarlega og markvarslan á að duga okkur til sigurs." „Ég er sammála þér í því að við byrjuðum af krafti varnarlega og vorum allt í lagi í sókninni. Þegar líða fór á leikinn varð þetta erfiðara og erfiðara. Fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik voru bara hörmulegar sóknarlega. Við klúðruðum góðum færum og gerðum barnaleg mistök." „Andlega hliðin sóknarlega var ekki góð. Við þurfum að fara yfir þetta. Kannski var undirbúningurinn ekki nægilega góður hjá okkur? Við þurfum að fara yfir þetta með strákunum. Við erum komnir í 9 daga frí núna og einhverjir dagar fara í að sleikja sárin en eftir frábæran leik í síðustu umferð var svekkjandi að spila svona í dag."
Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira