Gunnar: Það er slæm þróun að íslensk lið taki ekki þátt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. október 2015 07:00 Gunnar Magnússon er hér með strákana á bak við sig, klára í slaginn gegn makedónska liðinu. vísir/vilhelm Það fara fram þrír Evrópuleikir á Íslandi í kvöld. Kvennalið Fram tekur á móti bosníska liðinu Grude Autoherc í EHF-bikarnum, karlalið ÍBV tekur á móti ísraelska liðinu Hapoel Ramat Gan í Áskorendakeppni Evrópu og loks taka Íslandsmeistarar Hauka á móti makedónska liðinu HC Zomimak í EHF-bikarnum. Þetta er gríðarsterkt lið. Það þriðja besta í Makedóníu á eftir Vardar og Metalurg. Haukar spila báða leikina á heimavelli en seinni leikurinn fer fram á morgun. „Þeir eru ekki eins sterkir á útivelli og við erum mjög fegnir að sleppa við leikinn í Makedóníu,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, en hann segir Hauka koma betur úr því fjárhagslega að kaupa leikinn en fara út. Olís-deildin er samkvæmt styrkleikalista EHF í ruslflokki. Situr þar í 36. sæti og aðeins fjórar deildir eru taldar vera lakari. Kýpur er meðal annars talið vera með sterkari deild. Makedónska deildin er í 8. sæti þessa lista. Kemur þar margt til og meðal annars að íslensku liðin eru ekki að nýta þátttökurétt sinn í þessum keppnum. „Mér finnst þetta vera slæm þróun. Íslensku liðin verða að rífa sig upp í þessum málum. Það eru til að mynda aðeins tvö af fjórum liðum sem unnu sér þátttökurétt í ár að taka þátt,“ segir Gunnar ómyrkur í máli en hann skilur ekki forgangsröðunina hjá sumum félögum. „Vissulega er þetta kostnaðarsamt en á móti kemur að sum lið fara í æfingaferðir til Spánar fyrir mót. Persónulega finnst mér Evrópukeppnin skila miklu meiru. Við erum vonandi að búa til landsliðsmenn og atvinnumenn. Við erum alltaf að spila við sömu liðin hér heima og nauðsynlegt að fá að spila við önnur lið.“ Deildin hér heima hefur verið að veikjast og ungir leikmenn tínast út ár eftir ár. Fyrir ekki svo mörgum árum voru þeir jafnvel lengur enda voru þá Haukar til að mynda að taka þátt í Meistaradeildinni og spila við lið eins og Barcelona og Veszprém. „Það verður að búa til umgjörð fyrir þessa ungu drengi svo þeir vilji vera lengur í íslenska boltanum. Þar skiptir Evrópukeppnin miklu máli. Þessi staða er ekki góð.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Leik lokið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Það fara fram þrír Evrópuleikir á Íslandi í kvöld. Kvennalið Fram tekur á móti bosníska liðinu Grude Autoherc í EHF-bikarnum, karlalið ÍBV tekur á móti ísraelska liðinu Hapoel Ramat Gan í Áskorendakeppni Evrópu og loks taka Íslandsmeistarar Hauka á móti makedónska liðinu HC Zomimak í EHF-bikarnum. Þetta er gríðarsterkt lið. Það þriðja besta í Makedóníu á eftir Vardar og Metalurg. Haukar spila báða leikina á heimavelli en seinni leikurinn fer fram á morgun. „Þeir eru ekki eins sterkir á útivelli og við erum mjög fegnir að sleppa við leikinn í Makedóníu,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, en hann segir Hauka koma betur úr því fjárhagslega að kaupa leikinn en fara út. Olís-deildin er samkvæmt styrkleikalista EHF í ruslflokki. Situr þar í 36. sæti og aðeins fjórar deildir eru taldar vera lakari. Kýpur er meðal annars talið vera með sterkari deild. Makedónska deildin er í 8. sæti þessa lista. Kemur þar margt til og meðal annars að íslensku liðin eru ekki að nýta þátttökurétt sinn í þessum keppnum. „Mér finnst þetta vera slæm þróun. Íslensku liðin verða að rífa sig upp í þessum málum. Það eru til að mynda aðeins tvö af fjórum liðum sem unnu sér þátttökurétt í ár að taka þátt,“ segir Gunnar ómyrkur í máli en hann skilur ekki forgangsröðunina hjá sumum félögum. „Vissulega er þetta kostnaðarsamt en á móti kemur að sum lið fara í æfingaferðir til Spánar fyrir mót. Persónulega finnst mér Evrópukeppnin skila miklu meiru. Við erum vonandi að búa til landsliðsmenn og atvinnumenn. Við erum alltaf að spila við sömu liðin hér heima og nauðsynlegt að fá að spila við önnur lið.“ Deildin hér heima hefur verið að veikjast og ungir leikmenn tínast út ár eftir ár. Fyrir ekki svo mörgum árum voru þeir jafnvel lengur enda voru þá Haukar til að mynda að taka þátt í Meistaradeildinni og spila við lið eins og Barcelona og Veszprém. „Það verður að búa til umgjörð fyrir þessa ungu drengi svo þeir vilji vera lengur í íslenska boltanum. Þar skiptir Evrópukeppnin miklu máli. Þessi staða er ekki góð.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Leik lokið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira