Vill að ráðherra upplýsi um af hverju heimsókn á háhitasvæði í Kína hafi verið hluti af vinnuferð Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. október 2015 12:23 Illugi við heimli sitt á Ránargötu í Reykjavík. Vísir/Anton Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, upplýsi um hver hafði frumkvæðið að vinnuferð til Kína í mars á síðasta ári og hvers vegna heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking hafi verið á dagskrá ferðarinnar. Ferðin sem Svandís spyr út í er sú sem fulltrúar Orku Energy, fyrrverandi vinnuveitanda Illuga, fóru með í. Margar spurningar hafa vaknað um ferðina eftir að upplýst var um að stjórnarformaður Orku Energy, Haukur Harðarson, bjargaði Illuga og eiginkonu hans úr fjárhagserfiðleikum með að kaupa af þeim íbúð þeirra við Ránargötu, fyrir 53,5 milljónir króna, árið 2013. Illugi var einnig starfsmaður félagsins á þeim tíma sem hann tók sér launalaust leyfi frá þingstörfum í kjölfar birtingu rannsóknarskýrslu alþingis um fall bankanna haustið 2008, en Illugi var í stjórn Sjóðs 9, sem fjallað var um í skýrslunni. Spurningarnar sem Svandís hefur lagt fyrir ráðherrann eru eftirfarandi:Hver hafði frumkvæði að því að ráðherra færi í vinnuferð til Kína 20. mars 2014?Hvert var hlutverk utanríkisráðuneytisins við skipulagningu og framkvæmd ferðarinnar?Hefur ráðherra mennta-, menningar- og vísindamála áður farið sambærilega ferð til Kína eða annarra ríkja?Hvenær var eftirtöldum aðilum boðið að taka þátt í dagskrá ráðherra í ferðinni: rektor Háskóla Íslands, rektor Háskólans á Akureyri, rektor Listaháskóla Íslands, rektor Háskólans í Reykjavík, forstöðumanni Rannís, fulltrúum Marels og fulltrúum Orku Energy, og hvenær lá þátttaka þeirra fyrir?Hvers vegna var heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking hluti af dagskrá ráðherra, hver hafði frumkvæði að þeirri heimsókn og hverjir fylgdu honum þangað?Hvert var efni fundar ráðherra með borgarstjóra Peking og hverjir sátu þann fund með ráðherra?Hvenær voru einstakir liðir í dagskrá ráðherra í vinnuferð hans til Kína ákveðnir? Óskað er eftir dagsetningum á óskum um fundi, heimsóknir eða aðra viðburði sem voru á dagskránni og jafnframt dagsetningum á staðfestingum á þátttöku ráðherrans í umræddum viðburðum. Bætast þessar spurningar við þær spurningar sem þegar hefur verið beint til Illuga vegna málsins; til dæmis spurningar Stundarinnar um greiðslur til félagsins OG Capital, sem var í eigu ráðherra til ársins 2013, þegar hann seldi það, með áðurnefndri fasteign, til stjórnarformanns Orku og fyrirspurnir Birgittu Jónsdóttur og Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur um tengsl ráðherra við Orku Energy. Þá liggja fyrir ráðherranum spurningar frá Vísi um greiðslur til OG Capital árið 2012. Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafell Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, upplýsi um hver hafði frumkvæðið að vinnuferð til Kína í mars á síðasta ári og hvers vegna heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking hafi verið á dagskrá ferðarinnar. Ferðin sem Svandís spyr út í er sú sem fulltrúar Orku Energy, fyrrverandi vinnuveitanda Illuga, fóru með í. Margar spurningar hafa vaknað um ferðina eftir að upplýst var um að stjórnarformaður Orku Energy, Haukur Harðarson, bjargaði Illuga og eiginkonu hans úr fjárhagserfiðleikum með að kaupa af þeim íbúð þeirra við Ránargötu, fyrir 53,5 milljónir króna, árið 2013. Illugi var einnig starfsmaður félagsins á þeim tíma sem hann tók sér launalaust leyfi frá þingstörfum í kjölfar birtingu rannsóknarskýrslu alþingis um fall bankanna haustið 2008, en Illugi var í stjórn Sjóðs 9, sem fjallað var um í skýrslunni. Spurningarnar sem Svandís hefur lagt fyrir ráðherrann eru eftirfarandi:Hver hafði frumkvæði að því að ráðherra færi í vinnuferð til Kína 20. mars 2014?Hvert var hlutverk utanríkisráðuneytisins við skipulagningu og framkvæmd ferðarinnar?Hefur ráðherra mennta-, menningar- og vísindamála áður farið sambærilega ferð til Kína eða annarra ríkja?Hvenær var eftirtöldum aðilum boðið að taka þátt í dagskrá ráðherra í ferðinni: rektor Háskóla Íslands, rektor Háskólans á Akureyri, rektor Listaháskóla Íslands, rektor Háskólans í Reykjavík, forstöðumanni Rannís, fulltrúum Marels og fulltrúum Orku Energy, og hvenær lá þátttaka þeirra fyrir?Hvers vegna var heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking hluti af dagskrá ráðherra, hver hafði frumkvæði að þeirri heimsókn og hverjir fylgdu honum þangað?Hvert var efni fundar ráðherra með borgarstjóra Peking og hverjir sátu þann fund með ráðherra?Hvenær voru einstakir liðir í dagskrá ráðherra í vinnuferð hans til Kína ákveðnir? Óskað er eftir dagsetningum á óskum um fundi, heimsóknir eða aðra viðburði sem voru á dagskránni og jafnframt dagsetningum á staðfestingum á þátttöku ráðherrans í umræddum viðburðum. Bætast þessar spurningar við þær spurningar sem þegar hefur verið beint til Illuga vegna málsins; til dæmis spurningar Stundarinnar um greiðslur til félagsins OG Capital, sem var í eigu ráðherra til ársins 2013, þegar hann seldi það, með áðurnefndri fasteign, til stjórnarformanns Orku og fyrirspurnir Birgittu Jónsdóttur og Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur um tengsl ráðherra við Orku Energy. Þá liggja fyrir ráðherranum spurningar frá Vísi um greiðslur til OG Capital árið 2012.
Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafell Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira